Enga eftirgjöf varðandi ESB

 

 

Flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að standa utan ESB getur ekki staðið að því að sækja um aðild að ESB.

Hvernig á flokkurinn sem heild þá að koma fram, bæði sem umsóknaraðili og sem harður talsmaður þess að við göngum ekki í ESB. Þar með væri Vinstri hreyfingin grænt framboð búið að missa þann trúverðuleika sem hefur komið honum í þá stöðu að vera einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hamraði á því í kosningarbaráttunni að hann væri eini heiðarlegi flokkurinn og að honum væri treystandi. Ég vona að ég geti haldið áfram að treysta Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Ég skora á forystufólk flokksins að standa á sannfæringu sinni um hvað er Íslandi fyrir bestu og hugsa um hvers vegna kjósendur gáfu þeim umboð til forystu. Það var ekki til þess að sækja um aðild að ESB. Ég kaus ekki Vinstri hreyfinguna grænt framboð til þess að sækja um aðild að ESB.

Það er klárlega gríðarlegt tækifæri sem okkur býðst nú til þess að mynda fyrstu alvöru vinstri stjórn á Íslandi. En hún má ekki verða of dýru verði keypt. Það er ekki þess virði að stofna til vinstri stjórnar ef það hefur í för með sér aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Látum frekar hina margklofnu Samfylkingu reyna að mynda stjórn með Framsókn sem með sínum einstaka hætti samþykkti að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið með óyfirstíganlegum skilyrðum. Þessi stjórn yrði ekki mynduð nema með fulltingi Borgarahreyfingarinnar sem er í raun jafn margir flokkar og fjöldi þingmannanna því Borgarahreyfingin skilgreinir sig ekki sem flokk. Það hefur enginn innan Borgarahreyfingarinnar hugmynd um hvaða skilyrði ættu að vera í aðildarsamningi né heldur hvað hreyfingin vill í öðrum málum. Gangi Samfylkingunni vel að koma sínum áherslum fram í þessum hópi.

Höldum okkur við þann heiðarleika sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur byggt upp á síðustu tíu árum og látum ekki glepjast þótt hér sé tækifæri til myndunar vinstri stjórnar. Ísland er ekkert inn í Evrópusambandinu. Ef við erum utan þeirrar stjórnar sem sækir um aðild að Evrópusambandinu þá getum við sem erum höll undir Vinstri hreyfinguna grænt framboð sameinast af krafti sem ein heild gegn þeirri ríkisstjórn sem reynir að teyma Ísland inn í Evrópusambandið.

 


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála VG má alls ekki gefa eftir og fara í eitthvert ESB umsóknar ferli með Samfylkingunni.

VG má ekki láta hafa sig í slík landráð.

Hinnsvegar finnst mér að það mætti kjósa um það hvort að hefja eigi ESBi aðildarviðræður eða ekki.

Ég er sannfærður um að það verður kolfellt og þá skapast kanski vinnurfriður í þessu landi til að fara að byggja upp. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Páll Blöndal

Guðbergur,
Hagsmunir þjóðarinnar þurfa ekki að fara saman við hagsmuni hokurbændastéttar íslands.
Sú stétt hefur lifað á endalausum styrkjum og niðurgreiðslum á kostnað okkar hinna. Þökk sé valdníðslu Framsóknar í gegnum tíðina.

Páll Blöndal, 2.5.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Þakka þér fyrir kjarnyrta gagnrýni Hilmar.
Varðandi klofninginn í Samfylkingunni þá á ég heldur við að þarna innanborðs er fólk sem er alveg á vinstri vængnum og gæti allt eins verið í VG og síðan alveg til hægri í Sjálfstæðisflokknum. En því miður eru einstaka tíndar sálir líka innan VG í Evrópumálunum.

Ég hef kynnt mér málefni ESB og leifi mér að vitna í skrif Hjörleifs Guttormssonar  í þessu svari " framkvæmdastjórn ESB sitja nú 27 kommissarar, einn tilnefndur af hverju aðildarríki. Sérstaklega er kveðið á um að viðkomandi sé ætlað að gæta hagsmuna sambandsins í heild en ekki ganga erinda viðkomandi ríkis. Innan framkvæmdastjórnarinnar starfa nú um 25 þúsund embættismenn. Á Evrópuþinginu sitja alls 785 kjönir fulltrúar, þar af 5 frá Möltu sem er fámennasta ríki sambandsins með um 400 þúsund íbúa. Fulltrúatalan lækkar lítilsháttar eftir næstu kosningar til þingsins í júní 2009. Þingið hefur mjög takmörkuð völd. Í hlut Íslands kæmu  5-6 þingmenn alls, þ.e. innan við eitt prósent af heildarfjölda þingmanna." Er vottur af skinsemi í því að halda því fram að við hefðum einhver teljandi áhrir. Í ofan á lag er Íslenska þjóðin einfaldlega ekki nógu fjölmenn til þess að skipa fólk í alla þá málaflokka sem ESB nær yfir.

Varðandi traustið þá er VG eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í spillingu undangengina ára til að mynda þegið ofur styrki frá fyrirtækjum og þess háttar sukki.

Ég vill svo sannarlega að þessir tveir flokkar nái saman til þess að mynda næstu ríkisstjórn en það er ekki þess virði ef að það færir okkur nær ESB.

Það væri best ef Samfylkingin léti af ESB kröfunni og hægt væri að einbeita sér að uppbyggingu lansins.

Varðandi krónuna þá verður hún okkar gjaldmyðill næstu árin hvort sem við förum í ESB eða ekki þannig að ekki er um annað að ræða en að vinna bara með hana. Ég vil einnig benda á að nýlega sagði finnskur ráðherra það hafa verið mistök hjá finnum að taka upp evruna þar sem hún er nú allt of hátt skráð miðað við finnskan efnahag.

En málið er að það er ekki til nein töfra lausn við verðum að standa saman og vinna okkur út út vandanum sjálf, hér er ekki á neinn annan að treysta.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 2.5.2009 kl. 17:46

4 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Komdu sæll Páll.

Ef rétt verð væri á landbúnaðarvörum væru bændur meira en til í að afþakka allar greiðslur frá ríkinu. En til dæmis er mjólkurverð ákvarðað af sérstakri verðlagsnefnd. Verðið hefur opinbera verðlagningu til þess að allir þegnar landsins hagfi kost á að kaupa þá hollu og góðu vöru. Þetta kallast kjarajöfnun.

Stærsti útgjaldarliður ESB er útgjöld til landbúnaðarmála. Til dæmis er kornrækt styrkt mun meira í ESB en á Íslandi. En í raun er ekki líku saman að jafna þar sem okkar aðstæður til framleiðslunnar eru mun erfiðari vegna legu landsins.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 2.5.2009 kl. 17:50

5 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Guðbergur: Það er voða auðvelt að standa á því að VG sé "eini heiðarlegi sjórnmálaflokkurinn á Íslandi" því þið hafið verið í stjórnarandstöðu frá stofnun, fyrir u.þ.b. 11 árum...ekki rétt? Ég, sem "gamall" stuðningsmaður "Sjálfstæðisstefnunnar" (lesist: ekki Sjálfst.flokksins, í langan tíma) bókstaflega skammast mín fyrir flokk minn!, en það er annað mál...ég er og hef í langan tíma borið mikla og á margan hátt dulda virðingu fyir foringja ykkar; og ég styð andstöðu ykkar við ESB, EN! Hvað ætlar "þinn" flokkur að gera í atvinnumálunum NÚNA og málefnum HEIMILANNA!!!???? mér er spurn...allur tíminn fer í fjas um "The ESB Holy Grail"!!

Ég held að Steingrímur J. endi með því að leggja til sína fínu hugmynd um ÞJÓÐSTJÓRN!, því það held ég sé það eina sem kemur okkur útúr þessari klípu sem stendur!

p.s. þett'eru ansi sterkir punktar frá þessu Hilmari (SF manni). Það segir nú allt sem segja þarf um væntanlegt samstarf SF og VG! Need I say more?

Kristinn Rúnar Karlsson, 2.5.2009 kl. 18:06

6 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Sæll Kristinn.

Það kemur aldrei fram hjá mér að VG séu eitthað heilagari en aðrir og ekki veit ég hvernig flokkurinn væri eftir 18 ára stjórnarsetu. En eins og staðan er í dag getur flokkurinn staðið á því að hann hefur hreint orðspor það er annað en aðrir flokkar geta sagt.

Svo íta reyndar reglur flokksins varðandi prófkjör undir þetta. Í prófkjörum er frambjóðendum hreinleg ekki heimilt að auglýsa sig þannig að möguleikinn til þess að múta þeim með fjárframlögum á þeim vettvangi er ekki fyrir hendi.

VG vill ekkert frekar en geta farið í ríkisstjórn og axla þá ábyrgð að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. En það er bara alls ekki víst að þeim verði hleypt að.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 2.5.2009 kl. 18:15

7 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Sæll Guðbergur:

Ég skrifaði nú ekki "heilagari", heldur "eini heiðarlegi stjórnmálaflokkurinn..." þannig að höfum það á hreinu. Það er hárrétt ábending hjá þér að það þarf að taka til eftir Sjálfst.flokkinn og Framsókn eftir 18 ÁRA VALDASETU! sem er óhollt öllum flokkum, en þú svarar ekki spurningum mínum um hvað ÞINN flokkuar ætlar að gera, annað en að drepa niður allt frumkvæði í atvinnulífi!! komdu með mótrök þar kappi! I dare U!

En eins og ég sagði í pósti mínum þá hygg ég að skársta leiðin útúr þessu megaklúðri sé ÞJÓÐSTJÓRN, því þessu hyski öllu saman, sama hvað flokki það tilheyrir, er ekki treystandi, með sínar flóknu stjórnmálahugsjónir til að leiða landið úr þessum ógöngum!; ekki einu sinni VG né SF!

Kristinn Rúnar Karlsson, 2.5.2009 kl. 18:30

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ef VG ætlar að vera varanlegur stjórnarsandstöðuflokkur mun flokkurinn ekki lifa lengi. Það er bara hægt að lifa ákveðið lengi á meintu sakleysi og hreinleika. Fólk kýs ekki flokk sem vill ekki taka þátt í stjórnun landsins.

Það verður engin þjóðstjórn, enda er það óráð.

Svala Jónsdóttir, 2.5.2009 kl. 18:54

9 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

VG ætlar alls ekki að drepa niður allt frumkvæði í atvinnulífinu. TIl að mynda vill VG losna undan kvöðum AGS sem klárlega er sá aðili sem heldur vöxtum uppi í landinu þessa stundina. Það væri atvinnulífinu ekkert hollara en að losna undan þeim kvöðum.

EF þú læsir ályktanir frá landsfundi VG þá var þar samþykkt að gera Ísland sjálfbært hvað fæðu varðar. Það þýðir að stefna eigi að því að framleiða sem mest af matvælum á landinu. Það myndi skapa þúsundir starfa og einnig spara gríðarlegann gjaldeyri þar sem við eyðum rúmlega 40 milljörðum í að kaupa mat og drykk til landsins. Lands sem gæti auðveldlega framleitt allan sinn mat sjálft. Vonandi finnst þér ekki lummó að bjóða upp á störf í landbúnaði.

Varðandi að vera stjórnarandstöðu flokkur að eilífu er ég sammála að það er ekki gott til lengdar þess vegna vona ég að SF láti af þeirri vitleysu að setja það sem kröfu að þoka okkur nær ESB.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 3.5.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband