24.2.2009 | 21:50
Blind aðdáun
Ég horfði á Davíð í Kastljósinu áðan eins og flestir landsmenn. Maðurinn trúir því í alvörunni að hann hafi ekki átt neinn þátt í hruninu og sé borinn röngum sökum af vondum mönnum. Hann var væntanlega í sínu fyrsta viðtali þar sem spyrillinn slefar ekki af lotningu en reynir þess í stað að spyrja gagnrínna spurninga.
Sigmar stóð sig bara vel fyrir utan að hann var ekki nógu vel að sér varðandi bindiskylduna.
En þegar ég sat í sófanum og horfði á Davíð dásama sjálfan sig og skammast út í fréttamaninn þá flaug sú hugsun í gegn um huga minn að fjölda manns fannst hann örugglega vera æðislegur í þessu viðtali. Sama fólkinu og kýs Sjálfstæðisflokkinn sama hvað tautar og raular. Kýs nafn en ekki hugsjónir og stefnur.
SÍ naut trausts erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Beggi bóndi!
Gaman að rekast á þig hérna á blogginu. Ég vildi bara nota tækifærið og segja og það sama og þú sagðir um Davíð. Ég myndi alltaf kjósa Begga sem fyrsta uppspilara, sama hvað tautar og raular gamli vin.
Kveðjur bestar
Mummi frændi
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.2.2009 kl. 22:04
Sæll gamli
Ekki að undra að þú sért sammála mér enda man ég ekki eftir að við höfum einhverntíman verið ósammála. Enda maður sem reynist vel í raunum, eða hvernig var það með skot á miðjunni, klikkaði aldrei.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 24.2.2009 kl. 23:06
Sæll Beggi,
Ég vona að prófkjörsbaráttan gangi vel hjá þér. Það er rétt hjá þér ,,skotið klikkaði aldrei á miðjunni".
Heyrumst félagi!
Guðmundur
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.2.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.