Gott að standa utan ESB

Nú er yfirvofandi hætta á heimsfaraldri og vera kann ef að sjúkdómurinn breyðist út að loka þurfi fyrir fluttninga á milli landa.

Hér á Íslandi búum við við falskt matvælaöryggi þar sem við framleiðum ekki nema sem nemur um 40% þess matar sem við neytum. Hin 60% eru flutt inn. Þetta þýðir að Ísland er háð innfluttningi á matvöru svo að þegnar landsins geti lifað. Ef lokast fyrir fluttning á matvöru til Íslands eru matarbyrgðir Íslendinga ekki nema til rúmlega tveggja mánaða. En matvæladreifing myndi stöðvast fyrr þar sem mætti gera ráð fyrir því að bændur myndu hætta að setja skeppnur frá sér á ákveðnum tímapunkti.

Innganga í ESB opnar alla markaði til landsins og bannar þar með með lögum að Ísland geti verið sjálfu sér nægt hvað matvæli varðar. ESB er að þessu leiti ekki samband fólksins heldur viðskipta.

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ólm viljað samþykkja hið umdeilda matvælafrumvarp sem myndi heimila innfluttning á hráu kjöti. Það frumvarp mun auka hættuna á skæðum manna og dýrasjúkdómum og einnig draga úr matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar.


mbl.is SÞ segja hættu á heimsfaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jahá...

...þér finnst þetta ekki vera hræðsluáróður?

Hvað varð um SARS og Fuglaflensu?

098D0ED1-6128-B45B-FB83-618C56DAF106
1.02.28

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.4.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Ég held bara að hverri þjóð beri skyldu til að geta séð sér og sínum farborða og það væri okkur ekki leyfilegt innan ESB vegna reglna opins markaðar sambandsins.

Og varðandi hræðsluáróðurinn þá held ég að allur sé varinn góður, hvað töpum við á því? Erum við  sum hver virkilega orðin það firt eftir hið svo kallaða góðæri að halda að ekki einu sinni sjúkdómar geti bitið á okkur?

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 29.4.2009 kl. 12:26

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Við töpum peningum ef við eyðum þeim í varnir gegn hættum sem eru ekki til staðar.

Finnst þér Ísland eiga nóg af slíkum í dag?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.4.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband