Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.1.2009 | 13:14
Friðsamleg mótmæli á Akureyri í dag
Klukkan fimm í dag verður mótmælum gegn ríkisstjórinni fram haldið á ráðhústorginu á Akureyri. Mótmæli gærdagsins voru mjög góð. Fólk sýnir hvort öðru samstöðu með því að mæta þarna. Í gær voru barðar trumbur og sungnir baráttusöngvar. Mótmælin verða með sama sniði í dag.
Sýnum vilja í verki
Áfram Ísland
21.1.2009 | 22:34
Fjölmenn mótmæli á Akureyri
Um 300 manns komu saman á mótmælum á Akureyri klukkan fimm í dag. Safnaðist fólk á öllum aldri saman á ráðhústorginu. Kveikt var bál sem fólk raðaði sér í kring um og barði trumbur og söng baráttusöngva. Þarna var saman komið alskyns fólk. Mótmælin fóru friðsamlega fram og samskonar mótmæli verða á sama tíma á sama stað á morgun. Mætum öll.
Áfram Ísland
21.1.2009 | 15:44
Mótmæli á Akureyri kl.17
20.1.2009 | 14:44
Það er ekki oft að mann langar til Reykjarvíkur
Ég verð að viðurkenna þegar ég sit hér í stofunni heima hjá mér í sveitinni vildi ég geta tekið þátt í mótmælunum á Austurvelli. Maður er orðinn svo reiður og sár út í ástandið að það væri ágætt að geta fengið útrás fyrir þær tilfinningar með því að geta lagt eitthvað af mörkum.
Manni sínist eins og lögreglan sé farin að beyta meiri hörku og þá er hættan á því að sjóði enn frekar upp úr. Ekki vildi ég vera í lögreglunni núna, þeir eru ekki beint övundsverðir.
Það er víst kínversk bölbæn sem hljóðar svo "megir þú lifa áhugaverða tíma" það er víst að við erum að lifa áhugaverða tíma.
lifi byltingin
Áfram Ísland
Össur Skarphéðinsson segir mótmælendur vera að mótmæla ástandinu en ekki ríkisstjórninni. Maðurinn er greininlega lokaður inn í gluggalausum fílabeins turni. Einnig talar hann um að við verðum fljót að ná okkur vegna þess að útfluttningurinn standi sterkur. Þetta segir hann á meðan fiskurinn hleðst upp á lagerum óseldur og álverð er í sögulegu lágmarki.
Ég er að horfa á myndir frá Alþingi núna og ráðherrarnir sitja þarna sem steini runnir. Vonandi hristir hávaðinn eitthvað upp í þeim og þeir fara kanski að hugsa sér að hverfa af sjónarsviðinu.
Lifi biltingin
Áfram Ísland
20.1.2009 | 13:01
Ríkisstjórnin að springa ?
Vonandi fara mannlegu öflin innan samfylkingarinnar að láta til sín taka. Það virðast vera blikur á lofti þar sem samfylkingin ætlar að halda fund um stjórnarsamstarfið annað kvöld. Mörður Árnason fer fyrir hópi óánægðra. Vonandi fara einhverjir að taka af skarið innan flokksins og stöðva vitleysuna.
Ráðherrar flokksins virðast vera komnir langt af braut þeirrar hugsjónar sem leiddi til stofnunar samfylkingarinnar, félagshyggja og lýðræði.
Þó er eins og formaður flokksins Ingibjörg Sólrún sé dýpst sokkin í vitleysuna. Hún var á árum áður einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum en ég held að hún sé að nálgast botninn í virðingarstiganum hjá mér. Það var hálf sorglegt að horfa upp á hana í Kriddsíldinni þegar hún minntist þess að hafa tekið sér mótmælastöðu í húsnæði Nato þegar hún var yngri. Og í næstu settningu jagaðist hún út í mótmælendur (ekki fulltrúa þjóðarinnar) og nú sjálf orðinn hernaðarmálaráðherra Ísland sjálf. Merkisberi bæði ESB og Nato á Íslandi.
En eins og ég sagði vonandi tekur betri helmingur Samfylkingarinnar völdin eða þá sýnir þá ábyrgð að yfirgefa flokkinn og skýra afstöðu gegn ríkisstjórninni.
Áfram Ísland
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2009 | 08:57
Látið alþingismennina heyra það
Vonandi fara þeir sem eiga heimangengt niður á Austurvöll í dag og mótmæla við Alþingishúsið. Sjálfur bý ég út á landi og kemst því ekki. Það má ekki láta deigan síga. Hafið bara sem hæst og bætið upp fjarveru okkar landsbyggðarfólksins.
Baráttu kveðja úr sveitinni.
Áfram Ísland
20.1.2009 | 08:31
Verður næg matvælaframleiðsla á Íslandi
Það stefnir í að fjöldi bænda geti ekki keypt áburð á komandi sumri. Þetta þýðir að þeir framleiði minna á komandi ári. Ég var á fundi í gær þar sem sauðfjárbóndi sagði unga bændur sem staðið hefðu í einhverjum framkvæmdum hefðu ekki efni á að gera upp næstu virðisaukaskil hvað þá keypt áburð í vor.
Um 40% allrar mjólkur er framleidd á búum sem eru við hættumörk eða tæknilega komin á hausinn. Þessi bú geta ekki keypt áburð í vor, sem leiðir til minni framleiðslu.
Ekkert virðist ríkisstjórnin vera að gera til þess að huga að matvælaöryggi þjóðarinnar. Ég vil benda á að við framleiðum nú ekki nema helming þess matar er við neytum. Við framleiðum ekki nema 40 % af grænmetinu.
Nauðsynlegt er að tryggja matvælaöryggið og tryggja framleiðsluna. Þesslags aðgerð væri ekki bara öryggisatriði heldur gæti skapað vel á annað þúsund störf. Bara við grænmetisframleiðsluna starfa um 900 manns. Við tvöföldun grænmetisframleiðslunnar væri hægt að skapa nær 1000 ný störf að viðbættum afleiddum störfum sem af þessu leiddi.
Áfram Ísland
20.1.2009 | 00:14
Sorglega fyndið
Það var athyglisvert að hlusta á bresku hagfræðingana sem voru í Silfri Egils á sunnudaginn. Þegar maðurinn sagði að enginn erlend ríkisstjórn myndi treysta sér til að lána sömu ríkisstjórn peninga og er rétt búin að koma landinu á hausinn. Þarna er komin ástæðan hvers vegna þau lönd sem lána okkur peninga settu aðkomu AGS sem skilyrði.
Hagfræðingurinn gat ekki einu sinni leynt því að honum þætti þetta fyndin og súrealískt ástand. Að hægt væri að koma heilli þjóð á hausinn fyrir hroka og bjánaskap og enginn segði af sér. Þetta er orðið alltaf sama röflið en hvað er hægt að gera?
Get þó sagt frá því að elsti strákurinn minn sem er sjö ára kom með mér að gefa í gær og spurði mig hvort hann mætti moka út úr einni hestastíunni. Ég sagði að við hefðum varla tíma en ég ætlaði samt að ganga frá svo litlu áður en við færum inn. Ég skrapp aðeins inn í hlöðu og þegar ég kom til baka var minn maður búinn að fylla einar hjólbörur af skít. Hann gat bara ekki hamið sig. Ég var svo stoltur af dugnaðinum að ég leyfði honum að moka í einar hjólbörur til. Vona að hann verði eins duglegur á unglingsárunum.
16.1.2009 | 23:23
Valgerður Sverrisdóttir gefur skít í heimabyggð sína
Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknar vill inn í Evrópusambandið. Með þessari skoðun Valgerðar gefur hún skít í heimabyggð sína sem og landsbyggðina alla. Það má segja að ég sé nágranni Valgerðar. Allavega er bærinn minn við hliðina á heimabæ hennar.
Mér þykir leitt að nágranni minn vilji mér og sveitungum okkar svo illt. Ef við genjum í Evrópusambandið þyrftu margir nágrannar okkar Valgerðar að hætta búskap. Einnig byggist afkoma sveitafélagsins mikið á fiskveiðum og væri þeim atvinnuvegi einnig hætta búin.Lansbyggðin öll væri í upplausn.
Sjálfur er ég með 60 naut og 130 kindur og er að stækka búið. Þann dag sem við gengjum í ESB myndi ég hætta framleiðslu á matvælum fyrir aðra en mig og mína. Efnahagur bænda er nógu bágur þó að ekki séu tekjur þeirra lækkaðar um 30-40%. En það myndi gerast ef að við gengjum í Evrópusambandið.
Framsóknarflokkurinn vill í samningaviðræður. Það er helber barnaskapur að ætla að við getum samið eitthvað betur en önnur ríki. Ætlum við í kostnaðarsamar samningarviðræður þegar við vitum að við fáum ekki varið okkar helstu hagsmuni.
Það er allavega ljóst að Framsóknarflokkurinn er orðinn borgaraflokkur og Valgerður ef til vill eini bóndinn í flokknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)