Náungakærleikurinn og Fjármálafrumvarpið

Enn og aftur stökkva íhaldsmenn upp á nef sér þegar þeim er bent á að Þjóðkirkjan sé ekki kirkja allra landsmanna en að það séu skólarnir. Líf Magneudóttir benti á þetta á dögunum„Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ Þetta benti hún á í sambandi við árlega kirkjuheimsókn Langholtsskóla.

Þessi ummæli hennar vöktu þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ásmund Friðrisson, af værum blundi við samþykkt fjárlagafrumvarpsins."Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur."

Þetta eru í raun stór skondin ummæli því að það er akkúrat ekkert rétt við þau. Þetta er alger vitleysa. Það er alger fjarstæða að kristin trú sé einn af hornsteinum samfélagsins þótt mörg þeirra gilda sem Jesú er látinn boða í nýja testamentinu geti talist til hornsteina samfélagsins en hafa í raun ekkert með trú að gera. Og þetta með sameiningu þjóðarinnar ég ætla ekkert út í það, því lík froða, ég og mín fjölskylda erum þá alla vega ekki talinn til þeirrar þjóðar.

En það er nokk skondið að þessi þingmaður sem pretikar um góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi hefur ekkert látið á sér kræla varðandi bágt ástand heilbrigðiskerfisins eða niðurskurðar í menntakerfinu ofl sem betur mætti fara í okkar samfélagi.

Maður skildi ætla að Ásmundur og hans flokksfélagar sem vilja halda í heiðri kristnum gildum myndu sýna slíkt í verki í störfum sínu td við fjárlagagerðina og móta þannig samfélag okkar með "kristilegum kærleika". Nei það ætla þeir alls ekki að gera, þeir ætla í staðinn að svelta heilbrigðis- og menntakerfið til einkavinavæðingar,rukka okkur fyrir að njóta náttúrunnar, einkavinavæða sjávarauðlindina og rústa ríkisútvarpinu. Það er eins og þeir ætli nánast að eyðileggja allt það sem við höfum byggt upp sem þjóð....nei kannski ekki allt, þeir ætla að passa upp á ríkiskirkjuna......hægri mennirnir.

Ætla að láta fylgja hér í restina texta sem fenginn er að láni af vísindavefnum þar sem fjallað er um fasisma:

Í upphafi 20. aldar skírskotuðu fasistar mjög til ótta fólks við byltingar og óstöðugleika. Þeir álitu sig vera brjóstvörn laga og reglu, kristilegs siðgæðis og einkaeignarréttar. Jafnframt höfðuðu þeir til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem gyðingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband