Hægt að gera betur

Ef Íslendingar sameinast í að kaupa innlennda framleiðslu þá gætum við sparað enn meiri gjaldeyri og aukið umsvif í atvinnulífinu.

Enn er því svo komið að við framleiðum einungis tæplega helming þeirrar fæðu sem neytt er í laninu. Á sýðasta ári var fluttur inn matur og drykkjarvara fyrir rúma 40 milljarða króna.

Þarna getum við gert mun betur með því að framleiða meira af fæðu okkar sjálf. Það myndi skapa störf og spara gjaldeyri. Í kaupbæti myndum við svo stórauka fæðu öryggi okkar sem er ekki upp á marga fiska.

Landbúnaðarstörf eru væntanlega ódýrustu störf sem við getum búið til því aðstaðan er fyrir hendi. Þau gripahús sem til eru í landinu gætu rúmað mun meiri framleiðslu en gert er í dag, fólk er á lausu, vélar og tæki eru til, nægt land og markaðurinn er hér til staðar. Því ekki að hefjast handa.

Ps. þessi uppbygging væri reyndar ekki til neins ef ákveðið væri síðan að ganga í ESB


mbl.is Áfram afgangur af vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband