Framsókn sængar með íhaldinu

Það læðist að manni sá grunur að Höskuldur Þórhallson þingmaður Framsóknar hafi ekki verið að hugsa um vönduð vinnubrögð og þjóðarhag þegar hann neitaði að afgreiða seðlabankafrumvarpið úr nefnd í gær. Þarna er verið að halda áfram með þau vinnubrögð stjórnmálamanna sem almenningur er búinn að fá nóg af.

Hvers vegna styður fólk Framsóknarflokkinn. Hvað hefur hann upp á að bjóða sem ekki fyrirfinnst í öðrum flokkum. Ég held að menn séu oft á tíðum tengdari nafni flokks en stefnu hans.

Það hefur varla verið áður jafn mikill ábyrgðarhluti að kjósa eins og í næstu kosningum og ég vona að menn beiti átkvæði sýnu á ábyrgann hátt. Hverjir eru það sem leitt hafa þjóðina þangað sem hún er komin? Það voru sjálfstæðismenn og að stórum hluta framsóknarmenn. Ætlar fólk í alvöru að styðja þessa flokka áfram?

Ég verð að viðurkenna þegar ég sé í könnunum að um fjórðungur þjóðarinnar styður enn Sjálfstæðisflokkin þá fallast manni nær hendur. Þessu fjólki hlýtur að finnast gott aðláta níðast á sér.


mbl.is Seðlabankalög á dagskrá þingsins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mikil eru áhrif og völd Sjálfstæðisflokksins, því ef hann ásamt Framsókn og Samfylkingunni bera alla ábyrgð á hruni bankakerfisins hér á landi þá hljóta þér að einnig að bera ábyrgð á alheims fjármálahruninu, sem er í gangi þessa dagana, eða hefur þú kannski ekki tekið eftir því.

Ég verð nú að segja það honum Höskuldi til hróss að hann kýs að taka til athugunar þær tillögur sem Evrópusambandið er að leggja fram varðandi seðlabanka áður en hann tekur afstöðu til þessa mjög svo óvandaða og lélega frumvarps sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram um Seðlabankann. Annars var ekki við öðru að búast en að það yrði óvandað þegar það er samið á örfáum dögum og tilgangurinn sá einn að koma seðlabankastjóra frá. Ég held einmitt að Höskuldur hafi hugsað um þjóðarhag og látið flokkshag og pólitík lönd og leið þegar hann vildi fresta umfjöllun um frumvarpið. Það skiptir okkur öllu máli að um Seðlabankann gildi góð lög sem menn eru sáttir við þannig að Seðlabankinn verið það afl í fjármálalífinu okkar sem það á að vera. Og til þess að tryggja það sem best er meira að segja viðunandi að hafa Davíð í nokkra daga í viðbót sem Seðlabankastjóra (ásamt Eiríki, sem þó er næstum aldrei nefnur né neitt fjallað um, hvað þá að hann hafi veriðópinberlega úhrópaður á Austurvelli).

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Sæll Sigurður

Höskuldur sagði í Kastljósinu í gær að hann vildi sjá skýrsluna og ef ekkert athugavert væri í henni væri hægt að afgreiða frumvarp um seðlabanka strax á fimmtudaginn. Ég grunar að þessi skýrsla sé að minnsta kosti nokkrir tugir blaðsýðna svo að það ætti að taka einhvern tíma að fara í gegn um hana og taka afstöðu til innihaldsins. En Höskuldur virðist búinn að gefa sér að hann láti málið fara fram á fimmtudaginn, fagleg vinnubrögð það.

Heldur þú í alvörunni að það sé þjóðinni fyrir bestu að hafa núverandi seðlabankastjóra enn í bankanum. Það er nær öruggt að það mun hafa jákvæð áhrif á gengi krónunnar ef að seðlabankastjórarnir víkja.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 24.2.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband