25.2.2009 | 08:43
Betri upplýsingar
Þessa frétt þarf að vinna betur. Það þarf að spyrja forystumenn flokkana í þaula um þetta mál. Maður hefur gengið út frá því sem vísu að þessi nýja ríkisstjórn myndi reyna sitt ítrasta til að leyta réttar landsins í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að ég varð svegtur þegar ég las þessa frétt og hún þarfnast frekari útskýringa.
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er augljóst að málshöfðun myndi hitta þá sjálfa fyrir þeir mundu afhjúpa sjálfa sig. Miðað við það sem Davíð sagði í Kastljósi.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.2.2009 kl. 08:46
Hvað er í gangi? Hvers konar aumingjaskapur og undirlægjuháttur er þetta? Hefur ríkisstjórnin einhverja sérstaka ánægju af því að láta traðka á okkur? Eigum við Íslendingar, friðelskandi þjóð, að sætta okkur við að hafa verið stimpluð sem hryðuverkamenn og þannig sett í hóp með ofbeldismönnum og morðingjum af Bretum?? Þetta eru mér mikil vonbrigði, ég bjóst við meiri kjark og dug frá þessu fólki, hef alltaf haft mikið álit á leiðtogunum í þessari stjórn þeim Jóhönnu og Steingrími enda hafa þau staðið föst á sínu í gegnum tíðina en núna á greinlega að beygja sig fyrir þessum erlendur stórþjóðum. Skammist ykkar! Svona þrælslund sæmir illa þeim sem vilja kalla sig Íslendinga og síst af öllu leiðtogum þjóðarinnar.
Guðrún (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:05
Þú meinar þá Íslenska ríkið. En mér finnst að sérstaklega VG verði að skýra afstöðu sína betur í þessu máli.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 25.2.2009 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.