Hamfarakapítalisminn í framkvæmd

Kaup Magma Energy í Íslensku orkufyrirtæki er bara forsmekkurinn af því sem koma skal. Nú vakta hrægammar kapítalismans Ísland til þess að komast yfir auðlyndir okkar á útsöluverði.
Ríkið þarf að kæfa þessa þróun í fæðingu og sýna umheiminum fram á að Ísland sé ekki til sölu. Þetta þarf að gera með öllum ráðum, sama hvað það kostar.

Við erum í kreppu og þurfum að nota óvenjulegar aðferðir. Ein væri til dæmis að banna með lögum vegna hins erfiða ástands sem landið er í að ríki og sveitafélög megi ekki selja hvorki fyrirtæki né fasteignir til einkaaðila nema með mjög ströngum skilyrðum og að undangenginni ítarlegu ferli sem koma ætti í veg fyrir alvarleg mistök.

Þessi tónn sem hljómar hjá Skúla Helgasyni er ekki fagur. Þarna er á ferðinni annaðhvort uppgjöf fyrir ástandinu eða hreynlega að Skúli aðhyllist þá hugmyndafræði sem beitt af auðvaldinu þegar þjóðir lenda í kreppu.


mbl.is Segir óraunhæft að ríkið kaupi hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Mikið er ég sammála þér :) við eigum að eiga okkar auðlindir sjálf.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2009 kl. 10:03

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég hef nú ekki myndað mér skoðun á þessum fyrirætluðum kaupum Magma Energy á HS Orku.  Hinsvegar þykir mér margir vera ósamkvæmir sjálfum sér þegar að þessari umræðu kemur.  Þannig er að það eru ekki mörg misseri síðan að sameina átti Reykjavík Energy og Geysir Green með það að markmiði að fara í útrás.  Til stóð að kaupa og setja á stofn orkufyrirtæki á Filipseyjum og víðar.  Átti nýja fyrirtækið sem sé að eiga orkufyrirtæki í útlöndum, en útlendingar mega ekki eiga orkufyrirtæki á Íslandi. 

Mér sýnist ýmsir stjórnarsinnar og aðrir hafa snúist í hringi þegar að þessari umræðu kemur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.8.2009 kl. 14:50

3 identicon

Mikið er ég sammála honum Tómasi. Þetta hefur hinsvegar allt snúist í hringi. Fólk er orðið háð því að bara sitja heima og segja "ríkið bjargar þessu" svona eins og kristnir öfganistar segja "guð gerði það" og hætta svo að hugsa um málið.

hfinity (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband