Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfylkingin sammála heilbrigðisráðherra

Það er greininlega einskis að vænta frá samfylkingunni. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar segist styðja Guðlaug þór þangað til hann sjái eitthvað athugavert við aðgerðir hans.

Ég held að Ágúst Ólafur sé á sömu bylgjulengd og Geir Haarde og Björn Bjarna þegar þeir segja engar sérstakar aðstæður á Íslandi þessa dagana. 

Finnst Ólafi Ágústi ekkert athugavert að verið sé að flytja galmalt fólk hreppafluttningum á Akureyri á 21.öldinni. Fólki sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ein konan sem bjó á seli á mann sem enn býr heima við. Nú er búið að flytja konuna í tvíbýli út fyrir bæinn og gera þar með hennar gamla eiginmanni erfitt um vik að heimsækja hana.

Ágúst Ólafur og Guðlaugur Þór eru greinilega líkir að mörgu. Þeir hafa aldrei unnið almennilega vinnu og virðast hafa stefnt að því frá unga aldri að setjast á Alþingi. Hafa þessir menn einhverja reynslu af lífinu sjálfu fyrir utan glerbúr stjórnmálanna? En eðli þeirra virðist það sama Þeir hugsa ekki um fólk, heldur eingöngu tölur á blaði.

Það er akkúrat þessi tegund stjórnmálamanna sem að þjóðin þarf að losna við. Við þurfum fólk með reynslu af lífinu sjálfu. Fólki með fjölbreytta reynslu úr hinum ýmslu geirum þjóðfélagsins.

 


Máttleysi öryggisráðsins

Alþjóðasamfélagið virðist vera alveg ráðalaust gagnvart ofbeldi Ísraelsmanna á Gasa. Nú eru Ísraelsmenn búnir að drepa yfir 1000 Palenstínskra borgara og örkumla annað eins. það furðulega við fréttafluttning af ástandinu í dag er að aðalmálið virðist vera skothríð ísraelska hersins á hús sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Það er eins og þessi árás á dauðann hlut sé alvarlegra en morð á konum og börnum Gasa.

Hvað haldið þið að sé eitt af fjármunum í þetta blessaða öryggisráð sem oft á tíðum virðist vera vita gagnslaust. Fasta ríkin hugsa eingöngu um eigin hag. Ekki er verið að hugsa um líf saklausra barna sem eru fórnarlömb þessa leiks. Ég held að Ísland hafi bara verið heppið að komast ekki þarna að í þennan skrípaleik. Þar hefði peningunum svo sannarlega verið eitt í vitleysu.

Vonandi hefur Obama aðra og skynsamlegri sín á ástandið í miðaustrlöndum en fyrirrennarar hans.


Fasistaflokkur Íslands stofnaður ?

Jæja þar kom að því. Hægri menn að stofa annan stjórnmálaflokk. Norræni Íhaldsflokkurinn er nafnið. Ég skellti mér inn á heimasíðu þeirra áðan og þar ber að líta þeirra helstu stefnumál.

Flokkurinn vill halda í heiðri íslensk og norræn gildi.

Hann boðar bætt siðgæði

Allir verði að sækja tíma í kristinfræði í skólum óháð sinni eigin trú.

Flokkurinn vill að Ísland gangi í Evrópusambandið

Ein helsta fyrringin er þó að stofna eigin her. Akúrat það sem okkur vantar í dag.

Lýðskrum á hæsta stigi. Ef maður hugsar til þess hvaða áhersluatriði Hitler og Mussolini höfðu á oddinum til þess að komast til valda voru það ekki þjóðerniskend, kristilegt siðgæði og hervæðing. Til þess að toppa vitleysuna er tekið fram að stofnandinn sé verkfræðingur. Á það að bæta málstað flokksins á einhvern hátt. það kemur málinu ekkert við.

Í svari sínu á Vísindavefnum svarar Hrafnkell Tjörfi Stefánsson Stjórnmálafræðingur spurningunni hvað er fasismi. Þar segir hann meðal annars "í upphafi 20. aldar skírskotuðu fasistar mjög til ótta fólks við byltingar og óstöðuleika. þeir álytu sig vera brjóstvörn laga og reglu, kristilegs siðgæðis og einkaeignarréttar. Jafnframt höfðuðu þeir til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem gyðingum."

Þessi ofantöldu 5 stefnumál flokksins tóna ótrúlega vel við stefnu fasismanns og eitthvað hefur maður nú heyrt minnst á byltingu undanfarið.

Þjóðernishyggjan- íslensk og norræn gildi

Kristilegt siðgæði- þvinga alla til þess að læra kristinfræði í skólum óháð sinni eigin trú

Fordómar gegn ýmsum hópum- þvinga alla til þess að læra kristinfræði í skólum óháð sinni eigin trú

Brjóstvörn laga og reglu- stofna íslenskan her

Eitt stórríki- innganga í Evrópusambandið

Einnig vilja þeir breyta siðgæði þjóðarinnar eftir sínu höfði.

Það er kannski að maður eigi eftir að sjá flokksmenn Norræna Íhaldsflokksins marsera á götum Reykjavíkur í einkennisbúningi vefandi fánum. Að sjálfsögðu á stuttbuxum.


Engin ástæða til að segja af sér

Björn Bjarnason var í viðtali á gömlu gufunni í morgun. Þar ræddi hann um afstöðu sína til Evrópusambandsins og hótun Ingibjargar um stjórnarslit ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki ekki stefnuna inn í sambandið. Mér fannst markt í máli Björns bara nokkuð gott en þegar hann var að síðustu spurður hvort enginn af ráðamönnum þjóðarinnar ætti að segja af sér þá tók steininn úr.

Það var eins og hann túlkaði það sem heigulshátt að segja af sér. Enginn væri að segja af sér í útlöndum nema þá kanski í Belgíu en þar væru svo sérstakar aðstæður. Takið eftir sérstakar aðstæður. Þarna notar hann sama orðalag og Geir Haarde hefur gert áður.

Hvað eru sérstakar aðstæður ef ekki hér á landi? Þetta sýnir í hve alvarlegum málum við erum. Landið er nánast komið á hausinn og sömu firtu stjórnmálamennirnir sem sigldu okkur í strand eru enn við völd. Er nema von að maður fyllist stundum vanmáttarkend gagnvart öllu þessu.

En það má víst ekki láta deigan síga. Baráttan heldur áfram.

Áfram Ísland


Framsóknarflokkurinn á uppboði

Framsóknarflokkurinn er þessa dagana eins og gamalt og gott vörumerki sem margir ásælast. Gríðarleg átök eru í flokknum og margar fylkingar sem takast á um völdin.

Hluti þeirra hefur væntanlega líkar skoðanir og þar takast menn á um völdin yfir nafninu Framsóknarflokkurinn til þess að láta sína persónu bera fánann. Þetta á væntanlega við þá Pál Magnússon og Höskuld Þórhallsson. Þeir eru báðir aldir upp í flokknum og vel tamdir.                            

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er erfiðara í að lesa. Er hann framsóknarmaður ef að það er þá hægt að skilgreina einhvern sem slíkan í dag eða ætlar hann að næla í nafnið til þess að nota nafnið undir einhver önnur gildi en hafa verið á kreiki í flokknum undanfarið.

Veit einhver hvaða gildi standa á bakvið nafnið FRAMSÓKNARFLOKKURINN?


Hvað viljum við?

Núverandi ástand er að flestra mati óþolandi. Sú veröld sem við bjuggum við var fölsk en raunveruleikinn er allt annar og nöturlegri. Verkefni þjóðarinnar er að hrekja þennan nöturleika í burtu og vinna okkur í átt til betra samfélags.

En hvernig samfélagi og hverjir eiga að vera fremstir í flokki á þeirri vegferð. Stór hluti þjóðarinnar er alla vega sammála um það að hafa það ekki Sjálfsstæðisflokkinn. Hættan er sú að flokksægi sjálfsstæðisflokksins haldi flokknum alla vega í 25%. 

En hvað verður? Fjöldi smáframboða sem ná sér ekki á strik en taka til sín atkvæði sem nýst hefðu betur annarsstaðar?

Ætla fjórflokkarnir að byggja á sama fólkinu og hefur verið að elda grátt silfur saman á Alþingi undanfarin ár?

Er einhver möguleiki á breiðfylkingu almennings í landinu að koma á stjórnmálalegu afli sem bjóða myndi fram til Alþingiskosninga? Er einhver möguleiki að koma saman nýjum lista sem myndi höfða til stórs hluta þjóðarinnar eða verður fólk að vinna út frá fjórflokkakerfinu?

 


Hvað er mikið atvinnuleysi?

Nú mælist atvinnuleysi 4,8%. í Finnladi sem við tölum alltaf um eins og kreppan sé búin er búið að vera viðvarandi um 8% atvinnuleysi frá því þeir gengu inn í Evrópusambandið 1995. Hjá fólki 25 ára og yngra í Evrópusambandinu er atvinnuleysu um 25%.

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu er viðvarandi ástand. Ef að Íslendingum finnst 5% atvinnuleysi vera of mikið, þá felst lausnin ekki í því að ganga inn í Evrópusambandið. 

Ég ræddi við finnska vinkonu mína sem býr í Oulu. Hún tjáði mér að kreppan væri búin en þrátt fyrir það hefði móðir hennar verið meira og minna atvinnulaus frá því um1995. Hún þekkti fleira fólk sem er atvinnulaus. Þetta er orðið eðlilegt ástand í Finnladi. 

Vinkona mín sagði kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu nokkuð jafast út í hennar augum. Það sem henni fannst aftur á móti mjög miður var að henni fannst Finnland ekki jafn finnnskt og áður. (Tek það fram að hún er ekki tengd landbúnaði á nokkurn hátt en aðild Finna hefur leikið þá grátt.)

En til þess að gleyma sér ekki í eymd og volæði þá eru jákvæðu fréttirnar þær að á Vestfjörðum er atvinnuleysi ekki nema 1%.


Of seint í rassinn gripið

Það eru jákvæðar fréttir að fulltrúar forsætis- og viðskiptaráðuneytis ætli að funda með hagfræðingnum Robert Wade á morgun. Æskilegra hefði nú verið ef að ríkisstjórnin hefði hlustað á aðvaranir Wades 2007. Kannski fá frjálshyggju sepparnir einhverjar raunhæfar ráðleggingar frá Wade.

Forsetisráðherrann segir ríkisstjórnina á fullu í aðgerðum til þess að sporna við atvinnuleysi en ekkert er þó sjáanlegt. Hvers vegna ekki að auka landbúnaðarframleiðslu, fullvinna fiskafurðir. Viðlíka ákvarðanir myndu skapa gjaldeyri og sporna við atvinnuleysi.

Svo toppar forsætisráðherrann sjálfan sig með því að segja okkur að kreppan geti orðið dýpri. Ætli hann hafi áttað sig á því þegar hann horfði á Wade í kastljósinu í gær?

Árni Matt var einnig erindi á einhverjum vitleysis fundinum nú í morgun að segja frá því að ríkissjóður myndi ekki skila hagnaði fyrr en 2013. Halló eru þetta einhverjar fréttir? Auk þess vita mennirnir ekki frekar en aðrir hvenær fer að rofa til hjá okkur. 

Það eina sem er víst í stöðunni að því fyrr sem þeir hverfa af sjónarsviðinu því betra.

 


Viðskiptaráðherra algerlega getulaus

Nýjasti skandallinn, ef að það er þá ekki kominn einhver upp í millitíðinni. Bankastjóri Landsbankans Elín Sigfúsdóttir viðurkennir að Tryggvi Jónsson fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hafi komið að sölu á tveimur fyrirtækjum til Baugsfyrirtækja.

Væri nú ekki lag fyrir  Viðskiptaráðherrann að hysja nú upp um sig buxurnar og reka bankastjórann. ER maðurinn algerlega dofinn. Þarna gefur bankastjórinn honum einstakt tækifæri á að rétta sig aðeins af í augum almennings en hann virðist ekki hafa manndóm í sér til þess frekar en til annars.

Það virðist ekki vera mikill munur á hinu nýja Íslandi sem ríkisstjórnin ætlar að taka að sér að skapa og hinu gamla. Enginn þarf að sæta ábyrgð.


1000 störf í boði

Íslendingar framleiða eingöngu 40% af því ferska grænmeti sem þeir neita. Með einni stjórnvaldsákvörðun er hægt að búa til fjölda starfa með því að skapa jarðveg fyrir frekari framleiðslu. Við Íslensku framleiðsluna starfa um 900 manns og afleidd störf af greininni eru um 200-300. Ef við tvöföldum framleiðsluna og hættum að flytja inn allt þetta grænmeti og framleiðum það  sjálf stuðlar það að jákvæðum viðskiptajöfnuði og er atvinnuskapandi.

Aðgerð á við þessa er það sem þarf. Við megum ekki við því að missa gjaldeyri úr landi og atvinnulausum fer ört fjölgandi. En hvað gera stjórnvöld. Ekki neitt. Eitt og eitt orð heyrist um nýsköpun og hátæknistörf og er það góðra gjalda vert en við þurfum aðgerðir núna. Grænmetið er ágætis byrjun. 

Kem með fleiri hugmyndir seinna í dag.

Áfram Ísland


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband