2.10.2009 | 12:01
Mótsögn Bjarna Ben
Það ætti ekki að koma á óvart að fólk sem aðhyllist stefnu VG finnist óréttlátt að við hinn almenni íslendingur eigi að borga upp gróðærissukkið en að Bjarna Ben formanni Sjálfstæðisflokksins finnist það óréttlátt er hálf mótsagnarkennt. Hvers vegna það? Jú Bjarni Ben er kapítalisti og er jú víst eðli kapítalismanns að ganga í gegn um kreppur ekki satt? Bjarni ætti í raun að vilja borga sukkið eins og ekkert væri því að þetta er jú bara hluti af því kerfi sem hann hefur ástundað og hefur ekki í hyggju að víkja frá.
En varðandi okkur sem aðhyllumst stefnu VG við vildum ekki þetta kerfi, við viljum ekki þetta kerfi. Við viljum sanngjarnara samfélag sem byggist á jöfnuði. Samfélagi sem hefur sem sitt æðsta takmark að hámarka velsæld og hamingju íbúanna. Meira um þetta síðar.
Fundi um Icesave lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þið sem aðhyllist Vg viljið bara fjallagrös og lopapeysur.
Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 12:29
Viljið þið samfélag sem byggist á jöfnuði og hefur það æðsta takmark að hámarka velsæld og hamingju íbúanna?
Voðalega hljómar þetta eitthvað Marxískt. Þetta var einmitt takmark kommúnismanns með þeim afleiðingum sem flestir þekkkja.
Hvernig á að ná fram jöfnuði svo vel sé án þess að gengið sé á rétt ákveðinna hópa og þeir barðir niður til að þóknast "öreigunum" ? Mér þætti gaman að heyra þína skoðun á því.
Hrafna (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 12:52
Hrafna: Þurfa menn að vera VG til að geta fallist á þessa hugmynd um velsæld og hamingja fyrir alla ? Eða hefur þú þá hugmynd að þetta sé bara fyrir útvalda.
Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 13:27
Það er mjög skrítið þetta með að kenna einkavæðingu bankanna um bankahrunið. það þætti skrítin útskíring hjá bílstjóra ef hann segði að bíllinn væri væri of kraftmilkill og þess vegna keyrði hann of hratt. Það voru ekki bankarnir sem settu ísland í núverandi stöðu. Það voru stjórnendur bankana. Alveg eins og það er bílstjórinn sem keyrir of hratt
Jón Páll Haraldsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:37
Hvaðan hefur þú þær upplýsingar Guðbergur, að það sé “eðli kapítalismans að ganga í gegn um kreppur” ? Er hægt að hugsa sér meiri kreppu en kommúnisminn hefur gengið í gegnum, í Austur-Evrópu til dæmis ?
Ég get upplýst þig um að sú “torgreinda peningastefna” (discretionary monetary policy) sem hér er rekin, er kommúnismi en ekki kapítalismi. Þessari peningastefnu má að miklu leyti kenna um efnahagshrunið. Þú ættir að lagfæra stefnuna hjá þér. Hvaða kerfi er það annars sem þið VG aðhyllist til dæmis í peningamálum ?Loftur Altice Þorsteinsson, 2.10.2009 kl. 15:48
Sælir félagar
Baldur Það væri náttúrulega dásamlegt að geta lifað af fjallagrösum og lopapeysum en það er víst ekki nóg. En þessi athugasemd hjá þér á hún eitthvað skilt við skrifin mín hér að ofan eða er þetta tóm rökleysa?
Hrafna sjálfur er ég ekki Marxisti þó að mér finnist að karlinn hafi ekki verið alvitlaus. Ég skil það þannig að þeir hópar sem barðir eru niður til þess að skapa jöfnuð séu þeir sem "hafa komist lengst" það er þeir efnameiri. Já í þeim skilningi að þeir geti ekki hagað sér eins og undanfarið, yfirskuldsett sig og svo látið almenning borga, þá segji ég já. Það væri td skref í rétta átt að koma í veg fyrir alla þessa ehf væðingu þar sem fólk kemst upp með að borga 10% skatt af tekjum sínum á meðan hinn almenni launamaður borgar tæp 40%. Það eru nú ekki ofsafengnari aðgerðir en þetta sem gætu stuðlað að jöfnuði. Finnst þér þetta í raun ranglátt?
Finnur ég held að þessi hugmynd um velsæld og hamingju sé að sjálfsögðu údbreiddari en að hún sé eingöngu innan vébanda VG en ef ég miða við gamla fjórflokkinn þá er í raun ekki hægt sjá þetta í reynd í nokkrum öðrum flokki að mínu viti.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 2.10.2009 kl. 15:48
Loftur, er þetta ekki svipað og með hjónabandið - þar koma kreppur annað veifið og stundum hrynur allt heila klabbið.
Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 16:13
Sæll Loftur
Varðandi Kreppurnar og kapítalismann þá eru það nú helstu gúrúar kapítalismans eins og t.d. Alan Greenspan fyrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Varðandi kommúnismann í Austur-Evrópu þá afsakar ruglið þar ekkert kapítalismann, það er ekki eins og þetta séu þær tvær einu stefnur sem koma til greina. Svo er annað sem undrar mig hvers vegna kommúnismi kemur svona oft upp í hugann á hægri mönnum í rökræðu við VG sinna. Það er himinn og haf á milli hóflegs sósíalisma og kommúnisma og sjálfur er ég langt frá því að vera kommúnisti.
Þú talar um að sú peninga stefna sem hér hafi verið viðhöfð sé kommúnísk þá var fleira í fari ríkistjórnar sjálfstæðisflokksins sem var kommúniskt t.d. stóryðjuframkvæmdirnar þar sem ríkið kom færandi hendi með atvinnuna í stað þess að láta einstaklinana um að skapa hana sjálfir. (síðan er allt annar handleggur náttúruspjöllin og hvaða áhrif svona risa karlægur vinnustaður mun hafa á austurland, hvað þá lágt raforkuverð og það hve störfin voru dýr og mest af arðinum fari úr landi, en þetta er önnur umræða).
Varðandi hvaða peningastefnu VG vill þá eru væntanlega skiptar skoðanir um það eins og í öðrum flokkum og því miður held ég að það versta við þá ákvörðun um hvaða peninga stefna sé best þá veit það engin, ekki Jóhanna ekki Steingrímu,ekki Sigmundur Davíð og ekki Bjarni Ben. Mín skoðun á þessu er að hvert ríki á að hafa sína peningastefnu og koma í veg fyrir að auhringir eða önnur ríki geti leikið sér með fjármál heillar þjóðar, kallaðu það höft eða hvað þú vilt en ég myndi kalla það reglur landsmönnum til hagsbóta.
Kveðja Guðbergur
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 2.10.2009 kl. 16:18
Guðbergur segir: "Ég skil það þannig að þeir hópar sem barðir eru niður til þess að skapa jöfnuð séu þeir sem "hafa komist lengst" það er þeir efnameiri. Já í þeim skilningi að þeir geti ekki hagað sér eins og undanfarið, yfirskuldsett sig og svo látið almenning borga, þá segji ég já."
Þannig að þér finnst sanngjarnt að fólk sem hefur "komist lengst" sé barið niður svo öreigarnir fái meira? Hvað með fólk sem hefur unnið meira en hinir og lagt meira á sig en hinir? Er sanngjarnt að þannig fólki sé haldið niðri af ríkinu?
Auðvitað eiga menn ekki að komast upp með að græða á tá og fingri og senda svo reikninginn fyrir tapinu á almenning. Svoleiðis háttsemi telst heldur ekki til frjálshyggju eins og margir vilja meina. En "jöfnuðinum" fylgir óneitanlega mikil ósanngirni og endar oft með því að sumir verði jafnari en aðrir.
Viljið þið svo ekki bara afnema séreignarréttinn til að fullkomna planið um "jöfnuð" ? Ekki yrði ég hissa.
Hrafna (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 16:44
Komdu sæl Hrafn
Mér sýnist við vera bara nokkuð sammála og ég held þú hafir ekki lesið sýðustu athugasemd hjá mér nógu vel þar sem ég segist alls ekki vera kommúniti enda á ég sjálfur tvær bújarðir þannig að það er ekki mjög svo í anda kommúnisma.
Til að hafa það á hreynu að þegar ég er að tala um jöfnuð er ég ekki að tala um að allir eigi að vera eins, þá er ég að tala um að allir eigi að hafa rétt á grunnþjónustu og aðgangi að mannsæmandi lífskjörum. Sumir munu alltaf vera duglegri en aðrir og eiga að mínu viti að fá að njóta þess að einhverju marki en það eru öfgarnir í báðar áttir sem ekki eiga að vera til staðar enda engin ástæð fyrir slíku.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 2.10.2009 kl. 16:59
Alveg dæmigert fyrir ykkur kommúnistana, heimtið jöfnuð og viljið ræna og rupla frá þeim sem hafa unnið fyrir eignum sínum en sjálfur á hann tvær bújarðir - hvernig væri nú að deila með sér og gefa okkur smælingjunum eins og einn hektara hverjum, þar gætum við ræktað jarðepli og gulrófur til að svelta ekki í hel undir sovétstjórnarfari Steingríms og Jóhönnu?
Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 17:08
Sæll Baldur
Þú ert greinilega ekki búinn að fatta að ég er ekki kommúnisti, jæja hvað um það. Að telja að allir sem eru í VG séu kommúnistar væri eins og að telja alla sem eru í Sjálfstæðisflokknum fasista og ég er viss um að svo sé ekki.
Varðandi bújarðir og not af þeim að þá væri hægt að framleiða mun ódýrari mat handa öllum hér ef fyrri ríksstjórnir hefðu hugað betur að þessum málaflokki. Td í mínu tilfelli þá borgar sig ekki fyrir mig að vera með búskap ég stunda hann aðalega af hugsjón og áhuga. Ef bændur rækju bú sín af gróðarsjónarmiði einu saman þá væri hér enginn landbúnaður.
Varðandi Sovétstjórnarfar núverandi ríkisstjórnar þá get ég lofað þér að það væri allt annað ef að hægri öflin í landinu væru ekki búin að gjöreyðileggja efnahaginn. Núverandi stjórn er ekki að stjórna eins og hana langar til, við erum undir hælnum á AGS og ég vil minna þig á það að VG var eini flokkurinn sem ekki vildi gangast undir sjóðinn og ég er á þeirri skoðun að við eigum að segja skilið við hann sem fyrst. Heldur þú í alvöru að ástandið væri betra með aðra við stjórnartaumana og þá hverjir ættu að vera í stjórn og hvað heldur þú að myndi batna við það? Nú væri gaman að fá svar.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 2.10.2009 kl. 17:31
Ég skil vel Guðbergur, að þú viljir ekki vera bendlaður við kommúnisma. Hins vegar hljóta allir vinstri menn að sækja eitthvað til þeirrar stefnu, vegna þess að hún er væntanlega lengst til vinstri.
Ég hef litið svo á, að kommúnismi snúist um að öll framleiðslutæki séu í ríkiseigu. Til að hægt sé að stjórna slíku kerfi er einnig nauðsynlegt að ríkið (flokkurinn) hafi öll tök á stjórnmálunum. Ert þú ekki sammála þessu ?
Vinstri flokkur eins og VG horfir hugsanlega ekki til langrar framtíðar, en hvert getur leið hans legið ef ekki til ríkisrekstrar ? Geta menn treyst því að VG verði alltaf lítill flokkur, sem ekki dreymir stóra drauma um ríkisrekstur á öllum sviðum ?
Það er skemmtilegt sem þú segir um kommúnistisk verk Sjálfstæðisflokksins. Ég er sjálfur að ýmsu leyti sömu skoðunar. Þar á meðal er ríkjandi peningastefna, óhófleg umsvif ríkisins og stjórnarhættir framkvæmdavaldsins, sem stundum er nefnt ráðherraræði.
Hins vegar er ég ekki sammála þér, að virkjanaframkvæmdir hafi með kommúnismi að gera. Ég vil að auðlindir landsins séu í eigu þjóðarinnar og einnig þau þjónustu-fyrirtæki þar sem erfitt er að sjá hagnað af einkavæðingu. Þótt ég fylgi fullveldi þjóðar og sjálfstæði einstaklinga, vil ég ekki viðurkenna að ég sé kapítalisti.
Getum við mætst á miðri leið Guðbergur, varðandi þau mál sem skipta þessa stundina mestu máli ? Getum við sameinast um að losna við Samfylkinguna úr aðstöðu til að fremja landráð ? Að minnsta kosti ætlast ég til að þú styðjir Ögmund í baráttu hans gegn Icesave-glæpnum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 2.10.2009 kl. 17:31
Guðbergur, ég er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að fyrri ríkisstjórn íhalds og samfó hefði þurft að sitja lengur og vinna í málinu, hún hefði örugglega náð miklu meiri árangri en þau sem nú sitja. En Austurvallarskríllinn beygði Samfó og því fór sem fór.
Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 17:40
Djöfull leiðist mér þetta gullfiskaminni of margra Íslendinga.
Birgitta Baldursdóttir, 2.10.2009 kl. 18:52
Birgitta. Það kallast ekki gullfiskaminni þegar þjóðin er að átta sig á að "frelsararnir" eru verri en "bófarnir" sem komu okkur í klandrið.
"Frelsararnir" ætla einmitt að sjá til þess að öll ljós verði hér slökkt og ekki búandi lengur. Það þýðir ekkert að kenna sjálfstæðisflokknum um allar þær slæmu ákvarðandir sem "frelsararnir" taka í dag og í nánustu framtíð. Ef slökkviliðið sem mætir á svæðið til að slökkva eldinn endar með að kveikja í allri götunni og því næst öllum bænum vegna misvitra ákvarðana og almennrar óskynsemi, sem hefði ekki þurft að gerast væri rétt staðið að málum... ætlaru þá samt sem áður að kenna hinum meinta brennuvargi um að hafa kveikt í borginni en sleppa "slökkviliðinu" við alla gagnrýni á sín störf?
Íslendingar eru ekkert búnir að gleyma neinu. Þeir eru bara að átta sig á að Samfó og VG eru VERRA en íhaldið þegar allt kemur til alls.
Hrafna (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:34
Hrafna ef að meirihluti landsmanna eru álíka hugsandi og þú þá er ekki skrítið hvernig komið er fyrir okkur.
Jæja Loftur ég held að við séum þó nokkuð á svipaðri línu með markt. Varðandi ríkisvæðinguna er ég á því að auðlyndir og samfélagsþjónusta eigi að vera í opinberi eigu, síðan má allt annað vera í einkarekstri en svo er það væntanlega mismunandi hvað hver telur til samfélagsþjónustu. Ég tel til dæmis banka vera tæki í samfélagsþjóðnustu.
Varðandi að flokkurinn verði að ráða yfir framleiðslu tækjunum þá tel það betra ef það eru flokkar, það er ekkert holt að einn flokkur ráði öllu og ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið of mikklu of lengi þannig að vinstri slagsíða í nokkurn tíma væri bara gott fyrir samfélagið.
Það sem er erfitt núna varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að hann viðurkennir ekki að stefna hans undanfarinna ára sé röng og hann vill halda áfram á sömu braut, það voru bara einstaklingar sem klikkuðu. Það er erfitt að taka mark á slíku. Annað er að formaður sjálfstæðisflokksins sagði í desember síðstliðinn þegar plottið var að hann yrði dómsmálaráðherra að hann ætlaði að fara að einbeita sér að stjórnmálum, þetta setti maðurinn út úr sér eftir sex ára setu á Alþingi íslendinga. Er hægt að taka svona mann alvarlega?
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 2.10.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.