1-0 fyrir frjálshyggjunni

Jæja það er þá einnig byrjað vaðandi væntanlegar olíu auðlindir þjóðarinnar. Alheimskapítalisminn sem skapað hefur svo mikkla hagsæld hérlendis ætlar að kenna okkur aðeins um skattamál. Hann er að minna okkur á hvað stefna fyrrverandi ríkisstjórna undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur gefið góða raun. Lækkið skatta og fyrirtækin munu skapa ykkur ómælda velsæld.

Það er eins og maður hafi heyrt þennan söng áður og spennandi verður að fylgjast með hvort VG lætur enn einu sinni beygja sig í ríkistjórnarsamstarfinu og fari að spila með hinu kapítalíska hagkerfi, ég veit að Samfylkingin er til.

Maður sér hér á blogginu að fólk er að krefjast þess að skattarnir verði lækkaðir vegna þess að við verðum á fá þessar rannsóknir og verðum að fá atvinnu. Þetta er akkúrat tónninn sem auðvaldið vill heyra. Nú eru Íslendingar upp til hópa eins og rollur í rétt AGS og alheimskapítalismanns. Hvað hafa ekki margar þjóðir farið enn ver út út kreppum vegna þess að þær ætla að rétta sig af með skindilausnum. Ætlum við að vera jafn vitlaus.

Nei fjandinn hafi það. Við skulum fast í fæturnar og ef erlendir aðilar vilja fá hlutdeild í nýtingu okkar auðlinda þá skulu þeir fá að borga sanngjarnt verð fyrir.

Ég vona að sjálfsvirðing og stolt íslendinga sé ekki alveg fyrir bí. Ég vil alla vega frekar vera kóngur í torfkofa en þræll í höll.


mbl.is Skattarnir afar íþyngjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, ert þú ekki í vitleysu landi? mér skilst á þínum skrifum að þér myndi lýða best austantjalds einhversstaðar!

Óskar (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband