7.5.2009 | 13:45
Ríkasta land í heimi?
Þær eru margar mótsagnirnar í heiminum. Nú berast fréttir um sveltandi fólk í USA. Eitthvað hefur nú kapítalisminn klikkað og hinn frjálsi markaður á eitthvað efitt með að leiðrétta sig. Hin ósýnilega hönd ber nafn með renntu og spurningin er hvort hún sé til á annað borð.
Ósýnilega höndin á það sameiginlegt með hinum svo kallaða Guði almáttugum að alrei hefur sést til þeirra og þegar á þarf að halda verður oft minna úr þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar.
En hvað um það er ekki mál að linni og farið verður að hugsa þjóðfélagsgerð hins vestræðna heims upp á nýtt þar sem meira er hugað að þörfum hins almenna borgara en ekki eingöngu um að greiða götu fjármagnsins í þeirri von að þeir allra ríkustu hirði ekki alveg allan gróðan en láti nú nokkra brauðmola falla niður til almúgans.
17% bandarískra barna yngri en 5 ára gætu soltið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll og blessaður Beggi! Þú ert þá ennþá hérna á jarðkringlunni.
Fyrst skulum við hafa í huga orð Mark Twain: Það eru til þrenns konar lygar; lygar, bölvaðar lygar, og tölfræði. Kannski eru tölurnar sjálfar réttar, en oft eru þær túlkaðar á rangan hátt, stundum vegna misskilnings, en stundum til að styðja sjónarmið þeirra sem meðhöndla tölurnar.
Athugum að greinin talar ekki um sveltandi fólk. Hún talar um börn sem gætu soltið. Ekki er talað um að fjölskyldur hafi ekki mat, heldur að þær hafi ekki "næringarríkan" mat. Ef þú breytir skilgreiningunni á hvað er næringarríkt, þá væri líklega hægt að fá nánast hvaða niðurstöðu sem er út úr svona rannsókn.
Ég bý nú í Ohio, sem minnst er á í greininni, og efast ég stórlega um að ástandið sé eins slæmt og verið er að gefa til kynna. Mun líklegra finnst mér að þetta sé núverandi ríkisstjórn að reyna að sannfæra fólk um nauðsyn þess að Ríkið geri meira fyrir fólkið (og taki þá að sjálfsögðu slatta í viðbót af launum fólks í staðinn). Það hefur aldrei endað vel í mannkynssögunni, þar sem Ríkið hefur reynt að sjá fyrir öllum þörfum borgaranna.
Kristján Magnús Arason, 7.5.2009 kl. 15:16
Sæll stjáni og gaman að heyra frá þér.
Hvernig er það með fátækt í usa er hún ekki bara þá á afmörkuðum svæðum þar sem hin almenni meðaljón er ekkert að fara um. Þegar Stebbi Stóri bjó í usa þá var hluti borgarinnar sem hann þorði ekki að fara í fyrir sitt litla líf.
En varðandi ríkisafskipti og þess háttar. Ég er sammála að það hefur ekki farið neitt glæsilega hjá þeim ríkjum sem hafa verið með ríkisafskipti hreinlega í öllu en það blæs nú ekkert byrlega heldur þar sem ríkisafskipti eru með því minnsta sem gerist í heiminum. Hvernig er það með þennann blessaða gullna meðalveg er hann bara ekki bestur?
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 7.5.2009 kl. 17:15
Jú, það er bara vandamálið að finna gullna meðalveginn.
Það eru svosem svæði hérna í borginni (Columbus, Ohio) sem ég er ekkert að fara að flækjast í ef ég hef ekkert erindi þangað, sérstaklega að kvöldlagi. Og vissulega er einhver fátækt hérna, þó ég sjái hana kannski ekki mikið. En er hún svo slæm (og víðtæk) að ekki sé hægt að fá "næringarríkan" mat? Það er ég ekki viss um. Ég held að margir þeir sem borði mikið af "ruslmat" viti bara ekki hvernig þeir geta gert betur. Ég er í raun allt eins að gagnrýna sjálfan mig, því að ég myndi örugglega ekki borða eins hollan og næringarríkan mat og ég geri ef konan mín hefði ekki talsvert vit á svoleiðis hlutum.
Annars er það nú þannig með mannseðlið að þeir sem hafa miklar eigur, vilja meira. Þetta er kannski helsti gallinn við kapítalisma, á meðan helsti gallinn við sósíalisma er að þeir sem hafa mikil völd, vilja meira.
Kristján Magnús Arason, 7.5.2009 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.