Skelfing valdaklíkunnar

Nú skjálfa gömlu valdhafarnir sem búnir voru að raða sínu fólki í hverja valdastöðu þjóðfélagsins. Hverja einustu mannabreytingu er hægt að kalla hreinsanir vegna þess hve margir á landinu sem gegna einhverju embætti hjá ríkinu er sjálfsstæðismaður.Þannig að ef einhverjum er skipt út þá er það mjög líklega sjálfstæðismaður.

Hreinsanir og ekki hreinsanir. Að sjálfsögðu verður að skipta um fólk einhversstaðar þegar kúvending verður á stefnu stjórnvalda. Margir þeir sem eru í hæstu embættunum eru innvinklaðir í spillingu fyrrum valdhafa og peningamanna og verða því að víkja. Einnig er alls óvíst að þeir allra heitustu vinni af fullum heilindum þegar stefna stjórnvalda stangast algerlega á við þeirra viðhorf.

Það er aumkunarvert að sjá Kjartan Gunnarsson sem stuðlað hefur að sjálfstæðisflokks ræði í samfélaginu vera að væla yfir þessu.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Sérstaklega þar sem hann er að hóta því að beita sömu taktík og nú sem áður fyrr og veinar þegar henni er beitt á hans klíku á réttmætan hátt.

Skaz, 6.2.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég tek undir þetta hjá þér Guðbergur.

Af hverju geta menn eins og Kjartan Gunnarsson ekki skammast sín? Það er verið að taka til eftir hann og vini hans og hann horfir á og nöldrar og öskrar. Þetta er ótrúlegt. Og ekki síður það að einhverjir ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann er búinn að koma þjóðinni í þrot. Nú þurfa sumir að vakna!

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.2.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband