Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.8.2009 | 14:02
Versla íslenskt
Að versla íslenskt skapar tekjur fyrir einstaklinga og ríkissjóð. Til að mynda þá er innan við helmingur þeirrar matvöru sem við neytum íslensk framleiðsla. Ef allur almenningur tæki nú upp á því að versla eingöngu íslenska matvöru gætum við sparað tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna kaupa á erlendri matvöru og einnig skapað þúsundir starfa í matvælaframleiðslu og afleiddum störfum.
En nú hefur Íslenska þjóðin enn og aftur verið að vinna gegn sjálfri sér og nú síðast með aðildarumsókn að ESB. Þessi ráðstöfun kemur algerlega í veg fyrir að nokkur hugi að fjárfestingum og atvinnusköpun í landbúnaði.
Minni tekjur og meiri útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2009 | 09:39
Hamfarakapítalisminn í framkvæmd
Kaup Magma Energy í Íslensku orkufyrirtæki er bara forsmekkurinn af því sem koma skal. Nú vakta hrægammar kapítalismans Ísland til þess að komast yfir auðlyndir okkar á útsöluverði.
Ríkið þarf að kæfa þessa þróun í fæðingu og sýna umheiminum fram á að Ísland sé ekki til sölu. Þetta þarf að gera með öllum ráðum, sama hvað það kostar.
Við erum í kreppu og þurfum að nota óvenjulegar aðferðir. Ein væri til dæmis að banna með lögum vegna hins erfiða ástands sem landið er í að ríki og sveitafélög megi ekki selja hvorki fyrirtæki né fasteignir til einkaaðila nema með mjög ströngum skilyrðum og að undangenginni ítarlegu ferli sem koma ætti í veg fyrir alvarleg mistök.
Þessi tónn sem hljómar hjá Skúla Helgasyni er ekki fagur. Þarna er á ferðinni annaðhvort uppgjöf fyrir ástandinu eða hreynlega að Skúli aðhyllist þá hugmyndafræði sem beitt af auðvaldinu þegar þjóðir lenda í kreppu.
Segir óraunhæft að ríkið kaupi hlut í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2009 | 10:18
Skólamáltíðir eiga að vera ókeypis
Skólamáltíðir eiga að sjálfsögðu að vera ókeypis. Það er góð og sjálfsögð leið til kjarajöfnunar og kemur algerlega í veg fyrir að börnin séu svöng í skólanum eða verði að ganga í gegn um þá niðurlægingu að fá matinn á einhverjum öðrum forsendum en þau börn sem koma frá efnaðari heimilum.
Við kæru samborgarar verðum bara að borga hærri skatta ef nauðsynlegt er til þess að til komi ókeypis skólamáltíðir.
Sagt að semja um eldri skuld til að fá nýja mataráskrift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 12:17
ghsfgjhf
22.7.2009 | 12:45
illa farið með tímann
Sá þrýstingur sem Bretar og Hollendingar beita okkur í Icesave málinu ætti ekki að koma á óvart og það er hreinn barnaskapur að halda að veröldin virki á einhvern annan hátt. Sá sterki notar afl sitt til þess að koma vilja sínum fram.
Ein ömurleg hlið á þessu máli er að til þessa hefði ekki komið ef Já hluti þingmanna VG hefði ekki misnotað umboð sitt frá kjósendum og hleypt málinu í gegn. Þetta tónar óneytanlega við gjörning þeirra Davíðs og Halldórs þegar þeir settu Ísland á lista hinna viljugu þjóða algerlega umboðslaust og ég segi eins og svo margir í því máli: Ekki í mínu nafni.
Já hópur þingmanna VG sýndi landi og þjóð svívirðilega lítisvirðingu með með því að meta líf þessarar ríkisstjórnar meira virði en stjálfstæði þjóðarinnar.
Ræðir við Bildt um ESB umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009 | 12:30
illa farið með tímann
Sá þrýstingur sem Bretar og Hollendingar beita okkur í Icesave málinu ætti ekki að koma á óvart og það er hreinn barnaskapur að halda að veröldin virki á einhvern annan hátt. Sá sterki notar afl sitt til þess að koma vilja sínum fram.
Ein ömurleg hlið á þessu máli er að til þessa hefði ekki komið ef Já hluti þingmanna VG hefði ekki misnotað umboð sitt frá kjósendum og hleypt málinu í gegn. Þetta tónar óneytanlega við gjörning þeirra Davíðs og Halldórs þegar þeir settu Ísland á lista hinna viljugu þjóða algerlega umboðslaust og ég segi eins og svo margir í því máli: Ekki í mínu nafni.
Já hópur þingmanna VG sýndi landi og þjóð svívirðilega lítisvirðingu með með því að meta líf þessarar ríkisstjórnar meira virði en stjálfstæði þjóðarinnar.
7.5.2009 | 13:45
Ríkasta land í heimi?
Þær eru margar mótsagnirnar í heiminum. Nú berast fréttir um sveltandi fólk í USA. Eitthvað hefur nú kapítalisminn klikkað og hinn frjálsi markaður á eitthvað efitt með að leiðrétta sig. Hin ósýnilega hönd ber nafn með renntu og spurningin er hvort hún sé til á annað borð.
Ósýnilega höndin á það sameiginlegt með hinum svo kallaða Guði almáttugum að alrei hefur sést til þeirra og þegar á þarf að halda verður oft minna úr þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar.
En hvað um það er ekki mál að linni og farið verður að hugsa þjóðfélagsgerð hins vestræðna heims upp á nýtt þar sem meira er hugað að þörfum hins almenna borgara en ekki eingöngu um að greiða götu fjármagnsins í þeirri von að þeir allra ríkustu hirði ekki alveg allan gróðan en láti nú nokkra brauðmola falla niður til almúgans.
17% bandarískra barna yngri en 5 ára gætu soltið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 20:28
Til hvers viðræður
Það eru atriði sem eru á hreinu varðandi ESB aðild sem engum hefur tekist að semja sig frá og það er hnignun landbúnaðar og skerðing á fullveldi þjóða.
Annað er að ESB er síbreitilegt fyrirbæri sem verður ekkert eins eftir 50 ár ef það verður þá til. ESB er alltaf að líkjast meir og meir þjóðríki sem hugsar um hagsmuni sína í heild en ekki hagsmuni hvers ríkis og á ég þá t.d. við í orku og sjávarútvegsmálum.
Ísland þarf ekki á ESB að halda. Við vinnu okkur með tímanum út úr kreppunni. Þegar þjóðarleiðtogar heimsins koma saman um þessar mundir og ræða úrlausnir kreppunnar þá ber ætíð á góðma hjá þeim hin raunverulegu vandamál sem er skortur á orku, vatni og mat. Ísland á nóg af þessu öllu og getur vel séð um sig sjálft með ef eingöngu örlítilli skynsemi er beitt.
61,2% vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 16:42
Hægt að gera betur
Ef Íslendingar sameinast í að kaupa innlennda framleiðslu þá gætum við sparað enn meiri gjaldeyri og aukið umsvif í atvinnulífinu.
Enn er því svo komið að við framleiðum einungis tæplega helming þeirrar fæðu sem neytt er í laninu. Á sýðasta ári var fluttur inn matur og drykkjarvara fyrir rúma 40 milljarða króna.
Þarna getum við gert mun betur með því að framleiða meira af fæðu okkar sjálf. Það myndi skapa störf og spara gjaldeyri. Í kaupbæti myndum við svo stórauka fæðu öryggi okkar sem er ekki upp á marga fiska.
Landbúnaðarstörf eru væntanlega ódýrustu störf sem við getum búið til því aðstaðan er fyrir hendi. Þau gripahús sem til eru í landinu gætu rúmað mun meiri framleiðslu en gert er í dag, fólk er á lausu, vélar og tæki eru til, nægt land og markaðurinn er hér til staðar. Því ekki að hefjast handa.
Ps. þessi uppbygging væri reyndar ekki til neins ef ákveðið væri síðan að ganga í ESB
Áfram afgangur af vöruskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 15:02
Vægi atkvæða
Skilyrði Borgarahreyfingarinnar eru í það heila svona hjal á almennum nótum. En varðandi jafnt vægi atkvæða allra landsmanna þá verður að velta þeirri spurninigu upp hvað sé rétt og hvað sé rangt í þeim efnum. Slíkar atkvæðagreiðslur geta byggt á jöfnu vægi allra landsmanna, að öll kjördæmi verði að samþykkja niðurstöðuna og svo framveigis.
Er það sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni að t.d. íbúar suð-vesturlands geti ákvarðað að allt landið gangi í ESB.
Setja þrjú skilyrði fyrir ESB-viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |