Enga eftirgjöf varðandi ESB

 

 

Flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að standa utan ESB getur ekki staðið að því að sækja um aðild að ESB.

Hvernig á flokkurinn sem heild þá að koma fram, bæði sem umsóknaraðili og sem harður talsmaður þess að við göngum ekki í ESB. Þar með væri Vinstri hreyfingin grænt framboð búið að missa þann trúverðuleika sem hefur komið honum í þá stöðu að vera einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hamraði á því í kosningarbaráttunni að hann væri eini heiðarlegi flokkurinn og að honum væri treystandi. Ég vona að ég geti haldið áfram að treysta Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Ég skora á forystufólk flokksins að standa á sannfæringu sinni um hvað er Íslandi fyrir bestu og hugsa um hvers vegna kjósendur gáfu þeim umboð til forystu. Það var ekki til þess að sækja um aðild að ESB. Ég kaus ekki Vinstri hreyfinguna grænt framboð til þess að sækja um aðild að ESB.

Það er klárlega gríðarlegt tækifæri sem okkur býðst nú til þess að mynda fyrstu alvöru vinstri stjórn á Íslandi. En hún má ekki verða of dýru verði keypt. Það er ekki þess virði að stofna til vinstri stjórnar ef það hefur í för með sér aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Látum frekar hina margklofnu Samfylkingu reyna að mynda stjórn með Framsókn sem með sínum einstaka hætti samþykkti að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið með óyfirstíganlegum skilyrðum. Þessi stjórn yrði ekki mynduð nema með fulltingi Borgarahreyfingarinnar sem er í raun jafn margir flokkar og fjöldi þingmannanna því Borgarahreyfingin skilgreinir sig ekki sem flokk. Það hefur enginn innan Borgarahreyfingarinnar hugmynd um hvaða skilyrði ættu að vera í aðildarsamningi né heldur hvað hreyfingin vill í öðrum málum. Gangi Samfylkingunni vel að koma sínum áherslum fram í þessum hópi.

Höldum okkur við þann heiðarleika sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur byggt upp á síðustu tíu árum og látum ekki glepjast þótt hér sé tækifæri til myndunar vinstri stjórnar. Ísland er ekkert inn í Evrópusambandinu. Ef við erum utan þeirrar stjórnar sem sækir um aðild að Evrópusambandinu þá getum við sem erum höll undir Vinstri hreyfinguna grænt framboð sameinast af krafti sem ein heild gegn þeirri ríkisstjórn sem reynir að teyma Ísland inn í Evrópusambandið.

 


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna að borga?

Hvers vegna að borga? Það er vert að velta þessari spurningu fyrir sér. Ef að það leiðir ekki til neinnar farsællar niðurstöðu fyrir almenning þá hvers vegna að borga.

En ef niðurstaðan er þessi að hætta að borga þá erum við að segja að þessi þjóðfélagsskipan sem við búum við sé gjaldþrota. Ekki bara efnahagslega heldur einnig hugmyndafræðilega.

Er það kanski tilfellið? Eitt er allavega víst að ef við höldum áfram á sömu braut og þá á ég við hvað lífsstíl og framkomu okkar gagnvart umhverfinu þá endar ekki með öðru en sú þjóðfélagsskipan sem við búum við siglir í strand hvort sem við hættum að borga eða ekki. Þetta gerist ekki á morgun en það bendir markt til þess að það sé ekki svo langt í það.

Það er góð grein í síðasta Bændablaði, skrifuð af tveimur norðmönnum og þar tala þeir um að það sé tvennskonar kreppa í heiminum. Efnahagsleg og umhverfisleg og hættan núna er að flest þau meðöl sem við kunnum til þess að bjarga okkur upp úr efnahagslegu kreppunni leiða til dýpkunar á umhverfiskreppunni sem mun á endanum leiða til allsherjar umhverfis-efnahags og menningarlegrar kreppu sem verður eitthvað sem við getum vart ímyndað okkur. Þessar lausnir hljóma hér á landi. Það bergmálar álver, álver.

En hvað um það ég held að það sé í raun rétt að okkar þjóðfélagsskipan sé í raun gjaldþrota og þá er bara spurning verða það einhverjir þjóðfélagshópar sem gera uppreisn eða getum við sammælst um að gera nauðsynlegar breytingar sameiginlega.

Talandi um að hætta að borga það hefur engum dottið í hug að margir bændur eru orðnir það skuldugir að þeim gæti dottið í hug að hætta að borga og einnig að framleiða mat.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfiskreppa

Þær eru margvíslegar kreppurnar. Hér á Íslandi er fjámálakreppa eins og víðast hvar í heiminum en í bónus höfum við Íslendingar gjaldeyriskreppu.

En það er ein kreppa sem gleymist og það er umhverfiskreppan. Hlýnun jarðar og afleiðingar þess eru einkenni umhverfiskreppunnar. Aðalsteinn Árni virðist sleppa því að taka tillit til umhverfiskreppunnar. Hann er ekki einn með þá hugmynd að stóriðja myndi á þessu augnabliki vera okkar helsta von út úr kreppunni. En úrræði sem þessi auka á umhverfiskreppuna. Kreppuna sem er að skella yfir okkur smám saman og hún mun ekki gera neitt nema dýpka ef við mannfólkið höldum áfram á sömu braut.

Við þurfum að nýta efnahagskreppu Íslands til þess að breyta landi okkar og þjóð til betri vegar. Það gerum við ekki með mengandi stóriðju. Ég er hér með hugmynd fyrir Húsvíkinga um að byggja frekar upp grænmetis stóriðju. Markaðurinn er fyrir hendi hér innanlands og þetta væri sjálbær stóriðja sem myndi allt í senn auka fæðuöryggi okkar, skapa störf, spara gjaldeyri og draga úr mengun.


mbl.is Önnur lögmál á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun

Þessi frétt prýddi víst forsíðu Moggans í dag. Er þetta virkilega mikilvægasta fréttin sem morgunblaðið gat sagt frá. Að innan eitt prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisskrá séu að svindla á kerfinu.

Halló var engin merkilegri sviksemi í gangi, eins og td múturþægni stjórnmálaflokka og þingmanna.


mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifandi markaður

Umtalið í þessari frétt er í raun í anda frjálshyggjunnar þar sem þarna er rætt um "Markaðinn" eins og lifandi manneskju. Það er búið að heilaþvo fólk á því að frelsi í viðskiptum sé það eina sem skiptir máli. En hvað er þá frelsi í viðskiptum? það væri gaman að fá góða skilgreiningu á því.

Er frelsi í viðskiptum t.d. réttur stjórnmálaafla og viðskiptablokka að setja eða afsetja reglur á þann hátt að smærri ríki geta ekki verið sjálfbær hvað fæðuöflun varðar. Sem dæmi að ef Ísland gengi í ESB þá tilheyrðum við innri markaði ESB þar sem frelsi til viðskipta er "frjálst". Þar með væru Íslenskar landbúnaðarafurðir ekki lengur samkeppnishæfar og Ísland þyrfti enn frekar að treysta á innflutta matvöru.

Hvað gefur okkur síðan hamingjunna er það hið svo kallaða frelsi í viðskiptum. Yrðum við hamingjusamari ef erlend fyrirtæki gætu eignast virkjanir landsins eða eignast íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, flutt inn erlenda fæðu hindrunarlaust?


mbl.is Trú Íslendinga á virkni markaðarins hefur minnkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvælaöryggi

Nú er WHO búin að hækka viðbúnaðarstigið í 5 ef 6. stigi verður lýst yfir þá er búið að skilgreina veikina sem heimsfaraldur og þá gæti komið til þess að landinu yrði lokað. Hvernig bregst þá landinn við.

Við framleiðum nú ekki nema sem nemur tæpum helmingi þess matar sem neitt er á landinu og við inngöngu í ESB myndi matvælaframleiðsla okkar klárlega dragast saman um þriðjung ef ekki meira. Að halda öðru fram er einfeldings háttur og í versta falli visvítandi blekking. Eins og sakir standa endast matarbyrgðir Íslendinga í um tvo og hálfan mánuð ef innfluttningur stöðvast.

Þessi staða sýnir í raun hve veruleikafirtir aðildarsinnar ESB eru. Þeir ætla að semja frá okkur möguleikann á því að sjá okkur farborða bæði með því að stórskerða matvælaöryggið og taka sénsinn á því að við höldum áfram rétti okkar á fiskimiðunum.

Álíka mikil firring er skýrsla forsætisráðuneytisins frá árinu 2003 um efnahagsleg áhrif alheimsfaraldurs. Þar er tekið fram að matvælaframleiðla dragist ekki saman. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir því að bændur og starfsfólk matvælafyrirtækja veikist.

 


mbl.is Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að standa á sannfæringu sinni

 

Flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að standa utan ESB getur ekki staðið að því að sækja um aðild að ESB.

Hvernig á flokkurinn sem heild þá að koma fram, bæði sem umsóknaraðili og sem harður talsmaður þess að við göngum ekki í ESB. Þar með væri Vinstri hreyfingin grænt framboð búið að missa þann trúverðuleika sem hefur komið honum í þá stöðu að vera einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hamraði á því í kosningarbaráttunni að hann væri eini heiðarlegi flokkurinn og að honum væri treystandi. Ég vona að ég geti haldið áfram að treysta Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Ég skora á forystufólk flokksins að standa á sannfæringu sinni um hvað er Íslandi fyrir bestu og hugsa um hvers vegna kjósendur gáfu þeim umboð til forystu. Það var ekki til þess að sækja um aðild að ESB. Ég kaus ekki Vinstri hreyfinguna grænt framboð til þess að sækja um aðild að ESB.

Það er klárlega gríðarlegt tækifæri sem okkur býðst nú til þess að mynda fyrstu alvöru vinstri stjórn á Íslandi. En hún má ekki verða of dýru verði keypt. Það er ekki þess virði að stofna til vinstri stjórnar ef það hefur í för með sér aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Látum frekar hina margklofnu Samfylkingu reyna að mynda stjórn með Framsókn sem með sínum einstaka hætti samþykkti að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið með óyfirstíganlegum skilyrðum. Þessi stjórn yrði ekki mynduð nema með fulltingi Borgarahreyfingarinnar sem er í raun jafn margir flokkar og fjöldi þingmannanna því Borgarahreyfingin skilgreinir sig ekki sem flokk. Það hefur enginn innan Borgarahreyfingarinnar hugmynd um hvaða skilyrði ættu að vera í aðildarsamningi né heldur hvað hreyfingin vill í öðrum málum. Gangi Samfylkingunni vel að koma sínum áherslum fram í þessum hópi.

Höldum okkur við þann heiðarleika sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur byggt upp á síðustu tíu árum og látum ekki glepjast þótt hér sé tækifæri til myndunar vinstri stjórnar. Ísland er ekkert inn í Evrópusambandinu. Ef við erum utan þeirrar stjórnar sem sækir um aðild að Evrópusambandinu þá getum við sem erum höll undir Vinstri hreyfinguna grænt framboð sameinast af krafti sem ein heild gegn þeirri ríkisstjórn sem reynir að teyma Ísland inn í Evrópusambandið.

Guðbergur Egill Eyjólfsson
Bóndi og nemandi við Háskólann á Akureyri


Að standa á sannfæringu sinni

 

Flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að standa utan ESB getur ekki staðið að því að sækja um aðild að ESB.

Hvernig á flokkurinn sem heild þá að koma fram, bæði sem umsóknaraðili og sem harður talsmaður þess að við göngum ekki í ESB. Þar með væri Vinstri hreyfingin grænt framboð búið að missa þann trúverðuleika sem hefur komið honum í þá stöðu að vera einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hamraði á því í kosningarbaráttunni að hann væri eini heiðarlegi flokkurinn og að honum væri treystandi. Ég vona að ég geti haldið áfram að treysta Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Ég skora á forystufólk flokksins að standa á sannfæringu sinni um hvað er Íslandi fyrir bestu og hugsa um hvers vegna kjósendur gáfu þeim umboð til forystu. Það var ekki til þess að sækja um aðild að ESB. Ég kaus ekki Vinstri hreyfinguna grænt framboð til þess að sækja um aðild að ESB.

Það er klárlega gríðarlegt tækifæri sem okkur býðst nú til þess að mynda fyrstu alvöru vinstri stjórn á Íslandi. En hún má ekki verða of dýru verði keypt. Það er ekki þess virði að stofna til vinstri stjórnar ef það hefur í för með sér aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Látum frekar hina margklofnu Samfylkingu reyna að mynda stjórn með Framsókn sem með sínum einstaka hætti samþykkti að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið með óyfirstíganlegum skilyrðum. Þessi stjórn yrði ekki mynduð nema með fulltingi Borgarahreyfingarinnar sem er í raun jafn margir flokkar og fjöldi þingmannanna því Borgarahreyfingin skilgreinir sig ekki sem flokk. Það hefur enginn innan Borgarahreyfingarinnar hugmynd um hvaða skilyrði ættu að vera í aðildarsamningi né heldur hvað hreyfingin vill í öðrum málum. Gangi Samfylkingunni vel að koma sínum áherslum fram í þessum hópi.

Höldum okkur við þann heiðarleika sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur byggt upp á síðustu tíu árum og látum ekki glepjast þótt hér sé tækifæri til myndunar vinstri stjórnar. Ísland er ekkert inn í Evrópusambandinu. Ef við erum utan þeirrar stjórnar sem sækir um aðild að Evrópusambandinu þá getum við sem erum höll undir Vinstri hreyfinguna grænt framboð sameinast af krafti sem ein heild gegn þeirri ríkisstjórn sem reynir að teyma Ísland inn í Evrópusambandið.

Guðbergur Egill Eyjólfsson
Bóndi og nemandi við Háskólann á Akureyri


mbl.is Viðræður halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að standa utan ESB

Nú er yfirvofandi hætta á heimsfaraldri og vera kann ef að sjúkdómurinn breyðist út að loka þurfi fyrir fluttninga á milli landa.

Hér á Íslandi búum við við falskt matvælaöryggi þar sem við framleiðum ekki nema sem nemur um 40% þess matar sem við neytum. Hin 60% eru flutt inn. Þetta þýðir að Ísland er háð innfluttningi á matvöru svo að þegnar landsins geti lifað. Ef lokast fyrir fluttning á matvöru til Íslands eru matarbyrgðir Íslendinga ekki nema til rúmlega tveggja mánaða. En matvæladreifing myndi stöðvast fyrr þar sem mætti gera ráð fyrir því að bændur myndu hætta að setja skeppnur frá sér á ákveðnum tímapunkti.

Innganga í ESB opnar alla markaði til landsins og bannar þar með með lögum að Ísland geti verið sjálfu sér nægt hvað matvæli varðar. ESB er að þessu leiti ekki samband fólksins heldur viðskipta.

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ólm viljað samþykkja hið umdeilda matvælafrumvarp sem myndi heimila innfluttning á hráu kjöti. Það frumvarp mun auka hættuna á skæðum manna og dýrasjúkdómum og einnig draga úr matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar.


mbl.is SÞ segja hættu á heimsfaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er engin lausn

Finnar fóru inn í ESB árið 1995 þegar þeir voru bugaðir af kreppu og átti ESB að verða eins og foreldri sem leiddi Finna út úr vandanum. En hver er staðan fjórtán árum síðar. Atvinnuleysi hefur aldrei farið undir 8% og skuldastaða Finna er að verða sú sama nú og hún var þegar þeir fóru inn í sambandi eða um 60% af vergri þjóðarframleiðslu.

Evrópusambandið er kerfi sem lofar þann heimskapítalisma sem komið hefur okkur á kné. Ef Ísland yrði aðili að ESB væri okkur bannað samkvæmt lögum sambandsins að vera okkur næg um matvæli. Hinn frjálsi markaður kæmi í veg fyrir það.

Baráttu kveðjur til allra hugaðra Íslendinga sem þora að standa á eigin fótum.....ja og kannski enn meiri baráttukveðjur til hinna. Þeim veitir víst ekki af.

Áfram Ísland


mbl.is Í engri stöðu til að setja VG kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband