OECD, ESB,AGS allt sama tóbakið

Það sem allar þessar stofnanir vinna að er að viðhalda núverandi fjármálakerfi og þeirri heimskipan sem þær eru búnar að koma sér upp sér til hagsbóta. Að sjálfsögðu vill OSED að Ísland sé innan ESB því þá er engin hætta lengur að Ísland fari að taka óvinsælar ákvarðanir á eigin forsendum, þá verður búið að binda landið í klafa heimskapítalismans.

Sorglegt er að sjá hinn mikkla hugsjóna mann Steingrím J þegja þunnu hljóði við skýrslu eins og kom nú frá OECD þar sem hlutast er til um innanríkis mál Íslands. Eini maðurinn sem virðist berjast eitthvað er Ögmundur Jónasson enda hefur hann mikið að bæta fyrir eftir að hann sagði já í atkvæðagreiðslunni um aðildarumsóknina að ESB.


mbl.is OECD blandar sér í íslensk stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einmitt, þagga niður alla erlenda gagnrýni alveg eins og við þögguðum niður gagnrýni Dana hér niður fyrir hrunið.  Við eigum aðeins að hlusta á hól og skjall enda vitum við allt best og erum stórasta þjóð í heimi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.9.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Gagnrýni dana var af allt öðrum toga. Skýrsla OECD er íhlutun í hugmyndafræðilega stefnu Íslands. Við eigum að sjálfsögðu ekki að taka uppbyggilegri gagnrýni en skýrslan umtalaða er eingöngu að reyna að festa okkur enn frekar í hinu alþjóða kapítalíska kerfi sem er einmitt það kerfi sem við höfum aðhilst hingað til og hefur komið okkur um koll. Til að mynda ESB er bara harðkapítalískt efnahagsbandalag sem þó stundar ákveðna einangrunarstefnu vegna þess að flæði fjármagns er eingöngu frjálst innan sambandsins. Þar eru Þýskaland, Frakkland og bretland fremst í flokki, þessar þjóðir myndu aldrei vilja vera í með alveg opið efnahagskerfi því þá væru þau ekki lengur stærst og drottnuðu ekki lengur á sýnum markaði.
Við eigum að stjórna okkur sjálf í samskiptum við allan heiminn en ekki bara ESB.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 3.9.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þeir sem ætla að stjórna sér sjálfir veðsetja ekki allt upp í topp.  Hluti þess að vera sjálfstæður er að vera fjárhagslega sjálfstæður engum háður um fjármögnun.  Mjög fá ríki eru í þessum flokki, Noregur er eitt dæmi. 

Fá ríki eru jafn skuldsett og Ísland og háð erlendu aðilum um fjármögnun, því er allt tal um að stjórna okkur sjálf í samskiptum við aðrar þjóðir óskhyggja, alla vega næstu 50 árin eða þar til olía finnst í kringum Ísland.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.9.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Þess vegna er mikilvægt að við förum að standa á eigin fótum með breyttum forsendum sem mest utan við hið kapítalíska auðvaldskerfi sem AGS, ESB og OECD standa fyrir.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 4.9.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband