Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Matvælaörygginu ógnað

Nú er bíð að senda hið umdeilda matvælafrumvarp aftur út til umsagnar. Frumvarpið á að leifa innfluttning á hráu kjöti til Íslnads. Það er ansi merkilegt að bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur sækja fast að frumvarpið verði samþykkt.

Á Íslandi erum við nær laus við marga þá sjúkdóma sem eru í matvælum annarsstaðar. Nú eru til að mynda í Danmörku fjórir einsaklingar látnir úr Salmonellu sem talið er að smitist úr dönsku svínakjöti. Nú um jólin var selt innflutt svínakjöt sem ef til vill átti upprúna sinn í danmörku. Þetta kjöt var selt í eins umbúðum og það innlenda.

Vinstrihreyfingin grænt framboð er eini stjórnmálaflokkurinn sem berst gegn matvælafrumvarpinu og þar með matvælaöryggi landsmanna allra.


mbl.is Fjórir Danir látnir vegna salmonellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagur heimsins byggir á drasli

Það hlýtur að þurfa að fara fram heildar endurskoðun á efnahagskerfi heimsins. Lönd lifa orðið á viðskiptum sín á milli. Og með hvað? Stór hluti þessara verslunarvöru eru óþarfa munaðarhlutir.

Til að mynda hefur samdráttur í bílaútfluttning Japana í janúar dregist saman um 69%. Er það eitthvað slæmt ef maður lítur á heildarmyndina. Það eru þá færri sem keyra sem leiðir til minni mengunar og gömlu bílarnir látnir endast lengur. Er nýtni ekki diggð?

Japanska ríkisstjórnin ættlar að veita Japönum 130 dollara hverjum til þess að auka neysluna, það er keyra áfram ofneyslu samfélagið.

Hér á landi er álframleiðsla eina leiðin til atvinnusköpunar í margra augum. En spáir einhver hvað er framleitt úr þessu áli? Eru það brýnar nauðsynjavörur? Eru það svo mikilvægir hlutir að þeir að það sé verjandi að framleiða þá miðað við þá eyðileggingu sem framleiðslan veldur?

Ég vil enn og aftur minna á að bara með því að framleiða matinn okkar sjálf getum við skapað þúsundir starfa. Starfa sem kosta bara pínulítinn hluta þess sem hvert starf í álbræðslu kostar samfélagið.


mbl.is Kreppan dýpkar í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri upplýsingar

Þessa frétt þarf að vinna betur. Það þarf að spyrja forystumenn flokkana í þaula um þetta mál. Maður hefur gengið út frá því sem vísu að þessi nýja ríkisstjórn myndi reyna sitt ítrasta til að leyta réttar landsins í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að ég varð svegtur þegar ég las þessa frétt og hún þarfnast frekari útskýringa.
mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blind aðdáun

Ég horfði á Davíð í Kastljósinu áðan eins og flestir landsmenn. Maðurinn trúir því í alvörunni að hann hafi ekki átt neinn þátt í hruninu og sé borinn röngum sökum af vondum mönnum. Hann var væntanlega í sínu fyrsta viðtali þar sem spyrillinn slefar ekki af lotningu en reynir þess í stað að spyrja gagnrínna spurninga.

Sigmar stóð sig bara vel fyrir utan að hann var ekki nógu vel að sér varðandi bindiskylduna.

En þegar ég sat í sófanum og horfði á Davíð dásama sjálfan sig og skammast út í fréttamaninn þá flaug sú hugsun í gegn um huga minn að fjölda manns fannst hann örugglega vera æðislegur í þessu viðtali. Sama fólkinu og kýs Sjálfstæðisflokkinn sama hvað tautar og raular. Kýs nafn en ekki hugsjónir og stefnur.


mbl.is SÍ naut trausts erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúgunareðli fákeppninnar

Það hefur verið þekkt vopn hjá stórverslunum að kúga matvælafyrirtækin til lækkunnar vöruverðs með því að hóta að hætta viðskiptum við þau nema þau lækki vöruverðið. Núna um jólin pakkaði stórt matvinnslufyrirtæki innfluttu svínakjöti í hefðbundnar umbúðir eins og íslenska kjötinu þannig að engin leið var að greina þar á milli. Þetta var svínakjöt sem stórt verslunarfyrirtæki flutti inn í samkeppni við kjötvinnsluna en í mætti stærðar sinnar gat síðan kúgað kjötvinnsluna til þess að pakka innflutta kjötinu í samkeppni við sjálft sig.
Neitandinn veit ekkert hvaðan kjötið kemur sem það er að láta ofan í sig. víða í Evrópu er landlæg salmonella sem við erum alveg laus við hér.

mbl.is Óeðlileg samkeppni í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn sængar með íhaldinu

Það læðist að manni sá grunur að Höskuldur Þórhallson þingmaður Framsóknar hafi ekki verið að hugsa um vönduð vinnubrögð og þjóðarhag þegar hann neitaði að afgreiða seðlabankafrumvarpið úr nefnd í gær. Þarna er verið að halda áfram með þau vinnubrögð stjórnmálamanna sem almenningur er búinn að fá nóg af.

Hvers vegna styður fólk Framsóknarflokkinn. Hvað hefur hann upp á að bjóða sem ekki fyrirfinnst í öðrum flokkum. Ég held að menn séu oft á tíðum tengdari nafni flokks en stefnu hans.

Það hefur varla verið áður jafn mikill ábyrgðarhluti að kjósa eins og í næstu kosningum og ég vona að menn beiti átkvæði sýnu á ábyrgann hátt. Hverjir eru það sem leitt hafa þjóðina þangað sem hún er komin? Það voru sjálfstæðismenn og að stórum hluta framsóknarmenn. Ætlar fólk í alvöru að styðja þessa flokka áfram?

Ég verð að viðurkenna þegar ég sé í könnunum að um fjórðungur þjóðarinnar styður enn Sjálfstæðisflokkin þá fallast manni nær hendur. Þessu fjólki hlýtur að finnast gott aðláta níðast á sér.


mbl.is Seðlabankalög á dagskrá þingsins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttavillt Framsókn

Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur. Það er kannski ekki skrítið þegar flokkurinn veit það ekki sjálfur. Það er eins og þingmenn Framsóknar séu að reyna að gera sig gildandi en eru því miður einstaklega klaufalegir í framgöngu sinni.

Hafa þeir ekkert frumkvæði að alvöru málum sem þeir vilja koma í gegn? Það nýjasta er að Framsóknarmenn vilja lækka vexti strax. Hverjir á Íslandi vilja ekki lækka vexti strax? Þeir vilja að samið verði við eigendur krónubréfa. Það var sagt frá því í fréttum í síðustu viku að það eigi að semja við eigendur bréganna.

Ég held að í Framsoknarflokknum sé samansafn af fólki sem auðveldlega gæti fundið sér farveg í einhverjum hinna flokkanna og það færu klárlega ekki allir í sama flokkinn.


mbl.is Þingfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínar aðaláherslur

Hér að neðan eru punktar sem ég notaði í þeim kynningum sem farið hafa fram á frambjóðendum í forvali VG á Norðausturlandi.

Komið þið sæl

Ég heiti Guðbergur Egill Eyjólfsson og er bóndi og nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Ég gef kost á mér í 2.-3. sæti. Ástæða þess að ég legg í þessa baráttu er sú að ég vil leggja mitt af mörkum í endurreisn þjóðfélagsins og ég hef fulla trú á því að ég geti orðið að liði. Ég hef verið fyrirliði í landsliði Íslands í blaki, ég byggði upp eitt af stærstu kúabúum á landinu á fáum árum og við hjónin erum nú að byggja upp ferðaþjónustu þar sem við búum, ásamt því að reka þar hefðbundinn búskap. Ég er einnig í háskólanámi. Ég hræðist ekki að taka til hendinni og missi aldrei sjónar af markmiðum mínum. En ég veit að það verður að skapa góða liðsheild til þess að ná árangri.

Ég býð mig fram fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð vegna þess að stefna flokksins samræmist lífsskoðunum mínum um jafnrétti þegnanna og náttúruvernd. En það sem rekur mig af stað í þetta framboð er þó fyrst og fremst bág staða landbúnaðarins og matvælaframleiðslunnar í landinu og þar með matvælaöryggi þjóðarinnar. Ég vil efla matvælaframleiðsluna sem mest og hamla því ofurvaldi sem verslunin hefur á þeim geira. Ég hef þá vissu að þeir atvinnuvegir sem skapa raunveruleg verðmæti eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta muni skipta sköpum við endurreisn þjóðfélagsins.

Málefni dagsins í dag varðandi landbúnaðinn er að komast af og gæta þess að framleiðslan dragist ekki saman. Kreppan hefur komið illa niður á fjölda bænda og nú er því svo komið að 40%  mjólkurinnar er framleidd á búum sem eru við efnahagsleg hættumörk eða eru orðin tæknilega gjaldþrota. Sauðfjárræktin hefur verið rekin með tapi í fleiri ár og það í miðju hinu svokallaða góðæri. Nú stefnir í að borið verði minna á tún sem þýðir bara minni framleiðslu og minni atvinnu.

Það þarf að beita öllum ráðum til þess að ekki komi bakslag í framleiðsluna. Ég tel öllu brýnna mál að byggja hér áburðaverksmiðju en til dæmis að fullklára tónlistarhús í Reykjarvík, þótt það sé eflaust verðugt verkefni  og  atvinnuskapandi.

Bær eins og Akureyri sem og landsbyggðin öll þrífst ekki nema matvælaframleiðslan sé að virka. Tveir af stærstu vinnustöðum Akureyrar eru matvinnslufyrirtækið Norðlenska og mjólkursamlagið. Nú er flutt inn kjöt sem aldrei fyrr og er því nú svo komið að farnar eru að myndast birgðir af íslenskum kjúklingi og svínabændur eru að reyna að selja kjöt til Rússlands. Það er hálf öfugsnúið að við flytjum inn svínakjöt erlendis frá en ætlum síðan að flytja svínakjöt út.  Væri ekki nær að borða það kjöt sem við framleiðum sjálf í stað þess að flytja matinn heimshorna á milli með tilheyrandi mengun og tilkostnaði. Þetta leiðir til samdráttar í innlenndu framleiðslunni og fólk missir vinnuna.

Nú verðum við að hlúa að þeirri atvinnustarfsemi sem er í gangi og reyna að efla hana til hins ýtrasta. Landbúnaðurinn býður upp á mörg tækifæri. Við eigum mikið land, ónýtt gripahús, auk þess sem þekking og vinnuafl eru fyrir hendi. Við höfum markað til þess að nýta vöruna, markaðurinn eru Íslendingar sjálfir. Nú framleiðum við ekki nema helming þeirrar fæðu sem við neytum en höfum alla möguleika til að búa til þúsundir starfa ef við myndum bara ákveða að vera sjálfum okkur nóg um matvæli. Vilji er allt sem þarf.

Húsvíkingar bíða eftir stóriðju. Við framleiðum ekki nema 40%  af grænmetinu sem neytt er á Íslandi, við það vinna um 900 manns. Hvers vegna ekki að koma á fót grænmetisstóriðju á Húsavík. Markaðurinn fyrir þá vöru er til hér á Íslandi. Ef við tvöföldum grænmetisframleiðsluna skapast hundruð starfa. Einnig eru miklir möguleikar á Suðurlandi hvað kornrækt varðar.

Ég hef hér nær eingöngu talað um landbúnað en það þýðir ekki að ég vilji ekki leggja mitt af mörkum til að koma í veg fyrir gjaldþrot heimila og fyrirtækja, bæta velferðarþjónustuna og efla menntun. Þvert á móti en vandi landbúnaðarins það mikill en einnig tækifærin, sem hann getur boðið upp á fyrir land og þjóð, það mörg að það eitt að sinna því er miklu meira en einn maður kemst yfir. Þessi málaflokkur  hefur verið afskiptur að mínu mati og því legg ég megin áherslu á þennan málaflokk, enda er ekki bara landbúnaðurinn og matvælaframleiðslan sem atvinnugreinar undir, heldur einnig matvælaöryggi þjóðarinnar.

Ég hef reynslu úr félsgstarfi bænda, félagstarfi íþróttahreyfingarinnar og úr atvinnulífinu sem atvinnurekandi eigin fyrirtækis. Ég hef ekki starfað í formlegu pólitísku starfi og hef ekki haft nein tengsl inn í pólitíska flokka en svara með þáttöku í þessu forvali, ákalli almennings um nýliðun í pólitík.

Ég vona svo sannarlega að mér verði veitt brautargengi í þessu forvali svo að ég geti ljáð landsbyggðinni og  Íslandi öllu starfskrafta mína að fullu.


Sjálfselska Davíðs

Davíð Oddson er greinilega ekki að hugsa um þjóðarhag. Þegar ríkisstjórnin féll þá hækkaði gengi krónunar og þar með lækkuðu skuldir landans sem því munaði. Það er alveg gefið að krónan myndi styrkjast við brottför Davíðs úr Seðlabankanum og þar með lækka skuldir okkar.

Nei Davíð ætlar ekki að hætta við hálf klárað verk. Honum finnst greinilega íslenska þjóðin ekki vera alveg kominn á hausinn svo að hann ætlar að klára verkið.

Það er tilhlökkunarefni að sjá viðbrögð hans þegar hann verður rekinn.


mbl.is Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlestur á landsbyggðin lifi

 Þau eru margskonar viðhorfin og það er alls ekki sjálfgefið að fólk láti sig umhverfið og náttúruna einhverju varða.

Því er eins farið með landbúnaðinn, viðhorfin eru margvísleg og það er heldur ekki sjálfgefið að fólk hafi það í huga þegar það tekur pylsurnar úr kælinum í Bónus að pylsurnar eiga sér langa sögu.

Það er búið að fjárfesta í vélum og tækjum, húsum og landi, bera á tún, slá gras, binda hey og keyra það heim. Kindur eru teknar á hús og fóðraðar allan veturinn. Um vorið fæðast lömbin og síðan er safnið rekið á fjall, sumarið líður og komið er að göngum. Það er réttað og rekið heim. Sláturhúsbíllinn kemur og keyrt er með féð í sláturhús, stundum landshorna á milli. Fénu er slátrað, kjötið er unnið og pylsupakkinn er keyrður í Bónus, bíllinn er aflestaður og þar er tekið við pylsupakkanum og hann settur í kælinn. Það kemur viðskiptavinur inn í búðina, tekur pylsupakkann úr kælinum og gengur að kassanum. Afgreiðslu stúlkan segir 550 krónur og viðskiptavinurinn ætlar ekki að trúa sýnum eigin eyrum 550 krónur, þvílíkt okur.

Við viljum að  fjölskyldubú prýði sveitir landsins. Við viljum að dýravernd sé í hávegum höfð. Við viljum að bændur hafi mannsæmandi tekjur. Við viljum hafa mikið vöruúrval og að ströngustu kröfum sé fylgt við matvælaframleiðslu. Við viljum matvælaöryggi og að matvaran kosti sem minnst.

En margt er skrýtið í kýrhausnum því allir eru óánægðir. Neytendum finnst matvaran of dýr, versluninni þykir hún fá of  lítið fyrir sinn snúð og bændum finnst þeir ekki hafa ásættanlegar tekjur.

Ef við lítum fram hjá því ófremdarástandi sem er í dag er hægt að segja að sauðfjárbúskapur sé gleymda búgreinin. Hún hefur á engan hátt náð að fylgja öðrum búgreinum eftir hvað tekjur varðar og ef litið er til búreikninga síðustu fjögurra ára er sauðfjárræktin rekin með tapi öll árin og það í sjálfu góðærinu. Greinin býr ekki við lífvænleg skilyrði og er endurnýjun ekki mikil. Meðalaldur sauðfjárbænda er kominn í 58 ár. Þetta er sérkennileg staða hjá grein sem hefur stærsta hlutdeild á sínum markaði. Um 30% af öllu kjöti sem landsmenn neyta er kindakjöt.

En þrátt fyrir ýmiskonar vandamál er mikil gróska í sveitum landsins. Í minni sveit hér úti í Grýtubakkahreppi eru 14 bæir í byggð og er þar stunduð ýmiskonar starfssemi. Þar er sauðfjár- og kúabúskapur, loðdýrarækt, hrossarækt, kartöflurækt, dúntekja, gistiheimili, minjasafn (gamli bærinn í Laufási), húsdýragarður, hestaleiga, heyskaparverktaka og bílaviðgerðir. Einnig sækja margir vinnu utan bús.

Eins og þessi upptalning ber með sér finna bændur sífellt fleiri leiðir sér til tekjuöflunar. Það var í fréttum nú í vikunni enn eitt dæmi um slíkt. Bændur í Hraungerði í Flóahreppi eru farnir af stað með tilraunarverkefni í að framleiða metangas úr kúamykju, sem bæði á að nota sem eldsneyti á vélar búsins og einnig til sölu út frá búinu. Það væri stór áfangi hvað varðar sjálfbærni landbúnaðarins og matvælaöryggi landins ef búvélarnar væru drifnar af heimagerðu eldsneyti. Í dag búum við í raun ekki við raunverulegt matvælaöryggi því við framleiðum ekki nema tæplega helming þess matar sem við neytum. Þessu væri auðveldlega hægt að kippa í liðinn ef vilji væri til þess.

Bygging áburðarverksmiðju væri góð byrjun og síðan gætum við ákveðið að framleiða sem mest af matvælunum sjálf í stað þess að flytja svo mikið inn. Í stað álvers á Húsavík sem kannski aldrei kemur, gætu Húsvíkingar stofnað vistvæna grænmetisstóriðju því að nú framleiðum við ekki nema 40%  af grænmetinu sjálf.

Áburðarframleiðsla á Íslandi yrði mun vistvænni en gengur og gerist erlendis þar sem olía er notuð við framleiðsluna og hefur því verið haldið fram að það eitt að framleiða allan þann köfnunarefnis áburð sem við notum jafngilti því að leggja 42.000 bílum miðað við meðal árs akstur bíla á Íslandi.

Síðustu áratugi hefur gríðarleg samþjöppun átt sér stað í landbúnaði. Nú eru á landinu um 600 kúabú og 2000 sauðfjárbú en eingöngu 400 sauðfjárbúana framleiða um helming alls kindakjötsins.

 Það kemur að því að þessari samþjöppun linni og búunum hættir að fækka. En hve mörg eða fá búin verða þá, er erfitt að spá fyrir um.

Ef  búin verða of fá getur komið að því að matvælaörygginu sé ógnað því ef skæður dýrasjúkdómur kæmi til landsins er betra að hafa búin dreifð um landið. Þá er hægt að loka þeim svæðum þar sem sjúkdómurinn kemur niður en halda óbreyttri framleiðslu áfram á hinum svæðunum.

Þrátt fyrir að búunum hafi fækkað, hefur framleiðslan ekki dregist saman. Búin eru að stækka. Og þá kemur að spurningunni hvort við viljum að landbúnaðurinn sé rekinn á fjölskyldubúum eða viljum við fara út í verksmiðjubúskap. Það þyrfti ekki nema 100 kúabú með 250 kýr að meðaltali til þess að uppfylla mjólkurþörf Íslendinga. Þessi bústærð er vel þekkt í Evrópu. Þess lags búskapur getur frekar komið til móts við neytendur varðandi lægra vöruverð en á móti vakna margar spurningar. Spuringar varðandi dýravernd, mengun, álagi á land og félagslegar breytingar.

Ég gerði litla rannsókn í haust um stöðu bænda í upphafi kreppunnar.

Ég get tekið tvö bú sem dæmi sem bæði eru með um 600 ær. Bændurnir sögðu þennan fjölda þurfa til að reksturinn gengi. En þrátt fyrir það vinnur annað hjónann á báðum búunum utan bús.

Ég spurði þetta fólk hve stórt búið ætti að vera þannig að þau gætu sinnt öllum þáttum eins vel og þau vildu og gætu haft frítíma sambærilegan og gengur og gerist hjá öðru fólki.

Ídeal bú þessa fólks hefur ekki nema milli 3-400 ær. Og sögðu þau vinnu við slíkt bú fulla vinnu fyrir tvær manneskjur, samt hafa þau um 600 ær og aðeins annar aðilinn sinnir búskapnum að fullu og hinn í íhlaupum. Þetta fólk er aldrei búið í vinnunni og hefur væntanlega alltaf á tilfinningunni að það sé ekki að gera hlutina nógu vel.

Ég var síðast í gær í rökræðum við mann sem fannst fáránlegt að menn væru að kvarta yfir því að geta ekki lifað af því að vera með 300 kinda bú, það væri engin vinna.

Hvers vegna þykir okkur það ekki mikil vinna? Er það vegna þess að þá eru bændurnir ekki kóf sveittir 10 til12 tíma hvern einasta dag.

Það er eins og hin hefðbundni landbúnaður sé á milli tveggja vita. Hið svokallaða fjölskyldubú nær ekki að sjá fyrir fjölskyldu og búin eru ekki það stór að þau geti nýtt sér kosti verksmiðjubús. Viljum við hafa þetta svona? Og ef ekki, hvernig þá?

Málefni dagsins í dag varðandi landbúnaðinn er að komast af og gæta þess að framleiðslan dragist ekki saman. Kreppan hefur komið illa niður á fjölda bænda og nú er því svo komið að 40%  mjólkurinnar er framleidd á búum sem eru við hættumörk eða eru tæknilega gjaldþrota.

Nú verðum við að hlú að þeirri atvinnu starfsemi sem er í gangi og reyna að efla hann til hins ítrasta. Landbúnaðurinn býður upp á mörg tækifæri. Við eigum mikið land, ónýtt gripahús, auk þess sem þekking og vinnuafl eru fyrir hendi. Við höfum markað til þess að nýta vöruna, markaðurinn eru Íslendingar sjálfir. Nú framleiðum við ekki nema helming þeirrar fæðu sem við neytum en höfum alla möguleika til að búa til þúsundir starfa ef við myndum bara ákveða að vera sjálfum okkur nóg um matvæli. Vilji er allt sem þarf.

Þegar við rísum upp aftur  er tækifæri að endurskipuleggja þjóðfélagið og gæta verður að því að bændur verði þar ekki undanskildir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband