Versla íslenskt

Að versla íslenskt skapar tekjur fyrir einstaklinga og ríkissjóð. Til að mynda þá er innan við helmingur þeirrar matvöru sem við neytum íslensk framleiðsla. Ef allur almenningur tæki nú upp á því að versla eingöngu íslenska matvöru gætum við sparað tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna kaupa á erlendri matvöru og einnig skapað þúsundir starfa í matvælaframleiðslu og afleiddum störfum.

En nú hefur Íslenska þjóðin enn og aftur verið að vinna gegn sjálfri sér og nú síðast með aðildarumsókn að ESB. Þessi ráðstöfun kemur algerlega í veg fyrir að nokkur hugi að fjárfestingum og atvinnusköpun í landbúnaði.

 


mbl.is Minni tekjur og meiri útgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband