Viðleitni til sjálfseyðingar

Trúir einhver í raun að Davíð Oddson eigi eftir að bjarga Mogganum. Að hann eigi eftir að flytja óháðar fréttir eða fréttir sem setja eitthvað út á hans störf sem stjórnmálamanns eða seðlabankastjóra eða einhverra af hans dyggu stuðningsmönnum og flokksfélögum. Heldur einhver að Moggin eigi eftir að vera gagnrýnin út í þátt stjórnmála manna í aðdraganda hrunsins.

Sýðan er bara fyndið að sjá hvað eigendur blaðsins segja um forsögu þess og framtíð, njótið vel.
"að menn vissu vel að fjölmiðlar Árvakurs nytu óskoraðs trausts þjóðarinnar og því trausti ætluðu þeir ekki að bregðast. „Við munum áfram flytja óhlutdrægar, heiðarlegar og sanngjarnar fréttir af öllu sem máli skiptir, eigendum Árvakurs jafnt sem öðrum." HA HA HA

HAHAHA


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hættum að blogga á mbl.is. Það er ein leið til að mótmæla.

Svala Jónsdóttir, 24.9.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Ég held við ættum ekki að hætta að blogga, það er einmitt það sem Davíð vill. Hann þolir ekki gagnrýni, ég held að nú ætti fólk að blogga sem aldrei fyr ef það telur vera eitthvað gagn í því.
En ég skil skoðun þína Svala.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 24.9.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Nú er er eins komið fyrir mogganum eins og fréttablaðinu og stöð 2.   Því var hugsað til að gæta hagsmuna eigendanna og höfðu þeir þann leiða vana að reka bestu fréttamennina sína eins og Kristínu Þóru Ásgeirsdóttir og Sigmun Erni, og fleiri mætti telja til.   Nú á mogginn að gæta hagsmuna kvótakónganna og tryggja það að Ísland villist ekki inn í ESB.   Af þessum og öðrum fjölmiðlahremmingum er ljóst að eignarhald yfir fjölmiðlum þarf að liggja ljóst fyrir, og vonandi verður möguleikinn til þess að sjá eignartengslin ekki í einkaeigu skattstjórans, sem nú reynir að kaupa forritið hans Jón sem á að gera eignartengslin augljós.

Þetta er  endalaus barátta að koma lýðræðinu til lýðsins og er ótrúlega erfið, því þessir menn gefast aldrei upp.

Kristinn Sigurjónsson, 24.9.2009 kl. 18:44

4 identicon

Það myndi heldur betur vera glæsilegur leikur hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að taka þá margbrotnu ákvörðun um að þagga niður í sjálfu sér.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband