Til hvers viðræður

Það eru atriði sem eru á hreinu varðandi ESB aðild sem engum hefur tekist að semja sig frá og það er hnignun landbúnaðar og skerðing á fullveldi þjóða.

Annað er að ESB er síbreitilegt fyrirbæri sem verður ekkert eins eftir 50 ár ef það verður þá til. ESB er alltaf að líkjast meir og meir þjóðríki sem hugsar um hagsmuni sína í heild en ekki hagsmuni hvers ríkis og á ég þá t.d. við í orku og sjávarútvegsmálum.

Ísland þarf ekki á ESB að halda. Við vinnu okkur með tímanum út úr kreppunni. Þegar þjóðarleiðtogar heimsins koma saman um þessar mundir og ræða úrlausnir kreppunnar þá ber ætíð á góðma hjá þeim hin raunverulegu vandamál sem er skortur á orku, vatni og mat. Ísland á nóg af þessu öllu og getur vel séð um sig sjálft með ef eingöngu örlítilli skynsemi er beitt.

 


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Af hverju ekki viðræður?

Það sem er alveg á hreinu varðandi Ísland að við erum stödd í hnignun sem ekki er séð fyrir endann á og þeirri hnignun og fjárhagslegu ósjálfstæði fylgir skerðing á fullveldi þjóðarinnar.

Staða þjóða er síbreytileg og ekkert sem segir að eftir 50 ár verði Ísland samanburðarhæft við önnur vestræn ríki. Ákveðin hópur ESB andstæðinga hér á landi líkist stöðugt meira sérhagsmunahóp sem hugsar ekki um hagsmuni heildarinnar heldur aðeins eigin og ímyndaða hagsmuni sem enga raunverulega meiningu hafa. Trú þessa hóps er rekin áfram af hagsmunaaðilum innan sjávarútvegsins og að hluta til bændastéttarinnar.

Ísland þarf á ESB að halda. Án ESB vinnum við okkur e.t.v. út úr kreppunni, en án ESB losum við okkur ekki við verðtryggð lán og munum aldrei ná neinum stöðugleika, hvorki í atvinnulífi né einkalífi manna. Ísland getur vissulega séð um sig sjálft að því leyti að við getum drukkið mjólk, borðað lambakjöt og klæðst ullarvörum, en það er alveg ljóst að með því erum við að afsala okkur þeim lífsgæðum sem við höfum átt að venjast. Gangi ykkur vel með það.

Einar Solheim, 6.5.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Sæll Einar

Ég tilheyri bændastéttinni og hjá bændum er þetta spurning upp það að komast af eða hætta að búa. Einnig er þetta stórmál fyrir þjóðina í heild því við samdrátt í landbúnaðarframleiðslunni skerðist fæðuöryggi okkar svo um munar.
Við höfum byggt Ísland upp án ESB til þess að vera þjóð í fremstu röð og þá á ég við hvernig landið var fyrir hið svo kallaða góðæri.
Við getum vel lifað áfram í hagsæld á Íslandi án ESB og það er sorglegt að vita að til eru Íslendingar sem hafa ekki meiri trú á sér en það að halda að við getum ekki séð um okkur sjálf.
Síðan spyr ég hvers konar lífsgæði viljum við. Eum við ánægð undir stjórn annara bara ef við fáum popp og tiggjó með reglulegu milli bili.
Fyrir mér er í lagi að hafa ekki efni á að fara árlega til útlanda eins og háttur er hjá mörgum. Lífsins gæði felast í svo mörgu öðru en peningum.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 6.5.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Umræðan um Evrópumál hér á landi á undanförnum vikum og mánuðum hefur verið nokkuð sérstök á köflum. Einhverjir hafa þannig lýst þeirri skoðun sinni að hefja beri viðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið til þess að fá einhvern botn í málið eins og það hefur verið kallað. Það er eins og þessir aðilar ímyndi sér að ef slíkar viðræður færu fram og þjóðaratkvæði yrði haldið um málið yrði það afgreitt um aldur og ævi. Þar með fengist einhvers konar lokapunktur í það og í framhaldinu væri hægt að taka það hreinlega af dagskra. Það væri einfaldlega afgreitt. Fátt er þó fjarri lagi.

Frændur okkar Norðmenn hafa tvisvar afþakkað inngöngu í Evrópusambandið og forvera þess sem ekki hefur breytt því að enn er tekizt á um málið þar í landi rétt eins og áður. Umræðan um Evrópumálin hófst aftur strax daginn eftir að þjóðaratkvæðin fóru fram eins og ekkert hefði í skorizt. Sama á við um þjóðir sem hafa gengið í Evrópusambandið eins og t.d. Dani og Svía. Þar hefur umræðan ekki hætt nema síður sé. Hins vegar er það svo að þjóðum sem hafna inngöngu er gert að kjósa aftur og aftur um hana þar til hún fæst samþykkt en sé innganga samþykkt er aldrei kosið um hana aftur.

Þegar er vitað í langflestum tilfellum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér fyrir okkar Íslendinga. Innganga þýddi endalok íslenzks lýðræðis og fullveldis þar sem ákvarðanir um flest íslenzk mál yrðu ekki lengur teknar af fulltrúum íslenzkra kjósenda heldur stjórnmálamönnum annarra þjóða og þó fyrst og fremst embættismönnum Evrópusambandsins sem enginn kýs og sem hafa því ekkert lýðræðislegt umboð frá neinum. Yfir þessum aðilum hefðum við Íslendingar ekkert að segja og enga möguleika á að hafa áhrif á. Örlög okkar sem þjóðar væru ekki lengur í okkar eigin höndum heldur annarra.

Yfirráðin yfir auðlindinni í hafinu í kringum landið okkar færðust til Evrópusambandsins sem eftirleiðis tæki ákvarðanir um flest sem viðkæmi sjávarútvegi hér á landi. Engin trygging væri fyrir því að aflaheimildum við Ísland yrði eftirleiðis einungis úthlutað til Íslendinga og ekkert gæti komið í veg fyrir að þær færðust í hendur erlendum aðilum. Íslenzkur landbúnaður yrði fyrir miklum áföllum og liði að miklu leyti undir lok sem aftur setti fæðuöryggu landsmanna í algert uppnám. Við yrðum svipt frelsi okkar til þess að semja með sjálfstæðum hætti um t.a.m. viðskipti og fiskveiðar við ríki utan Evrópusambandsins en þar er um gríðarlega hagsmuni að ræða. Og svona mætti lengi halda áfram.

Hvað gæti mögulega komið út úr viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem gæti skákað því sem nefnt er hér að ofan? Það að vilja fara í slíkar viðræður er í raun eins og að ætla að semja um viðskipti við aðila sem vitað er að mun fara illa með mann þó að einhverju leyti sé kannski vafi á því nákvæmlega hversu illa. Það fer einfaldlega bezt á því að við Íslendingar höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð og standa vörð um okkar eigin hagsmuni. Það gera það ekki aðrir fyrir okkur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 21:57

4 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Heyr Heyr Hjörtur vel mælt

Það er lík áhugavert að bera 3. og 25. grein mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna við hinn opna markað ESB. Að mínu viti stenst hinn opni markaður ekki þessi tvö ákvæði en meira um það sýðar.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 6.5.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Einar Solheim

Hefur bændastéttin blómstrað undanfarið? Ég vildi líka ESB í "góðærinu". Það er sama hvort um er að ræða bændastétt eða annan atvinnurekstur, þá gengur ekki að þurfa að standa í því að takast á við síhækkandi lán, óvissu um fjármögnun, óvissu um greiðslubyrði lána, óvissu um aðgang að mörkuðum, og svo ekki sé talað um viðskiptaumhverfi sem umheimurinn mun ekki treysta næstu 30 árin göngum við ekki í ESB. Einnig á almenningur ekki að þurfa að greiða 130 milljónir af 30 milljóna króna láni, þegar almenningur í öðrum vestrænum rikjum greiða undir 60 milljónir. Þetta er skattur sem er algjörlega óásættanlegur fyrir okkur á Íslandi.Þannig var ástandið fyrir kreppu og fyrir góðærið. Stöðugar gengisfellingar og lífsskilyrði sem okkur tókst að falsa með því að vinna 50 stunda vinnuviku. Við erum ekki jafn ólík öðrum þjóðum og við höldum. Vestrænar þjóðir telja hagsmunum sínum betur varið innan bandalaga (á við ESB), og þær hafa ekki rangt fyrir sér. Þar eigum við líka heima og það muna allir sá eftir að þangað verður komið. Hvenær sem það verður.

Einar Solheim, 6.5.2009 kl. 22:15

6 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Ég er alveg sammála þér varðandi ósanngirni lánafyrirkomulagsins. En öll kerfi eru bara mannanna verk og þeim er hægt að breyta.
Þessi 50 stunda vinnuvika er tilkominn vegna krafna um lífsgæði. Það er hægt að vinna aðeins minna og lækka bara standardinn í aðkeyptum lífsgæðum. Nú veit ég vel að það eru alltaf einhverjir það tekjulágir að þeir verða að vinna mikið en þannig er því einnig varið innan ESB jafnt og annarsstaðar.
Bændur eru ekki að blómstra en hafa það að jafnaði betra en bændur innan ESB og það er eingöngu okkar póitíska ákvörðun hvort bændur blómstri eða ekki. Hingað til hafa ríkisstjórnir okkar ekki verið tilbúnar að láta bændur njóta erfiðis síns en vonandi boðar ný ríkisstjórn betri tíma í þeim efnum. Ef við værum í ESB hefðum við ekki einu sinni þennan möguleika.
Og það er alveg einkennilegur andskoti að tæp 30% þjóðarinnar hafi kosið flokk sem treystir sér ekki til þess að stjórna.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 6.5.2009 kl. 22:30

7 identicon

"endalok íslenzks lýðræðis og fullveldis"

"embættismönnum Evrópusambandsins sem enginn kýs"

"enga möguleika á að hafa áhrif á"

Hjörtur minn þú hefur nú ekki mikið vit á því sem þú ert að skrifa. Þetta er mjög óábyrgt af þér, ekki viltu detta í þann pakka að vera ómálaefnalegur er það? Þá mun fólk hætta að taka mark á þér.

Beggi minn ég á bágt með að trúa því að þú lofir svona alhæfingar, sem eru algjörlega út í loftið. Ég skil vel þínar athugasemdir við Evrópusambandið, en það er algjörlega tilefnislaust að ljúga upp á það og líkja því við, ja, helvíti?

Bjarki Ármann Oddsson

Bjarki Ármann Oddsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:31

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þeir sem efast um orð Hjartar og aðrir sem eru fylgjandi viðræðum vegna þess hve mikið er talað um þær ætti að kynna sér skýrslu Evrópunefndar.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.5.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Einar Solheim

Það sem þú og fleiri virðast bara ekki ætla að skilja er að með krónuna að vopni þá erum við dæmd til óstöðugleika, verðbólgu og áhugaleysi erlendra fjárfesta.  Þetta er engin áróður, heldur er þetta bara mjög einföld staðreynd.

Krónan er gjaldmiðill sem enginn treystir.  Það er ekkert nýtt - þannig hefur það alltaf verið þó svo að traustið sé eflaust í lágmarki í dag.  Ímyndum okkur erlendan fjárfesti.  Hann hefur áhuga á að fjárfesta í litlum tækni/tölvufyrirtækjum.  Hann býr í Þýskalandi.  Hann getur leitað uppi fjárfestingarkosti um allt Evrusvæðið.  Hann fjárfestir í fyrirtæki á Spáni og 15% verðmætisaukning fyrirtækisins skilar sér í vasa fjárfestisins sem 15% ávöxtun.  Fjárfesti hann hinns vegar á Íslandi, þá þarf hann að taka inn í myndina að íslenska krónan er sögulega veik mynnt.  Hann getur alltaf á von á 10-20% gengisfalli, enda hefur enginn áratugur liðið frá upphafi króunannar án þess að slíkt gengisfall hafi verið raunin (yfirleitt handstýrt gengisfall).  Þetta þýðir að erlndi fjárfestirinn þarf ekki aðeins að ávaxta fé sitt um verðmætisaukningu fyrirtækisins, heldur þarf hann að ná fram viðbótarvermætishækkun til að vega upp á móti gengisfalli.  Geri hann 15% ávöxtunarkröfu í Evrulandi, þá þarf sambærilegt íslenskt fyrirtæki að skila mun betri árangri til að það borgi sig að fjárfesta á Íslandi.  Stærsti gallinn er að út af þessari gengisáhættu, þá hreinlega forðast menn að fjárfesta í landi okkar og þjóð, sem heftir gífurlega nýsköpunarmöguleika á Íslandi.

Þessi óstöðugleiki og gengisáhætta er einnig ávísun á verðbólgu.  Það er bara svo einfalt að þar sem íslenska krónan er sögulega veik, þá er það sjálfkrafa ávísun á hærri verðbólgu en hjá þeim ríkjum sem sameinast um mynt og efnahagsstjórnun.  Þetta þýðir að sparifjáreigendur hafa 3 möguleika.  Fjárfesta erlendis (sem er mjög spennandi fyrir íslenska fjárfesta þar sem þá fá þeir erlenda vexti plús gengisveikingu krónunnar), lána á Íslandi á mjög háum vöxtum, eða lána verðtryggt.  Á Íslandi er ekki sá möguleiki til staðar að lána á óverðtryggðum lágum vöxtum.  Þannig myndi verðmæti raunvirði sparnaðarins rýrast, og það er nokkuð ljóst að slíkt sætta sparifjáreigendur sig að sjálfssögðu ekki við.  Það er því hægt að afnema verðtryggingu, en verði það gert þá mun almenningur þurfa að sætta sig við 10-20% vexti á fasteignaláni sínu.  Slíkt ræður enginn við.  

Þetta er því ekkert flókið.  Króna = Verðbólga = Verðtryggð lán.

Það að vilja ganga í ESB er því ískalt hagsmunamat.  Það er hreinlega ótrúlegt að fólk skuli ekki sjá þetta, eða að menn skulu bara yfirleitt leyfa sér að loka augunum fyrir þessu.  Án ESB og Evru er alveg klárt að við munum um ókomna tíð greiða 130 milljónir af 30 milljóna láni á meðan Evruíbúar greiða 60.  Ert þú til í að ganga í ESB fyrir 70 milljónir?

Einar Solheim, 7.5.2009 kl. 08:08

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Einar.  Áratugurinn 1991 - 2000 var reyndar mjög stöðugur hvað varðar gengi og verðbólgu.  Með réttri hagstjórn ætti að vera hægt að halda þess háttar hér aftur, meir að segja með krónu.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.5.2009 kl. 08:22

11 identicon

Afhverju ættu bara þeir sem efast um orð Hjartar og eru fylgjandi viðræðum að kynna sér skýrslu Evrópunefndar? Vegna þess að andstæðingar ESB þurfa ekkert að lesa sér til?

Eins og hefur oft komið fram, og síðast í fréttum RÚV í gær, eykst stuðningur við aðild sambandsins með betri menntun, ætli það sé vegna þess að menntamennirnir séu svo illa að sér? eða vegna þess að þeir sjá í gegnum hræðsluáróður ýmissa hagsmunahópa?

Ég hef lesið þessa skýrslu, og er fátt annað hægt að lesa úr henni en að Íslendingum hafi farnast mjög vel vegna sterks sambands við Evrópu. Svo getur fólk auðvitað túlkað hana hvernig sem þeir vilja, hvort sem þeir segja að glasið sé hálf tómt eða hálf fullt. 

Bjarki Ármann Oddsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 08:32

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já Bjarki.  Auðvitað eiga allir að lesa þessa skýrslu, hvort sem fólk er með eða á móti.

Menntun hefur ekkert um það að segja hvort fólk hafi kynnt sér Evrópusambandið, og menntað fólk hefur stutt ýmislegt sem hefur ekki gengið vel, t.d. að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.

Skýrslan sjálf er vel unnin og kemur inn á það að aðild að EFTA og EES hefur gagnast okkur vel.  Þegar aftur er komið inn á aðild að ESB þá eru teknir bæði kostir og gallar.  Margt af því sem stuðningsfólk að ESB aðild heldur fram er hrakið í þessari skýrslu.  En ef fólk les þessa skýrslu þá á það meiri möguleika að komast að sjálfstæðri og upplýstri skoðun, hver svo sem hún verður.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.5.2009 kl. 09:40

13 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Varðandi menntunina þá er hún yfirleitt af hinu góða. En gæti verið að þeir sem meira menntaðir eru séu fjarlægari grunn greinum atvinnulífsins og því fyrtari hvað það raunverulega er sem drýfur samfélagið áfram og lífið sjálft?

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 7.5.2009 kl. 10:26

14 Smámynd: Einar Solheim

Ég held að þessi kenning þín sé ekki rétt Guðbergur.  Sjálfur kem ég frá sjávarplássi fyrir austan.  Ég veit allt um mikilvægi sjávarútvegs.  Ég kann líka sérlega vel að meta íslenskan landbúnað.  Ég greiði t.d. aukalega fyrir kjöt af lífrænt ræktuðum íslenskum lömbum, þó svo að þau séu e.t.v. ekkert mikið öðruvísi en önnur íslensk lömb (sem ég ætla þó ekki að halda fram að séu ólífræn :) ).

Hins vegar á ég stóran hluta af fjölskyldu minni erlendis og ég hef í gegnum starf mitt þurft að hitta og umgangast fólk frá flestum löndum Evrópu.  Þetta fólk lifir ekki sama spennulífi og við.  Það þarf ekki að líta á utanlandsferðina síma sem áhættufjárfestingu, af því að eftir því hvað gengið er þá gæti ferðin allt eins orðið miklu dýrari en það hafði efni á.  Lánin þeirra lækka, og í slæmu efnahagsástandi eins og núna fara vextirnir niður og ráðstöfunartekjur þeirra aukast talsvert!!!!  Á sama tíma á Íslandi, þá legst allur þungi kreppunnar á almenning í landinu.  Skuldarar taka skellinn.

Íslenskur landbúnaður hefur verið lengi í vandræðum.  Kerfið er allt of dýrt.  Í gegnum góðærið var þó hægt að halda því uppi.  Nú mun landbúnaðurinn lenda í enn meiri vandræðum - ESB eða ekki ESB.  Það þykir mér auðvitað sorglegt.  En það er líklega ekkert sem ESB getur gert til að gera stöðuna verri.  Þeir sem eru verst staddir í landbúnaðinum eru líklega þeir sem hafa nýlega farið í gegnum mikklar fjárfestingar (t.d. á hátækni kúabúum) og voru með lán í erlendum myntum.  Þetta fólk hefði ekki verið í sömu vandræðum innan ESB og með Evruna.  En ég hef bullandi trú á Íslenskum landbúnaði og hann mun lifa af.  Ég er ekki að segja að allir sem eru bændur í dag muni vera bændur eftir 15 ár, en þannig er einfaldlega staðan hvort sem gengið verður í ESB eða ekki.

Ég held að málið sé að hinir ómenntuðu eru meðtækilegri fyrir áróðri.  Ég er síður en svo að segja að það sé eitthvað verr gefið - gáfaðasta fólk sem ég þekki þurfti enga menntun til að vera gáfað.  Það sér frekar í gegnum hræðsluáróðurinn og leggur sig fram við að skilja ESB og afleiðingar þess.  Ég þoli t.d. ekki þegar fólk er að segja "ég get ekki tekið afstöðu til ESB af því að það vantar upplýsingar".  Það er til miklu meira en nóg af upplýsingum!  Menn þurfa bara að geta meðtekið þær og sóst eftir þeim.

Annars er mér nokkuð sama hvað þið gerið.  Ég ætla mér að flytja erlendis (búinn að fá starf) og þið getið gert það sem þið viljið á Íslandi.  Ég vona þó auðvitað að Íslendingar gangi í ESB því Íslendingar eiga einfaldlega betra skilið en það umhverfi sem krónan hefur upp á að bjóða.

Einar Solheim, 7.5.2009 kl. 14:23

15 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Einar.  Ég er sammála þér varðandi upplýsingarnar.  Þær eru allflestar til staðar og fólk ætti að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir út frá þeim.  Það er gott að þú skulir hafa gert það, því það er of mikið af fólki með báðar skoðanir sem hafa ekki kynnt sér málin sem éta svo upp áróðursþvæluna sem kemur beggja vegna frá.

Annars óska ég þér góðs gengis erlendis.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.5.2009 kl. 15:51

16 Smámynd: Einar Solheim

@Axel: Takk fyrir það. Ég er reyndar ekki að fara til Evrulands, heldur til Noregs. Maður nánast gleymir því að það sé kreppa meðan maður er hérna úti :)

Einar Solheim, 7.5.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband