24.2.2009 | 16:22
Kúgunareðli fákeppninnar
Það hefur verið þekkt vopn hjá stórverslunum að kúga matvælafyrirtækin til lækkunnar vöruverðs með því að hóta að hætta viðskiptum við þau nema þau lækki vöruverðið. Núna um jólin pakkaði stórt matvinnslufyrirtæki innfluttu svínakjöti í hefðbundnar umbúðir eins og íslenska kjötinu þannig að engin leið var að greina þar á milli. Þetta var svínakjöt sem stórt verslunarfyrirtæki flutti inn í samkeppni við kjötvinnsluna en í mætti stærðar sinnar gat síðan kúgað kjötvinnsluna til þess að pakka innflutta kjötinu í samkeppni við sjálft sig.
Neitandinn veit ekkert hvaðan kjötið kemur sem það er að láta ofan í sig. víða í Evrópu er landlæg salmonella sem við erum alveg laus við hér.
Neitandinn veit ekkert hvaðan kjötið kemur sem það er að láta ofan í sig. víða í Evrópu er landlæg salmonella sem við erum alveg laus við hér.
Óeðlileg samkeppni í verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverjir voru þar að verki ? Hagar (= Bónus) ??
Skákfélagið Goðinn, 24.2.2009 kl. 16:37
Á maður ekki á hættu að vera lögsóttur ef maður segir já?
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 24.2.2009 kl. 21:38
Þú ert þá búinn að staðfesta það sem ég hélt..;)
Skákfélagið Goðinn, 24.2.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.