Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Guðlaugur segir sorrý

Guðlaugur viðurkennir sína sök og Sjálfsstæðisflokksins á hruninu og virðist ekki detta í hug að víkja. Hvenær er ástæða til að hverfa úr stjórnmálum ef ekki þegar maður hefur stuðlað að gjaldþroti þjóðar? Þegar maðurinn játaði sök en reyndi að draga í land með því að ætlast til hrós til handa Sjálfstæðisflokknum fyrir það sem vel hefði verið gert. Fyrringin er algjör. Það er varla hægt að segja að nokkuð almennilegt hafi verið gert þegar það var allt reist á lélegum grunni og entist bara rétt að gjaldaga.

Margir tryggir kommar í gamla daga gengu af trúnni þegar kom í ljós að kommúnisminn gengi ekki upp og í ljós kom að Sovét væri ekki eins glæsilegt og þeir héldu. En það sama virðist ekki eiga við nýfrjálshyggju gemlingana. Þeir virðast eins og ekkert sé ætla að nýta sér þessar þjóðfélags hamfarir sem eru til komnar vegna frjálshyggjunnar til þess að koma okkur enn dýpra í fen þessa auma kerfis. Þeir virðast svo alls ekki gengnir af trúnni. Hin ósýnilega hönd markaðarins mun redda þessu öllu saman.

Nú gildir bara þolinmæði og þrautseigja og ekki láta þessa andskota beita sama bragðinu og venjulega. Hingað til hafa þeir beðið af sér öll áhlaup þangað til landinn hefur misst móðinn. Það meigum við ekki láta gerast í þetta sinn.

Áfram Ísland


Ebóla veiran komin í fæðukeðju manna

Sagt var frá því að Ebólu veiran hafi fundist í svínum á tveimur svínabúum á Filippseyjum. Nú er ríkisstjórnin í óða önn að grafa bændum enn dýpri gröf en orðið er með lögleiðingu matvælafrumvarpsins. Þar á að lögleiða innfluttning á hráu kjöti til Íslands. Þrátt fyrir andstöðu bænda og ýmissa fræðimanna ætlar ríkisstjórnin að halda þessu til streitu.

Innfluttningur á hráu kjöti skapar hættu á því að ýmsir sjúkdómar geti borist í dýr og menn. Nú er Ebóluveiran komin í fyrsta sinn í svínakjöt og þar með kominn í fæðukeðju manna. Einhverjir gætu sagt að hættan væri engin að kjöt frá Fililppseyjum verði flutt til Íslands. En ég vil benda á að á síðasta ári voru fluttir inn kjúklingar til landsins frá Danmörku sem áttu uppruna sinn í Tælandi.

Fyrst ríkisstjórnin ætlar ekki að láta segjast varðandi matvælafrumvarpið þá verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og gera eitthvað í málinu. Þetta er ekki aðeins ógn fyrir efnahag bænda og velferð íslensku dýrastofnanna heldur er þetta ógn við almanna heill.


Heilbrigðisþjónusta frjálshyggjunnar

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðisþjónustunni svo sem lokun St. Jósefsspítala og dvalarheimili aldraðra að seli á Akureyri séu árangur vinnu á skipulagsbreytingum sem hófust árið 2007. Er með þessu verið að segja að breytingarnar hefðu átt sér stað þótt svo að af hruninu hefði ekki orðið?

Þarna kemur hin eiginlega stefna sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum fram. Niðurskurður og aftur niðurskurður sem síðan leiðir til einkavæðingar. Í framhaldi af þessum aðgerðum kemur Guðlaugur Þór væntanlega með þær úrlausnir að einkaðilar og hinn frjálsi markaður geti að sjálfsögðu komið til hjálpar með því að einkavæddar stofnanir taki við hlutverki hinna fyrrverandi ríkisstofnanna. Þá erum við að nálgast æ meir hið Bandaríska kerfi þar sem hinir efnameiri ganga fyrir.

Kommarnir eru frelsaðir undan blindu trúnni á Sovétkommúnismann en það er eins og frjálshyggju gemlingarnir séu ekki búnir að átta sig á því að þeir eru einnig búnir að tapa.


Græn stóriðja á Húsavík

Alls óvíst er að álbræðsla verði reist á Húsavík og atvinnuna vantar. Græn stóriðja gæti verið ein af lausnunum. Íslendingar framleiða bara 40% af því ferska grænmeti sem við neitum. Við þá framleiðslu starfa um 900 manns auk afleiddra starfa. Ef að við tvöföldum framleiðsluna þá getum við búið til mörg hundruð störf. Það er jarðhiti og næg orka í nánd við Húsavík og ætti því að vera góð aðstaða fyrir slíka framleiðslu.

Þetta er hægt ef að vilji er fyrir hendi.


Innganga Íslands í ESB ógnar matvælaöryggi

Barátan um mat og ræktarlönd verður æ meiri. Nú er svo komið að rík lönd sem skortir ræktarland eru farin að kaupa upp land í fátækari löndum. Vöntun á mat er víða og mun fara vaxandi á komandi árum.  Við Íslendingar verðum orðin um 400.000 árið 2050. Nú búa á jörðinni um sex milljarðar manna og verða um níu milljarðar 2050.

Ef við göngum í ESB mun matvælaframleiðsla á Íslandi dragast stórlega saman. Nú þegar eru matvælabyrgðir landsins ekki nema um tveir og hálfur mánuður ef að innfluttningur myndi stöðvast. Við inngöngu í ESB má gera ráð fyrir að matvælaframleiðsla gæti dregist saman um allt að helming. Sjálfur myndi ég hætta að framleiða matvæli á markað með það sama. 

Með þá framtíðarsýn að jarðarbúum eigi eftir að fjölga um þrjá milljarða næstu fjóra áratugina er þá gáfulegt leggja Íslenskan landbúnað nær niður og vera algjörlega háð öðrum hvað matvæli varðar?


Syndaaflausn Bjarna Ármannssonar

Það var skondið viðtalið við Bjarna í Kastljósinu í gær. Þarna var ekki sá borubratti fjármálamaður sem við höfum séð á undanförnum árum. Samt jókst honum kjarkur er á leið viðtalið og sérstaklega er hann greindi frá syndaaflausn sinni er hann endurgreiddi starfsloka samning sinn við Glittni. Gaman væri að vita með vissu hve mikið hlutfall þessar 370 milljónir eru af heildarfé Bjarna.

Fréttirnar í morgun voru uppfullar af þessari frétt. En hvað er svona merkilegt við þetta. Er það það að einn af þeim fjármálaspekingum sem áttu þátt í að steypa landinu í glötun er með vott af iðrun og siðferðiskennd. Eða er þetta bara svona rétt til að flíkka upp á sjálfsmyndina?

Ég saknaði hins vegar í viðtalinu frá því í gær hvað Bjarni ætti af fjármunum sem fengin voru á þessu óráðstímabili og einnig saknaði ég að hann væri spurður hvort hann ætlaði að nota þá fjármuni sem hann byggi yfir til hjálpar Íslensku atvinnulífi og íslenskri þjóð í þeirri uppbyggingu sem nú er fram undan.


Fordómafullt orðaval

Það er ótrúlega ófaglegt orðavalið sem fjölmyðlamenn velja sér þegar þeir tala um ákveðna hópa. Hvor er hryðjuverkamaður sá sem sprengir heimagerða sprengju á markaðstorgi eða sá sem stýrir hátækni orustu þotu og varpar sprengju á sama torg.

Á Vísi.is er grein þar sem greint er frá fjölda fallinna barna á Gasa frá innrás Ísraelsmanna. þar er sagt að Ísræelski herinn sé að berjast við herskáa palestínumenn. Hver er hermaður og hver er sá herskái? Er blaðamaðurinn að bein þýða texta úr erlendri frétt eða tekur hann sér það vald að greina fólk með þessum hætti. Ísræelski hermaðurinn er hann ekki herskár og er herskái Palestínumaðurinn ekki hermaður? 

Eins þegar talað er um öfgafulla múslíma og kanski í sömu frétt um George Bush. Hvor er öfgafyllri, öskrandi mótmælandi með túrban eða George Bush.

Dæmi nú hver fyrir sig.


Bændabylting ?

Í hinu nýja fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar boðar ríkisstjórnin einhliða riftun á búvörusamningum til bænda. Ríkisstjórnin ætlar að fella niður þá vísitölutengingu sem bundin er í búvörusamningum. Þetta þýðir, ef verðbólguspár ganga eftir, skerðingu upp á 9 - 10 prósent. Þetta er skerðing á tekjum til bænda sem nemur 700 - 800 milljónum.

Bændur eru margir hverjir í mjög slæmri stöðu og þá helst þeir sem yngri eru og þeir sem staðið hafa í framkvæmdum á jörðum sínum. Misjafnt er ástandið eftir búgreinum. Kúabændur hafa margir hverjir staðið í miklum framkvæmdum og kvótakaupum og skuldar greinin um 35 milljarða. Þessir 35 milljarðar skiptast niður á um 700 bú. Sum þeirra eru næsta skuldlaus en önnur þeim mun skuldsettari. Kúabóndi einn sagði á dögunum, að honum hefði dottið í hug að hætta, ganga bara í burtu, því að hann sæi hvort eð er ekki fram á að geta nokkru sinni borgað af búi sínu.
Sauðfjárbændur eru í nokkuð annarri stöðu hvað skuldsetningu varðar en hafa þeim mun lægri tekjur. Sú grein átti reyndar í krísu fyrir kreppu þar sem meðalaldur sauðfjárbanda er 58 ár og fer hækkandi. Í sauðfjárræktinni er greininlega eitthvað mikið að, þar sem lítil sem engin nýliðun á sér stað. Ungt fólk sættir sig greinilega ekki við þau kjör sem sauðfjárbændum er boðið upp á.
Nú ætlar ríkisstjórnin enn frekar að herða að þessum greinum með hinu nýja frjárlagafrumvarpi.
Eiga bændur að láta bjóða sér einhliða samningsrof ríkisstjórnarinnar? Eiga bændur að grípa til einhverra aðgerða? Eiga þeir að beita frönsku leiðinni og dreifa skít um götur Reykjavíkur? Eiga þeir að hætta að borga af lánum sínum og að framleiða matvæli? Sú hætta er fyrir hendi ef þrengir frekar að, að fjöldi bænda fari á hausinn.

Í pistli sem formaður Landsambands kúabænda skrifaði á heimasíðu landsambandsins segir hann um 40 prósent allrar mjólkur á Íslandi koma frá kúabúum sem eru skuldsett að eða yfir hættumörkum.
Með þessum samningsrofum sem fjárlagafrumvarpið felur í sér, er stórlega vegið að matvæla öryggi þjóðarinnar. Við Íslendingar framleiðum ekki nema um helmingi þess matar sem við neytum. Matarbirgðir landsins duga ekki nema í um tvo og hálfan mánuð, það fer eftir árstíðum.
Einnig er uggur í bændum vegna Evrópusambandsumræðunnar. Bændur í heild sinni færu mjög halloka ef af inngöngu Íslands yrði. Svína- og kjúklingarækt leggðist af og öll önnur landbúnaðarframleiðsla drægist saman. Þetta er reynsla sænskra og finnskra bænda. Um sex þúsund manns starfa við landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi í dag og ætla má að við bætist 3000-4000 störf sem eru afleidd störf af matvælaframleiðslunni. Ríkisstjórnin er enn frekar að ógna afkomu þessa fólks með einhliða riftun búvörusamninga, lögleiðingu umdeilds matvælafrumvarps og daðri við Evrópusambandið.

Væri ekki nær að snúa vörn í sókn og efla landbúnaðinn og fá jákvæða byltingu í stað neikvæðrar. Það er jú nauðsynlegt hverri sjálfstæðri þjóð að vera sjálfri sér nóg hvað fæðu snertir. Atvinnuleysi eykst nú dag frá degi og umræðan snýst um nýsköpun og um það að mennta eigi fólkið til frekari afreka. En það eru ónýtt tækifæri til staðar sem hægt væri að nýta hér og nú. Þau eru kannski ekki jafn fín og nýmóðins og nýsköpun eða æðri menntun en við erum í vandræðum og verðum að taka því sem býðst.
Eins og fyrr segir framleiðum, við ekki nema um helming þeirra matvæla sem við þörfnumst. Við framleiðum ekki nema um 40 prósent af grænmetinu sjálf. Þarna er felsast mikil tækifæri. Um 900 manns starfa við að framleiða innlenda grænmetið. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að tvöfalda þessa framleiðslu og um leið skapa nokkurhundruð störf. Þarna er tækifæri fyrir Húsvíkinga að byggja upp sjálfbæra stóriðju. Þeir gætu byrjað strax á morgun í stað þess að bíða eftir álbræðslu sem kemur kannski aldrei. Hægt væri að skapa fjöldann allan af störfum með eflingu landbúnaðarins í heild sinni.

Hægt er að taka ákvörðu um það að fullvinna meira af þeim sjávarafurðum sem við seljum úr landi. Frystihúsin eru til og fólk vantar vinnu. Er ekki nær að við myndum vinna fiskinn okkar sjálf í stað þess að veita hundruðum ef ekki þúsundum Breta þá vinnu, þegar okkur sárvantar störfin sjálf.
Nú er tími aðgerða. Við verðum að nýta þau tækifæri sem við höfum og það strax. Hvað er ríkisstjórnin að gaufa? Við verðum að losna við þessa þurrpumpulegu stjórnmálamenn sem vilja bara tryggja eigin stöðu og sygla okkur aftur inn í það gamla kerfi sem er þeim svo þægilegt. Losna við þetta kerfi sem kom okkur almenningi í þá slæmu stöðu sem við erum nú í.
Við þurfum fólk við stjórnvölin sem er ekki of fast í formi kerfisins og getur komið með nýjar hugmyndir til þess að skapa hið nýja Ísland.

Byrtist áður í Fréttablaðinu


Kosningar um ESB

Þetta er vandasamt mál. VG er á móti Evrópusambandið aðild en harðir talsmenn fyrir meira lýðræði. Af þessum sökum er erfitt fyrir flokkinn að standa í vegi fyrir kosningum um aðild ef að það er þjóðarvilji að kjósa um inngöngu.
Sjálfur er ég fylgjandi sjálfstæðis Íslands og fylgjandi upplýsandi umræðu um málefnið. Ókostirnir eru mun veigameiri en kostirnir og það verður að kynna þetta vel fyrir þjóðinni. Til að mynda eru ekki til neinar nýjar tölur um þann kosnað sem myndi fylgja aðild íslands í Evrópusambandið. Kosningar eiga ekki að fara fram fyrr en þrýstingur hefur verið mikill um þó nokkuð skeið. Til að mynda væri hægt að ákveða að meirihluti þjóðarinnar þyrfti að vera fylgjandi inngöngu í ár samfellt. Þessu væri hægt að fylgjast með, með skoðunarkönnunum. Ekki ætti að fara í kosningar eingöngu vegna háværra radda einstakra stjórnmálamanna og stakra hagsmuna aðila.

Ritskoðun í fjölmiðlakennslu í Háskólanum á Akureyri?

 

Nemendum í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri fá raunsanna mynd af því umhverfi sem þeir eiga eftir að vinna við þegar þeir gera sitt eigið blað nú fyrir jólin. Svo virðist vera að efnið sé ritskoðað og ekki birt ef það þykir ekki við hæfi.

 

Nemendu á öðru ári í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri gefa út blað fyrir jólin. Þarna fá nemendur nasasjón af blaðamennsku og blaðaútgáfu. Tekin eru viðtöl við fólk og skrifaðar fjölbreyttar greinar.
Einn nemandinn tók að sér að skrifa leiðara í blaðið. Ekki leist kennara námskeiðsins ásamt tveimur nemendum betur en svo á innihald leiðarans að megin efni hans var þurkað út. Eingöngu eru notaðar fyrstu línur hins upphaflega leiðara. Endanlegur leiðari var skrifaður af tveimur nemendum og kennaranum sjálfum.

 

Hér á eftir fer leiðarinn sem ekki þótti birtingarhæfur og þið verðið bara að dæma það sjálf hvort efni hans sé á einhvern hátt ósæmilegur.

 

Fjölmiðlar og fleiri brugðust

 

„Megir þú lifa áhugaverða tíma" segir ein kínversk bölbæn. Því miður erum við Íslendingar að upplifa slíkt tímabil í aðstæðum sem orsakast annars vegar af utan að komandi áhrifa og hinsvegar af heimatilbúins vanda.

 

Hin utan að komandi áhrif er að sjálfsögðu lausafjárkreppan sem allur heimurinn berst við. Hinn heimatilbúin vandi er sér íslenskur og margþættur með öðrum orðum er Ísland að gjalda fyrir gagnslausa og vanhæfa Seðlabankastjórn, ónýtan gjaldmiðli, sjúklega græðgi auðmanna, hrokafulla og spillta ráðherra sem eru engan vegin starfi sínu vaxnir, ónothæft fjármálaeftirlit og síðast en ekki síst hafa fjölmiðlar algerlega brugðist hlutverki sínu. Fjölmiðlar brugðust þjóðinni hvort sem það var vegna eignarhalds fjölmiðlanna, hugleysis eða vankunnáttu fréttamanna í hagfræði skal ég ekki segja.

 

Við uppbyggingu nýja Íslands verðum við að sjá til þess að fjölmiðlar geti uppfyllt skildur sínar gagnvart þjóðinni. Tryggja verður dreift eignarhaldi á fjölmiðlum þannig að fjölmiðlafólk geti unnið óháð eigendum sínum. Menntun fjölmiðlafólks verður að vera góð, víðtæk og einnig fjölbreytt. Fjölmiðlar verða að átta sig á því að þeir eiga að veita valdhöfum og stjórnvöldum aðhald en ekki öfugt. Að þessum atriðum verðum við að huga þegar við byggjum upp hið nýja Ísland.

 

Stöndum saman, finnum sökudólgana, refsum þeim og byggjum betra samfélag.

 

Jón Ólafsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband