30.9.2009 | 17:32
Kúgunarvald
Komið hefur í ljós að Ögmundur segir af sér til þess að bjarga ríkisstjórninni frá falli. Vinnuregla þessarar ríkisstjórnar er sem sagt sú að ef ráðherrar eru ekki á sömu skoðun og forsætisráðherrann verði þeir að víkja ellegar fellur stjórnin. Svona hótnum beitti Jóhanna í ESB málinu og aftur nú.
Það er eins og öll ábyrgðartilfinning gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu hvíli á herðum VG. Samfylkingin virðist ekki víla fyrir sér að hóta stjórnarslitum ef ekki er farið að vilja hennar á meðan VG lúffar til þess að missa ekki niðurskurðarhnífinn í hendur Sjálfstæðisflokksins.
En svona vinnubrögð ganga ekki til lengdar og óánægja innan VG á bara eftir að aukast ef ekki verður breiting þar á.
![]() |
Styðja áframhaldandi samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einmitt! Það þarf að fara að verða á hreinu til hvers VG eru í þessari ríkisstjórn.
Héðinn Björnsson, 30.9.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.