Ég gef kost á mér í forvali VG í Norðausturkjördæmi

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í forvali flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar nú í vor.

Það er mín vissa að grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sjávarútvegur og landbúnaður munu byggja grunninn að bætri framtíð Íslands ásamt vaxandi ferðaþjónustu. Skapa verður greinunum viðunandi starfsskilyrði til þess að þær megi nýtast til frekari verðmæta- og atvinnusköpunar.Huga þarf sérstaklega að landbúnaðinum þar sem hann á að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar.
Ég vil réttlátara þjóðfélag sem byggist á jafnrétti þegnanna óháð kyni eða búsetu, lýðræði, heiðarleika og sanngirni.

Það ófremdar ástand sem nú ríður yfir landið rekur mig til þessa framboðs. Ég á bágt með að horfa á af hliðarlínuni og vill gjarnan leggja mitt af mörkum til þess að endurreisa þjóðfélagið að nýju.

Ég er fæddur 1971, ólst upp í Kópavogi og stundaði íþróttir af kappi. Varð nokkrum sinnum Íslands- og bikarmeistari í blaki og var einnig í landliðinu um nokkurra ára skeið. Ég var snemma sendur í sveit í Eyjafjörðinn og heillaðist af sveitalífinu. Ég flutti norður 1996. Við hjónin hófum kúabúskap í Hléskógum árið 2000 og stunduðum kúabúskap til 2005 en þá söðluðum við um og erum nú með nautgripi, kindur, hross og ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan samanstendur af bændagistingu, tjaldstæði og húsdýragarði.

Ég er formaður Búkollu félags til verndar íslensku kýrinnar. Einnig hef ég setið í stjórn búgreinaráðs Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt. Áður en ég hóf búskap hafði ég stundað ýmis störf svo sem í fiskvinnslu, sjómennsku og sem leiðbeinandi í leikskóla. Til gamans má geta að þegar við hjónin byrjuðum saman þá vann ég í leikskóla en hún var sjómaður.

Í dag er ég bóndi og stunda jafnframt nám við Háskólann á Akureyri í samfélags- og hagþróunarfræði á öðru ári. Eiginkona mín heitir Birna Kristín Friðriksdóttir og er grunnskólakennari að mennt. Hún vinnur við leikskólann á Grenivík. Við eigum þrjú börn sem eru sjö, fimm og þriggja ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband