3.10.2009 | 09:24
Firring risafyrirtækjanna
Hvers vegna eiga stórfyrirtækin ekki að taka á sig auknar álögur í Kreppunni. Þau hafa svo sannarlega notið skattaumhverfisins í skjóli Sjálfstæðisflokksins og lagt allt of lítið til samfélagsins. Er það virkilega sanngjarnt að einstaklingar láti hlutfallslega mikklu meira af mörkum en þessi fyrirtæki. Fyrir nokkru heyrðist að þessir skatta myndu éta upp allan hagnað Alcoa herlendis. Er það ekki bara í lagi í nokkur ár ef þeir fara ekki í mínus, þetta á um flesta íslendinga í dag þeir eru ekki að skila hagnaði. Stórfyrirtækin nutu gróðærisins og verða nú að taka þátt í að borga það tímabil eins og allir aðrir.
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, var á fundinum. Hann segir mjög þungt hljóð hafa verið í mönnum þar, nánast uppgjöf í loftinu. Hvernig tónn heldur maðurinn að sé á íslenskum heimilum, það eru allir í sömu súpunni og þurfa að hjálpast að, enginn á að vera undanskilin því með því móti tekur þetta ástand fljótar af.
Vilja orkuskattana af borðinu sem allra fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.