Efnahagur heimsins byggir á drasli

Það hlýtur að þurfa að fara fram heildar endurskoðun á efnahagskerfi heimsins. Lönd lifa orðið á viðskiptum sín á milli. Og með hvað? Stór hluti þessara verslunarvöru eru óþarfa munaðarhlutir.

Til að mynda hefur samdráttur í bílaútfluttning Japana í janúar dregist saman um 69%. Er það eitthvað slæmt ef maður lítur á heildarmyndina. Það eru þá færri sem keyra sem leiðir til minni mengunar og gömlu bílarnir látnir endast lengur. Er nýtni ekki diggð?

Japanska ríkisstjórnin ættlar að veita Japönum 130 dollara hverjum til þess að auka neysluna, það er keyra áfram ofneyslu samfélagið.

Hér á landi er álframleiðsla eina leiðin til atvinnusköpunar í margra augum. En spáir einhver hvað er framleitt úr þessu áli? Eru það brýnar nauðsynjavörur? Eru það svo mikilvægir hlutir að þeir að það sé verjandi að framleiða þá miðað við þá eyðileggingu sem framleiðslan veldur?

Ég vil enn og aftur minna á að bara með því að framleiða matinn okkar sjálf getum við skapað þúsundir starfa. Starfa sem kosta bara pínulítinn hluta þess sem hvert starf í álbræðslu kostar samfélagið.


mbl.is Kreppan dýpkar í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband