Segjum skilið við AGS

Síðasta vetur var VG einn fjórflokkanna sem ekki vildi fara í slagtog með AGS. Forsvarsmenn VG lístu stofnuninni nákvæmlega á þann hátt sem nú hefur komið á daginn. Nú í dag fór Bjarni Ben mikinn er hann tjáði sig um AGS og sagði best að Ísland losaði sig undan stofnuninni. Nú þegar íhaldið sem hefur verið skoðunar bróðir AGS í gegn um tíðina er nú loks búinn að finna það á eigin skinni hvernig hann virkar þá er lag að segja bless.

Ísland mun ekki fara ver út úr því að losa sig strax undan oki AGS þótt kaldir vindar munu blása í kjölfarið frá helstu fulltrúum alheimskapítalismanns heldur en að taka við öllum lánunum og lenda þar með í þrælakistunni.

Íslendingar geta þá sameinast um sameiginlegann andstæðing, barið sér á brjóst og unnið sig sem ein heild út úr kreppunni. Bónusinn við þetta allt saman yrði svo að ESB myndi ekki vilja sjá okkur svo að sjálfstæði okkar væri borgið um nánustu framtíð.


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt Guðbergur að VG hafði uppi hörðustu varnaðarorðin, en í öllum flokkum var fólk sem þekkti til sögu AGS og vantreysti honum. Innan Sjálfstæðisflokksins var til dæmis mikil andstaða við að leitað yrði til AGS og það var fyrst þegar allar aðrar leiðir virtust lokaðar sem leitað var þangað.

Það er rangt að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið “skoðanabróðir AGS í gegn um tíðina”. Ef þú hefur einhver rök fyrir þessu, væri áhugavert að sjá þau. Nú gildir að menn standi saman að þeim aðgerðum sem grípa þarf til. Meðal annars þurfum við að taka upp markaðs-væna peningastefnu (reglu-bundna peningastefnu) og varpa “torgreindu peningastefnunni” fyrir róða.

Með “fastgengi undir stjórn Myntráðs” höfum við enga þörf fyrir gilda gjaldeyrissjóði til þess eins að styðja við gengi Krónunnar. “Alvöru peningur” (real money) með alþjóðlega stoðmynt opnar okkur alla vegi. Gengisfellingar heyra sögunni til og þar með verðbólga. Þá verður verðtrygging lána óþörf og frásagnir af eignabruna vegna verðbólgu mun hljóma eins og tröllasögur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.10.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frekar en að kalla AGS og xD skoðanabræður væri í raun réttara að tala um íslenska peningahyggjumenn (finnast bæði í xD, xB og xS) sem skoðanabræður AGS.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband