Grænmetis stóriðju á Húsavík

Við Íslendingar framleiðum ekki nema um helming þess grænmetis sem við neytum. það væri bæði gjaldeyrissparnaður og atvinnuskapandi að framleiða allt okkar grænmeti sjálf. Við grænmetisframleiðsluna starfa um eitt þúsund manns fyrir utan þau afleiddu störf sem greinin skapar. Það er ljóst að það væri hægt að framleiða umtalsvert meira grænmeti í þeim gróðurhúsum sem til eru því þau standa flest ónotuð yfir há veturinn vegna hás rafmagnsverðs. En þó þau hús væru fullnýtt væri hægt að byggja upp gott grænmetis fyrirtæki á Húsavík.
mbl.is Skoða aðra orkunýtingu en til álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Kom þú og reistu þessa grænmetisverksmiðju góurinn. Þú ert ekkert of merkilegur til þess heldur. Alltaf velkominn. Hvar eru þessi ónotuðu gróðurhús? Getur þú rökstutt það sem þú ert að ræða um? Ætlar þú að flytja út grænmeti framleitt með rafmagnslýsingu? Hvar er nú umhverfissjónarmiðið?

Sigurjón Benediktsson, 4.9.2009 kl. 11:00

2 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Þetta er hugmynd í púkkið en þeir sem búa á staðnum eða eru starfandi í grænmetisgeiranum væru hentugastir í verkið. Sjálfur stunda ég annarslags búskap. Ónotuðu gróðurhúsin eru um allt land þar á meðal upp í Reykjarhverfi. Vegna hás rafmagnsverðs hérlendis borgar sig ekki fyrir bændurna að rækkta yfir há veturinn. Eins og ég sagði áður þá framleiðum við ekki nema helming þess grænmeti sem við neytum þannig að viðbótin þyrfti að vera umtalsverð áður en hugað væri að útfluttningi.
Það er mikilvægt fyrir eyþjóð út í miðju Atlandshafi að vera sjálfbær um fæðu og þetta væri ágætis skref í þá átt. Fólksfjölgun og hlýnandi loftslag á eftir að auka eftirspurn eftir matvælum og hagkvæmast og öruggast fyrir okkur er að framleiða okkar mat sjálf.
Varðandi umhverfissjónarmiðin þá er ég þeirrar skoðunar að við eigum að nýta auðlyndir okkar á sem skynsamlegastan hátt og sú orka sem þyrfti til grænmetisframleiðslu er ekki nema brota brot sem heilt álver myndi krefjast.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 4.9.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband