Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.11.2008 | 13:59
Enga vaxtalækkun takk
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í skýrslu sinni um Ísland segir að vaxtalækun myndi enn auka á atvinnuleysi. Ætlar ríkisstjórnin að taka mark á þessu. Sú hagfræði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beitir er sú sama og hann hefur beitt í áratugi. Þessi hagfræði hefur ekki gengið upp hingað til og hvers vegna í ósköðunum dettur einhverjum í hug að hún dugi núna.
Það hagfræðimódel sem sjóðurinn beitir á þróunarlönd var búið til skömmu eftir seinna stríð. Módelið hefur aldrei virkað og afneitaði höfundurinn því sjálfur nokkrum árum síðar og sagðist hafa gert vitleysu við gerð módelsins. Þrátt fyrir þetta þá notar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn módelið áfram.
Er ekki möguleiki að eitthvað annað geti legið að baki þegar sömu mistökin eru gerð aftur og aftur. Það getur ekki verið að þeir starfsmenn sem valist hafist til starfa í áratugi séu heimskingjar. Getur verið að þeir séu að greiða aðgang að mörkuðum fyrir erlend stórfyrirtæki. Nú þegar er búið að bera víurnar í virkjanir á Íslandi og bankamálaráðherrann vill selja bankana erlendum aðilum.
25.11.2008 | 17:26
Einkavæðingin er í fullum gangi
Það er verið að skera niður í heilbrigðiskerfinu og auðmenn sjá strax tækifæri á að gera tómar skurðstofur að féþúfu. Það á að flytja inn ríka erlenda sjúklinga. Allt er þetta gert í nafni rannsókna, reynt að dulbúa þetta eins og verið sé að þessu fyrir okkur. Takið eftir að í fréttum um heimsókn Róberts Westmanns er alltaf tekið fram að hann og hans kona styrki krabbameins rannsóknir. Það kemur málinu ekkert við. Staðreyndin er sú að Róbert westmann er að reyna að gera samning við Guðlaug þór um að fá að græða á aðstöðu sem við höfum ekki efni á að nýta okkur. Og nú hefur Guðlaugur þór geð í sér að láta einn af útrásardrengjunum græða á aðstöðu sem við kostuðum með okkar fé. Einn af útrásardrengjunum sem átti stórann þátt í að koma okkur á hausinn. Er þessu fólki ekkert heilagt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2008 | 15:46
Enn styður fólk Sjálfstæðisflokkinn
Mér finnst miðað við allt sem á undan er gengið alveg með ólíkindum að fólk haldi tryggð við ráðherra sjálfstæðisflokksins. Það er skiljanlegt upp að vissu marki að fólk hafi stutt flokkinn þegar að allt lék í lyndi og þakkaði honum hið svo kallaða góðæri. En nú þegar allt er hrunið, orðið er ljóst að allt var byggt á sandi að þá enn séu yfir 20% þjóðarinnar svo vel tamin að þau trúa orðum Geirs og Þorgerðar Katrínar um að óveðrið hafi komið að utan. Það sé þeim alls ekki að kenna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreykt sér af góðærinu, það var allt þeim að þakka. Kreppan kemur að utan og er alls ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. Er ekkert misræmi í þessu?
19.11.2008 | 17:37
Mjólkurframleiðslan í hættu?
Skuldir mjólkurbænda eru allt að 35 milljarðar. Það gera meðalskuld á hvern bónda um 50. milljónir.
Öll aðföng til búrekstrar hafa hækkað og á meðan ástandið verður verra og verra hjá bændum er landbúnaðarráðherrann að einbeita sér að því grafa enn frekar undan bændum með því að reyna að keyra matvælafrumvarpið í gegn. Landbúnaðarráðherrann ber ekki hag bænda fyrir brjósti heldur er hann á sama bás og flestir stjórnarliðar í þeirri firrtu trú að hinn frjálsi markaður muni frelsa okkur.
18.11.2008 | 23:36
Samfylkingin í Skagafirði gagnrýnir þingflokkinn
Samfylkingin í Skagafirði gagnrýnir þingflokkin harðlega. Ánægjulegt að sjá að einhverjir flokksmenn samfylkingarinnar séu gagnrýnir á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.
Þegar flokksmenn Samfylkingarinnar eru farnir að tala um að það verði að fara að taka til í stjórnmálum landsins þá er kanski einhver von um að þessi stjórn fari að leggja upp laupana. Einnig tala þeir um að krafa sé um ábyrgð gagnvart landi og þjóð með sjálfbærni að leiðarljósi.
Þessi síðasta setning má túlka með góðum vilja að félagar Samfylkingarinnar í Skagafirði séu á móti því að ganga í Evrópusambandið. Alla vega túlka ég það þannig að maður geti ekki borið ábyrgð gagnvart landi og þjóð ef maður ætlar að afsala sjálfstæði þess.
18.11.2008 | 19:59
Ríkissjónvarpið ?
Það er einkar þreytandi að enn og aftur sé Kastljósið að ræða þjóðmálin við Óla Björn. Það er á hreinu að maðurinn kemur ekki með neitt nýtt inn í umræðuna. Hann kemur bara með sjónarmið Sjálfstæðisflokksins.
Sjálftæðisflokknum er mikill greiði gerður þegar ríkissjónvarpið ákveður að talsmaður Sjálfstæðisflokksins fái lausan tauminn í hverjum þættinum eftir annan. Hvernig væri að sjónvarp allra landsmanna fengi einhvern í viðtal sem er ekki vitað fyrir fram hverju svarar. Óli Björn hefur trú á ríkisstjórninni og trú á seðlabankastjórninni og öll hans svör ganga út á að verja núverandi valdhafa.
18.11.2008 | 14:14
Bræður munu berjast
Í ávarpi Davíðs Oddsonar í morgun nam við nýjan tón. Jafn vel sögulegan. Þarna var einn af toppum Sjálfstæðisflokksins að ásaka formann flokksins um vanrækslu. Sagði Davíð Seðlabankann hafa varað Geir og Ingibjörgu við yfirvofandi hættu í bankakerfinu.
Það verður áhugavert að sjá þegar fer að þrengja að toppunum í samfélaginu og þeir fara að benda hver á annan. Það fer að verða deginum ljósar að ríkisstjórnin og þær stofnanir sem koma að fjármálakerfi landsins hefðu átt að gera sér ljóst í hvað stefndi.
17.11.2008 | 16:25
Síðasti framsóknarmaðurinn
Jæja þá er síðasti framsóknarmaðurinn hættur á alþingi. Nýfrjálshyggjan og Evrópusambands ást flokkssystkina Guðna hefur hrakið hann burt. Hann hefur fengið nóg og er farinn til útlanda. Lái honum hver sem vill.
Nú er komið í ljós að baktjaldarmakk og pukur hefur verið að grafa undan flokknum. Bjarna harðar urðu bara á mistök þegar hann færði venjuleg vinnubrögð flokksins upp á yfirborðið.
Það versta við þetta er að nú fækkar þeim á þingi sem vilja viðhalda sjálfstæði þjóðarinnar. Nú hefur Valgerður frjálsar hendur í að þoka flokknum í átt til Evrópusambandsins og þá um leið að grafa undan velferð okkar nágranna sinna í sveitin
17.11.2008 | 15:17
Ástand efnahagsmála ógnar matvælaöryggi Þjóðarinnar
Það getur ógnað matvælaöryggi þjóðarinnar ef bændur hafa ekki efni á að kaupa áburð fyrir næsta ár. það leiðir bara til eins. Minni framleiðslu. Nú þegar framleiðum við bara rétt um helming þeirra matvæla sem við neitum. Einnig eru það innfluttu matvælin sem eru að hækka verðbólguna en ekki þau íslensku.
Staða flestra bænda er orðinn afar erfið. Erlendu lánin hafa hækkað, innlendir vextir í 18 % og öll aðföng til búrekstrarinns hafa hækkað. Fjöldi kúabænda hafa staðið í framkvæmdum til að nútímavæða bú sýn og eru bróðurpartur þeirra með erlend lán.
Grípa verður til róttækra aðgerða til þess að forða því að fjöldi bænda leggi ekki upp laupana. Við þessar aðstæður er helsta hugðarefni landbúnaðarráðherrans að lögleiða matvælafrumvarpið umdeilda sem gerir ekkert annað en að veikja stöðu bænda enn frekar.
Þegar bankarnir eiga orðið búin þá verður sú hætta fyrir hendi að bændurnir bregði búi. Ef sú staða kæmi upp að fjöldi bænda ákveddi að breggða búi værum við í vandræðum með að halda framleiðslunni gangandi. Starfsþekking bænda er takmörkuð auðlynd og það fólk sem tekið gæti við þeirra störfum er ekki á hverju strái.
17.11.2008 | 12:51
Er Ísland til sölu?
Olli Rehn stækkunarmálastjóri ESB segir í viðtali við fréttablaðið nýverið að það séu engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu nýrra aðlildarríkja. Hann fái ekki séð hvers vegna Ísland ætti ekki að geta undirgengist sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna." Hann sé þess fullviss að hægt sé að finna lausn sem báðir aðilar geti við unað. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi." Þessi vilji sem hann talar um er bara í eina átt, það er í átt til vilja Evrópusambandsins. Lausnin er án nokkurs vafa sú að Ísland missir lögsögu yfir sinni helstu auðlind, hafinu sjálfu sem hefur verið gullnáma Íslendinga í langan tíma og er enn okkar helsta tekjulind.
Með þessari yfirlýsingu Rehn hlýtur Össur Skarphéðinsson að vera kominn til liðs við okkur sem viljum viðhalda sjálfstæði landsins og höfum dug til þess að stjórna okkur sjálf. Því Össur hefur sagt það opinberlega að ekki komi til greina að ganga inn í ESB ef að fiskimiðin liggi undir. En Össur hefur einnig tæpt á því að hættan á að tapa veiðiréttinum sé ekki fyrir hendi vegna veiðireynslu íslendinga og vegna þess að þjóðir Evrópusambandsins hafi ekki veitt við Íslandsstrendur í 30 ár. En þótt sú væri raunin er ekkert sem segir að reglum sambandsins um fiskveiðar væri ekki breytt okkur í óhag eftir að við værum kominn inn í sambandið. Á Evrópusambandsþinginu fengi Ísland 5 þingmenn af 785. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en í fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins fær hvert aðildarríki eingöngu fulltrúa annaðhvert kjörtímabil sem er fimm ár. Ísland hefði engan fulltrúa í framkvæmdarstjórninni annaðhvert kjörtímabil. Fulltrúi Íslands í framkvæmdarstjórninni er bara tilnefndur af þjóð sinni en má ekki draga taum hennar heldur hugsa um heildarhagsmuni Evrópusambandsins. Hvort kæmi hagsmunum Evrópusambandsins betur að hafa aðgang að Íslandsmiðum eða ekki?
Ég vil benda á að stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins segir ekki pólitískt klókt hjá Íslendingum að taka einhliða upp evru þar sem það myndi stiggja ráðamenn Evrópusambandsins og gefur hann í skyn að það myndi koma niður á Íslendingum í mögulegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Af þessu má álykta að engrar skjótfenginnar hjálpar sé að vænta í peningamálum frá hinnu svokallaða vinveitta Evrópusambandi. Þeir vilja veita Íslendingum flýtimeðferð inn í sambandið á forsendum Evrópusambandsins. En þó svo að við fengjum flýtimeðferð inn í Evrópusambandið yrðum við að uppfylla skilyrði peningamálastefnu Evrópusambandsins áður en við gætum byrjað að nota evruna sem okkar gjaldmiðil. Það eru mörg ár þangað til við uppfyllum þessi skilyrði.
Kannski finnst einhverjum gott að búa bara í la la landi og þurfa ekki að taka neinar ákvarðanir, sigla bara áfram í draumkendri veröld og láta einhverja aðra stjórna og ákvarða hvað okkur sé fyrir bestu. Láta einhverja bindishnúta sem aldrei hafa til Íslands komið og vita kanski ekki hvar við erum á landakortinu ákvarða framtíð okkar. Ég segi: Íslendingar eiga að fara með stjórn eigin mála og lifa lífinu á eigin forsendum?
Að lokum spyr ég Evrópusambandssinna hvort sjálfstæði þjóðarinnar sé til sölu og þá á hvaða verði. Við hvaða skilyrðum Evrópusambandsins mynduð þið segja: nei takk okkar hagsmunum er betur borgið utan Evrópusambandsins. Eða eru þau skilyrði ekki til? Eru evrópusinnar tilbúnir að afsala yfirráðum yfir fiskimiðunum, minnka fæðuöryggi þjóðarinnar með opnum mörkuðum með landbúnaðarfurðir og eru þið sátt við að á Íslandi verði viðvarandi atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu?
Ég segi nei takk.
Áfram Ísland.
.