Bara fyndið

Ekki er öll vitleysan eins. Heldur einhver virkilega að ráðning Davíðs muni auka vinsældir Moggans. Ef satt reynist verður maður aðeins leiður að vera ekki áskrifandi að Mogganum til þess að geta sagt honum upp ef Davíð yrði ráðinn.

Hvað halda eigendur blaðsins að Davíð geti lagt til málanna Mogganum til heilla. Jú hann hefur reynslu af blaðamennsku var blaðamaður í eitt ár fyrir nær fjörutíu árum. Jæja þetta er kanski ekki svo skrítið á Íslandi í dag, önnur eins vitleysa hefur víst verið framkvæmd undanfarið. Þetta er samt enn eitt atvikið ef satt reynist sem sýnir fram á að það er bara ekki allt í lagi með suma.


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draga á umsóknina til baka

Það er alveg ljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar vill halda sjálfstæði sínu og standa utan ESB. Það er langt síðan maður hefur séð svona jákvæða frétt. Nú er lag fyrir þingflokk VG að standa í lappirnar og leggja til að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Þjóðin vill ekki ganga í ESB, þjóðin vill ekki að stjórnsýslan sé að stórum hluta upptekin við að svara 2500 spurningum frá ESB og þjóðin vill ekki eyða peningum í þetta gæluverkefni Samfylkingarinnar.

Hverju lofaði Samfylkingin að kæmi í kjölfar aðildarumsókn að ESB. Jú hækkandi gengi krónunnar, aukinni trú erlendra fjárfesta á íslensku efnahagslífi og aukinni hjálp að utan. Hefur eitthvað af þessu gerst, NEI. Og hvernig er þá með öll loforðin um bættara Ísland þegar landið er orðið hluti af sambandinu, það er engin lausn að afsala sér sjálfsæðinu til ESB.

Svona í fram hjá hlaupi þá var ég á málþingi um norðurslóðir um síðustu helgi og ræddi þar við næstráðanda í hinu nýja utanríkisráðuneyti Grænlands og sagði hann mjólkurverð hafa lækkað þegar Grænlendingar sögðu skilið við Evrópusambandið.

Í samskonar frétt og þessari á Vísi.is þá er fyrirsögnin"andstaða við ESB í hámarki". Við skulum bara vona að andstaðan sé ekki búin að ná hámarki sínu og eigi eftir að aukast enn meira.


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gerðu útrásar víkingarnir einnig

Velgengni hinnar Íslensku útrásar fengu líka mikkla athygli. Eins og Magma jukust umsvif þeirra hratt og örugglega. En fallið var líka hratt og örugglega.
Ef Íslensk stjórnvöld hafa ekki bolmagn til þess að stöðva þessi grunn mistök þá er orðin spurning hver ræður í landinu.
Eru öfl þess kapítalisma sem komið hafa okkur á kné enn þetta valda mikil. Ef svo er þá verðum við almenningur að fara að láta til okkar taka aftur.
mbl.is Velgengni Magma vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænmetis stóriðju á Húsavík

Við Íslendingar framleiðum ekki nema um helming þess grænmetis sem við neytum. það væri bæði gjaldeyrissparnaður og atvinnuskapandi að framleiða allt okkar grænmeti sjálf. Við grænmetisframleiðsluna starfa um eitt þúsund manns fyrir utan þau afleiddu störf sem greinin skapar. Það er ljóst að það væri hægt að framleiða umtalsvert meira grænmeti í þeim gróðurhúsum sem til eru því þau standa flest ónotuð yfir há veturinn vegna hás rafmagnsverðs. En þó þau hús væru fullnýtt væri hægt að byggja upp gott grænmetis fyrirtæki á Húsavík.
mbl.is Skoða aðra orkunýtingu en til álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OECD, ESB,AGS allt sama tóbakið

Það sem allar þessar stofnanir vinna að er að viðhalda núverandi fjármálakerfi og þeirri heimskipan sem þær eru búnar að koma sér upp sér til hagsbóta. Að sjálfsögðu vill OSED að Ísland sé innan ESB því þá er engin hætta lengur að Ísland fari að taka óvinsælar ákvarðanir á eigin forsendum, þá verður búið að binda landið í klafa heimskapítalismans.

Sorglegt er að sjá hinn mikkla hugsjóna mann Steingrím J þegja þunnu hljóði við skýrslu eins og kom nú frá OECD þar sem hlutast er til um innanríkis mál Íslands. Eini maðurinn sem virðist berjast eitthvað er Ögmundur Jónasson enda hefur hann mikið að bæta fyrir eftir að hann sagði já í atkvæðagreiðslunni um aðildarumsóknina að ESB.


mbl.is OECD blandar sér í íslensk stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins góðar fréttir

Ísland hefur ekki alveg hagað sér eins og hlýðinn rakki í icesave málinu og hefur með því raskað ró ESB. Kanski halda þeir að með þessu geti þeir hrætt Íslendinga til frekari hlýðni á alþjóðlega sviðinu.

En það er alla vega gott að asinn hjá samfylkingunni hefur verið stoppaður af og manni verður rórra að ekki eigi að flana að neinu í þessum málum. Bara leiðinlegt að það var af frumkvæði ESB en ekki okkar eigin ríkisstjórnar.


mbl.is Íslendingar fá ekki flýtimeðferð í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki samkvæmur sjálfum sér

Ég man ekki betur en Ólafur hafi synjað fjölmyðlafrumvarpinu vegna mikils þrýstings frá almenningi og að þjóð og þing væru klofið í málinu. Neitunarákvæði forsetans á að vera öryggisventill þegar þingið ætlar gegn þjóðarvilja. Í þessu máli óháð hvort maður sé sammála samþykkt frumvarpsins eða ekki er óumdeilanlegt að vilji þings og þjóðar fara ekki saman í þessu máli.

Allt það tal um breytta stjórnarskrá til þess að kerfið virki betur er ekki til neins þegar þær reglur sem þó eru til eru að engu hafðar. Ef einhverntíman hefði átt að beita neitunarákvæði forseta þá var það í þessu máli. Máli þar sem auðvaldskerfið ætlar að láta almenning borga fyrir eigin vanhæfni.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert annað en sala á auðlyndum

Að afsala sér yfirráðum á auðlyndum í heila kynslóð er ekkert annað en sala. Eftir 65 ár verð ég orðinn 102 ára ef ég verð lyfandi en væntanlega búin að lyggja í jörðu í nokkra áratugi. Það er því ljóst að allan minn líftíma verða þær auðlyndir sem nú er verið að koma í hendur útlendinga í þeirra ekki á forræði Íslendinga.

Í neiðaraðstæðum eins og er nú á Íslandi verðum við að hafa stjórnmálamenn sem þora og eru tilbúnir að beita sér hratt og af festu fyrir Ísland. Ef lögin eru það illa úr garði gerð að þau heimili þennan samning verður að breyta lögunum og gera það strax. Það verður mun erfiðara að taka þennan gjörning til baka ef hann gengur í gegn.


mbl.is Segir samninga við HS Orku í samræmi við orkulög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við leggjumst í duftið fyrir ESB

Það er sorglegt að horfa upp á hve sterk ítök alheims kapítalisminn hefur orðið á Íslandi. Kannski ekki að undra þar sem ríkisstjórnir undangenginna ára hafa lofað þá stefnu og með hegðan sinni komið okkur í þá aðstöðu sem við nú erum í.

Það er með ólíkindum að horfa upp á linkind VG í stjórnarsamstarfinu. Icesave, Esb atkvæðagreiðslan, álver í Helguvík og nú einkavæðing orkufyrirtækja. Er það þess virði að sitja í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Ég held ekki.

Sjálfur var ég á flokksráðsfundi VG nú um helgina sem áheirnarfulltrúi og lagði fram ályktun varðandi aðildarumsóknina í ESB. Ég læt ályktunina fylgja með og síðan ræðu mína á fundinum. Þess má geta að ályktunin var aðeins felld með tveimur atkvæðum og það eftir að formaðurinn hafði fordæmt ályktunina í ræðu sinni rétt áður.

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn að Hvolsvelli 28. – 29. ágúst 2009.Flokksráð harmar að hluti þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafi samþykkt þingsályktunartillögu um aðildar umsókn að Evrópusambandinu. Vill flokksráð benda þingflokknum á að í lögum flokksins standi skýrum stöfum að Vinstri hreyfingin grænt framboð ætli að standa vörð um sjálfstæði Íslands. Jafnframt segir í stefnu flokksins um utanríkismál að Vinstri hreyfingin grænt framboð hafni aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er ljóst að hluti þingflokksins hefur hvorki fylgt stefnu flokksins við atkvæðagreiðsluna né þeim áherslum sem flokkurinn lagði upp með í Evrópumálum í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.
Vill flokksráð minna þingmenn flokksins á að fylgja stefnu flokksins og gæta þess að fara ekki út af sporinu í jafn viðamiklum málum og gert var í atkvæðagreiðslunni um aðildar umsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Mikil ólga er innan flokksins vegna þessa og vill flokksráð beita sér fyrir því að flokkurinn standi þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Jafnframt er mikilvægt að þetta mál falli ekki í gleymsku og verði til lykta leitt á næsta landsfundi flokksins.
 Guðbergur Egill Eyjólfsson

Ræða mín á fundinum

FlokkráðsfundurÞann 16. Júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar. Var þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt með með fulltingi 8 þingmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.Í lögum flokksins segir í annari grein: Markmið flokksins er að berjast fyrir jafnrétti, jöfnuði, réttlæti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, lýðræði, sjálfstæði þjóðarinnar og friðsamlegri sambúð þjóða.Ég get tekið heilshugar undir öll þau atriði sem minnst er á fyrr nefndri grein og eftir því sem ég best veit flestir félagar í Vinstri hreifinguni grænu framboði einnig en með stuðningi sínum við aðildar umsókn að Evrópusambandinu hafa 8 þingmenn VG sniðgengið tvö mikilvæg grundvallar stefnumál sem greipt eru í lög flokksins.Í fyrr nefndri lagagrein kemur skýrt fram að það sé stefna Vinstri hreifingarinnar græns framboðs að verja sjálfstæði þjóðarinnar. Það er með engu móti hægt að sjá að þeirri stefnu sé framfylkt með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Annað er að með þessum gjörningi er lýðræðið fótum troðið. Það er óumdeilanlegt að í aðdraganda síðustu kosninga var málfluttningur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á þá leið að hreyfingin ætlaði að berjast með kjafti og klóm gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það er því ljóst að þegar kjósandinn merkti við vg þá var hann einnig að kjósa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Það getur vel verið að einhverjir sem aðhyllist aðild að evrópusambandinu hafi kosið vg en þeim átti að vera ljóst að sú skoðun þeirra samræmdist ekki stefnu flokksins.
Enda getur ekki verið vilji alvöru vinstri flokks að vilja ganga inn í þess háttar bandalag.  Evrópusambandið er ekkert annað en harð kapítalískt efnahagsbandalag og innan þess rúmast ekki vinstri stjórn. Þess lags vinstri stjórn getur aldrei stjórnað nema á forsendum þess kapítalisma sem Evrópusambandið leggur upp með. Þeir sem stunda þessháttar vinnubrögð eru kallaðir kratar að því sem ég best veit og eiga ekki heima í alvöru vinstri flokki.
Sú landfundarályktun sem sumir hafa viljað túlka á þann veg að hún hafi gefið þingmönnum okkar gerlegt að samþykja aðildarumsóknina er með ólíkindum léleg afsökun fyrir þessum gjörningi því það er með engu móti hægt að lesa út úr henni að Vinstri grænir ætli að standa að aðildarumsókn að Evrópusambandinu. En það sem verra er að ef það hefur verið tilgangur ályktunarinnar að opna fyrir þann möguleika að VG myndi styðja aðildarumsókn þá var ekki gengið hreinlega til verks. Þá hefði átt að leggja fram ályktun sem segði það skýrum stöfum svo að það væri engum vafa undirorpið. Heyrst hefur innan raða flokksins að hyggilegra sé að hafa efahyggfólk með í för þegar samið er um aðild að Evrópusambandinu til þess að gera samninginn sem bestan. Þetta er einkar furðuleg taktík af hálfu þeirra sem ekki vilja að samningurinn sé samþykktur. Það að gera samninginn sem físilegastann og auka þar með líkurnar á því að hann verði samþykktur.Þegar Steingrímur gerði grein fyrir atkvæði sínu þá sagði hann að:
„Hvoru tveggja afstaðan, að vera með því eða á móti er vel samrýmanleg stefnu flokksins.“ Það er sem sagt stefna Vinstir grænna í evrópumálum að vera bæði með því og á móti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ef maður sætti sig við svona losara hátt þá hefði maður bara kosið Framsóknarflokkinn. Ég hélt að í þessum flokki tæjkum við afstöðu með eða á móti og stæðum svo föst á þeirri afstöðu. Vinnubrögðin í kringum esb atkvæðagreiðsluna eru ekki hreyfingunni samboðin og þess háttar vinnubrögð er eitthvað sem þingmenn okkar eiga ekki að komast upp með. Ég heyrði Steingrím oftar en einu sinni segja í aðdraganda kosninganna að ef þjóðin kysi yfir sig sjálfstæðisflokkinn aftur ætti hún ekkert betra skilið, það sama á við um okkur flokksmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ef við látum þessi vinnubrögð viðgangast þá eigum við heldur ekkert betra skilið.
Ég kem ekki fram með þessa gagnrýni með glöðu geði. En fyrr nefnd afglöp eru svo alvarleg að ekki varð hjá komist. En sú ályktun sem ég legg fyrir fundinn segir í senn að VG ætli að standa saman í þeirri baráttu sem framundan er og einnig að það sé ekki liðið að flokkurinn fari út af þeirri braut sem hann hefur markað sér á undanförnum tíu árum. Það er hreinskiptni, einurð og heiðarleiki.
 

mbl.is Þýsk stjórnvöld fylgjast með hvort Íslendingar virði reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerfið er ekki að virka

Það virðist vera að sama hve margir fræðingarnir eru þá finnast engar lausnir. Íslenskt hagkerfi virðist ekki samkvæmt kenningum hagfræðinganna. Stór hluti vandans er að þeir hagfræðingar sem leysa eiga vandann eru aldir upp og há menntaðir í því að hugsa samkvæmt því kerfi sem er hrunið. þeir kunna ekki að hugsa út fyrir kerfið og því engin von til þess að þeir finni lausnina þar sem þeir eru hluti þess kerfis sem er útbrunnið.

Væri ekki bara gáfulegra að fá sæmilega skynsaman múrara eða atvinnulausan smið í seðlabankann. Þeir gætu fundið upp á einhverjum nýungum, þeir myndu alla vega ekki standa sig ver en hagfræðingarnir.


mbl.is Ræddu um að hækka vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband