Velsæld vesturlanda haldið uppi af þrældómi 3 heimsins

Það er engin tilviljun að vesturlandabúar lifi við þau bestu kjör sem þekkjast. Við byggðum okkur upp á nýlendutímanum með því að arðræna þriðja heiminn og stöndum okkur bara ágætlega í því enn.

Svo eru það mótsagnirnar. það má ekki flytja inn ódýrt vinnuafl því það skaðar hag innlends verkafólks og getur skapað atvinnuleysi meðal íslendinga en það má flytja inn vörur sem ódýrt vinnuafl hefur framleitt. Hver er munurinn?

Tökum grænmetisbændur sem dæmi. Hérlendis standa gróðurhús ónotuð hluta úr ári vegna hás raforkuverðs. Á sama tíma er flutt inn grænmeti frá Hollandi og Spáni. Á spáni er grænmeti framleitt við mun hagstæðari aðstæður og starfskrafturinn er ólöglegt vinnuafl frá afríku sem þiggja skíta laun fyrir vinnu sína. Íslensk grænmetisframleiðsla getur ekki keppt við grænmeti frá Spáni, það væri hægt ef lækka mætti launin niður úr öllu valdi en það má ekki, það má frekar flytja inn grænmeti sem framleitt er fyrir skítalaun. Það má semsagt viðhalda mannréttindabrotum annarstaðar en ekki hér.

Ég vil taka fram til að fyrirbyggja allan miskilning að ég er ekki hlinntur því að lækka laun hér, ég vil bara koma í veg fyrir skakka samkeppnisstöðu íslenskrar framleiðslu sem auðveldlega má gera með tollum. Með því að kaupa vörur sem framleiddar eru með mannréttindarbrotum viðhöldum við ástandinu.


mbl.is Illa þefjandi íþróttaskór rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband