Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.11.2008 | 08:27
Tími aðgerða
Það er til hellingur af dugandi Íslendingum sem hafa hugmyndir og orku til þess að framkvæma þær. Ég hef hugmyndir og vonandi þú líka sem lest þetta. Við verðum að koma okkur saman um aðgerðir. Nú er ríkisstjórnin við það að semja okkur til óhæfu ástands í ástfengi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Nú er tími aðgerða.
Ríkisstjórnin verður að segja af sér áður en hún klúðrar einhverju frekar. Við þurfum aðra stjórn þangað til við kjósum með vorinu.
Áfram Ísland
16.11.2008 | 12:25
Ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ákveðið að flýta landsfundi sýnum og sagði Geir þetta vera til að skerpa á málefnum flokksins og þá væri ætlunin að undirstrika grundvallargildin á bak við Sjálfstæðisflokkinn og hnykkja á því að það væri ekki flokksmönnum Sjálftæðisfokksins að kenna að við lentum í núverandi ástandi.
Þetta segir maður sem alltaf þakkaði sér og flokknum þegar allt lék í lyndi, þegar ekki var komið að skuldardögum, þegar hið svokallaða góðæri var við líði þá lá ekki á Geir að þakka sér allann árangurinn. En þegar harðnar á dalnum þá er það einhverjum öðrum að kenna. En úps er það þá kapítalismanum að kenna. Nei ekki heldur, það er einhverjum óreyðumönnum úti í heimi að kenna sem kunna ekki með kapítalismann að fara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2008 | 17:56
Mótmæli á Akureyri
Ég var að koma af mótmælafundium á Akureyri. Þarna var kominn saman þó nokkur fjöldi fólks sem virtust af undirtektum þess af málfluttningi ræðumanna öll vera sammála um það að ríkisstjórnin verður að fara frá.
Þessi fundir eru gott framtak og vonandi upphaf af einhverju stærra.
Það var áhugaverður pistill á Vísi.is eftir Bjarna Bjarnason rithöfund sem heitir "Er hetja á Íslandi?"
Fram koma hjá honum áhugaverð viðhorf til ábirgðar stjórnmálamanna og lýðræðis. Hér á eftir er hluti úr pistlinum.
Ábyrgð er grunneining í lýðræðinu, það er gjaldmiðillinn sem menn skipta á milli sín og flokka hverja aðra út frá í almenning eða ráðamenn.
Ef efnahagskerfið hrynur þá hafa margir sem báru ábyrgð brugðist.
Ef enginn ráðamaður segir af sér eftir slíkt hrun þá er ekki lengur bara efnahagskreppa, heldur lýðræðiskreppa. Lýðræðið hvílir á ábyrgð og ef samfélagið getur meira og minna fallið saman án þess neinn segi af sér þá var aldrei að marka grunngildið í lýðræðinu, það er að segja ábyrgðina sem réttlætir að ráðmenn séu fínt vel launað fólk. Ef enginn segir af sér eða er settur af eru allir ráðamenn ekki klæddir öðru en nýju fötum keisarans. Ef enginn sætir ábyrgð og afklæðist embætti sínu þýðir það að Alþingi hefur óvart heimilað nekt þingmanna.
Hið persónulega tengisamfélag sem er einn helsti orsakavaldurinn fyrir að það skorti gagnrýnið aðhald þannig að allt fór úr böndunum er líka aflið sem veldur því að enginn segir af sér eða er látinn fara þegar stór hluti kerfisins hrynur. Sem sagt, ef enginn fer þegar stór hluti kerfisins hrynur þýðir það að kerfisvandinn er enn þá ekki bara virkur heldur svo sprækur að hann er veruleikinn. Ef enginn fer þegar kerfið hrynur að stórum hluta þá eru skilaboð kerfisins að þetta sé bara eðlilegt áfall. Þá eru skilaboð kerfisins; kerfið er ekki ábyrgt. Það er sama og að segja að kerfið skipti engu máli. Það er hreint og klárt viðmiðunarleysi og tómhyggja og það er nýjung ef það er hlutverk stjórnvalda að ala á slíku ástandi. Í slíku ástandi hugsar enginn skýrt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2008 | 12:24
Atriði til úrbóta
Mér líður eins og ljóni í búri. Allt er á hreyfingu, hreyfingu niður á við. Mér líður eins og ljóni í búri vegna þess að ég hef næga orku til athafna en finns ég ekki vera í aðstöðu til að gera nokkurn skapaðan hlut. Ef nú væri Sturlungaöld þá færi ég út og hyggi mann og annan. Þeir eru margir sem ættu það skilið. En þannig eru nú ekki lausnir samtímans og því sit ég hér og skrifa. Skrifa niður þau atriði sem að mínu áliti er nauðsynlegt að framkvæma og gætu komið þjóðinni til góða. Þjóðinni sem ég ann. Ég er reiður. Ég er reiður vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar hafa komið því þannig fyrir að það virðist allt stefna í að ég geti ekki boðið börnum mínum það sama og mér var boðið í æsku, hafi ekki sömu tækifæri.Ég vil gera það sem ég get til þess að koma í veg fyrir það.
Hér á eftir koma tillögur sem væru ágætis byrjun að nýrri sókn. Því sókn er besta vörnin.
Fyrir það fyrsta þarf að auka kvótann um 20.000 tonn og útdeila þeim á smábáta víðsvegar um landið. Við þurfum að nýta frystihúsin og mannaflann sem best og fara að fullvinna allan þann fisk sem við getum í stað þess að senda hann óunninn úr landi. Auðlindagjaldið gæti verið ódýr fiskur fyrir landsmenn. Þetta er atvinnuskapandi aðgerð og hægt að framkvæma hana strax.
Við þurfum að auka landbúnaðarframleiðsluna. Það bæði eykur matvælaöryggi þjóðarinnar sem er í molum og skapar atvinnu, bein og afleidd störf. Nú framleiðum við ekki nema sem nemur 50% þeirra hitaeininga sem við neytum og 60 % af öllu fersku grænmeti er innflutt. Hægt væri að stórauka grænmetisframleiðsluna. Þannig myndum við skapa atvinnu og minnka innflutning.
Fjöldinn allur af smiðum og byggingarverkamönnum er að verða atvinnulaus og hægt væri að skapa einhverjum þeirra verkefni við að byggja gróðurhús fyrir aukna grænmetisrækt og byrgðarstöðvar fyrir korn. Í landinu eru ekki til byrgðarstöðvar fyrir korn nema sem nemur þriggja til fjögurra vikna forða sem er vítavert gáleysi af hálfu stjórnvalda.
Margir bændur eru í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að ráða vinnuafl eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Þarna er annað tækifæri til þess að búa til störf. Ríkið borgar launin í samræmi við atvinnuleysisbætur og bóndinn borgar með mat og í einhverjum tilfellum húsnæði því sá fjöldi fólks sem er við það að missa húsnæði sitt fjölgar ört.
Létta þarf undir með grænmetisbændum, selja þeim raforku á sambærilegu verði og stóriðjunni. Það er hægt að gera strax.
Frysta þarf verðtrygginguna. Það er hægt að gera strax.
Það allra mikilvægasta er að harðneita þeim skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem eru að kafkeyra þjóðina. Það verður að lækka stýrivexti. Það er hægt að gera strax. Varla er hægt að hugsa sér súrealískari vitleysu en að hafa stýrivexti í 18 prósentustigum við þessar aðstæður. Ef ástæðan fyrir hækkun vaxtanna sé að halda fé erlendra fjárfesta í landinu er það dæmt til að mistakast. Ríkisstjórnin er búin að segja að stýrivextir eigi bara að vera háir til skamms tíma. Þetta vita fjárfestarnir einnig og hafa þess vegna enga ástæðu til þess að halda fé sínu á Íslandi. Svona fjárfestar hafa allan heiminn undir og því í ósköpunum ættu þeir ekki að fara með peningana í burtu eftir allt sem á undan er gengið. Heldur ríkisstjórnin kannski að þeir verði áfram með peningana hér vegna góðrar peningamálastefnu Seðlabankans eða vegna trausts á Seðlabankastjórninni eða jafnvel vegna þess að á Íslandi er svo góð og traust ríkisstjórn.
Ég veit með vissu að allt ofannefnt er framkvæmanlegt. Allt sem þarf er vilji og kjarkur. Til eru Íslendingar sem hafa nóg af hvorutveggja. Því miður hefur ríkisstjórnin hvorugt. Ég held að bróðurparturinn af því fólki sem situr nú í ríkisstjórninni hafi farið út í stjórnmál vegna þess að það vildi láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Það besta sem að það gæti gert landi og þjóð við núverandi aðstæður, er að segja af sér og láta stjórnmál þessa lands öðrum eftir. Þá er ég að meina fyrir fullt og allt. Við erum búin að fá nóg af ykkur.
Áfram Ísland!
Guðbergur Egill Eyjólfsson
Höfundur er Bóndi og nemi við Háskólann á Akureyri
(Áður birt á Visi.is 14.11.2008)
14.11.2008 | 23:26
Hræsni Geirs Haarde
Er ekki allt í lagi?
14.11.2008 | 14:45
Heilaþvottur
Fyrir svona 2-3 árum var ég í Sundlaug Akureyrar og heyrði á tal nokkurra sjö ára drengja sem voru í skólasundi. Maður gæti haldið að drengir á þeirra aldri væru að ræða um fótbolta eða eitthvað álíka. Nei þeir voru að þræta um hvert gengi bandaríkjadollars væri.
Þetta fékk mig til að hugsa um hvort þjóðfélagið væri ekki á einhverjum villigötum (það hafði reyndar kvarlað að mér þó nokkrum sinnum áður). En er ekki eitthvað að þegar börnin okkar eru farinn að ræða um gengi gjaldmiðla.
Ríkisstjórnin og bankageirinn eru markvist búinn að teyma þjóðina í átt til meiri peningahyggju. Hver hefur áhuga á fá að heyra um nastak, fútsí eða gengi dollars og evru eftir hvern einasta fréttatíma. Og svo þær bráðnauðsynlegu upplýsingar um viðskipti dagsins. Þeir sem hafa áhuga geta litið á netið eða hafa hvort sem er fengð þessar upplýsingar vegna vinnu sinnar þann daginn. Þarna er markvist verið að troða inn í þjóðina þeirri vitleysu að þetta verði maður að vita til þess að komast af frá degi til dags.
Það er gott að vera meðvitaður en svona upplýsingaflæði er hægt að kalla heilaþvott. Þetta er bara lítið dæmi um þá stefnu sem markvist hefur verið mótuð í landinu í valdatíð Sjálfstæðisflokksins.
13.11.2008 | 17:38
Leiksoppar flokkanna
Ég velti stundum fyrir mér afhverju sumt fólk heldur svo ofboðslegri tryggð við ákveðna stjórnmálaflokka. Það skiptir engu máli hvað flokkurinn gerir flokkurinn skal varinn út í rauðann dauðann. Skítt með málstað , skítt með hugsjónir. Flokkurinn gerir ekki mistök.
Ég var einu sinni í bíl með hörðum sjálfstæðismanni og við keyrum fram hjá strætisvagni sem er með auglýsingu á hliðinn með Íslenska dansflokknum. Þessi ágæti maður var í stýrimannaskólanum á þessum tíma. Hann bölvar og segir mér að Íslenski dansflokkurinn hafi fengið jafn mikla peninga frá ríkinu þetta árið og Stýrimannaskóli Íslands, stofnun sem menntar mennina sem afla mestra tekna fyrir þjóðarbúið. Við ræddum þetta aðeins og síðan spurði ég hann hvort fjármálaráðherrann væri ekki sjálfstæðismaður og hann jánkaði því og síðan spurði ég hann hvort menntamálaráðherrann væri ekki sjálfstæðismaður líka og hann jánkaði því. Svo minntist ég á það að það væri nú sjálfstæðisflokkurinn sem hafði stjórnað landinu til margra ára og mótað stefnu þess svo að segja í einu og öllu. Þessi maður er enn sjálfstæðismaður og verður það að öllum líkindum um aldur og ævi.
Gott fólk sýnið sjálfstæða hugsun. Fylgið sannfæringunni.
Flokkarnir eru fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir flokkana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 13:42
Evrópusambandið – fyrir hverja?
Við Íslendingar eigum heima í stórkostlegu landi sem býr yfir miklum auðlindum sem við erum öfunduð af um allan heim. Gefum auðlindirnar ekki frá okkur og treystum á okkur sjálf. Það er alla vega ekki hægt að treysta stjórnmálamönnum sem ekki treysta sér sjálfir til að stjórna landinu og vilja færa valdið til Brussel.
Áfram Ísland.
Guðbergur
(Birtist í Morgunblaðinu 2.11.200)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)