Áttavillt Framsókn

Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur. Það er kannski ekki skrítið þegar flokkurinn veit það ekki sjálfur. Það er eins og þingmenn Framsóknar séu að reyna að gera sig gildandi en eru því miður einstaklega klaufalegir í framgöngu sinni.

Hafa þeir ekkert frumkvæði að alvöru málum sem þeir vilja koma í gegn? Það nýjasta er að Framsóknarmenn vilja lækka vexti strax. Hverjir á Íslandi vilja ekki lækka vexti strax? Þeir vilja að samið verði við eigendur krónubréfa. Það var sagt frá því í fréttum í síðustu viku að það eigi að semja við eigendur bréganna.

Ég held að í Framsoknarflokknum sé samansafn af fólki sem auðveldlega gæti fundið sér farveg í einhverjum hinna flokkanna og það færu klárlega ekki allir í sama flokkinn.


mbl.is Þingfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þeir lögðu til niðurfærslu skulda var það ekki, þá lagði Höskuldur til að hann sem lögfræðingur vildi ekki klára lögin um seðlabanka nem að sjá skýrslu um það sem er að gerast í evrópskum seðlabönkum. Erum við ekki að hugsa um að ganga þar inn og er þá ekki gott að vera me' svipaða löggjöf.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.2.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Höski er bara að minna á sig fyrir slaginn 15 mars.

Skákfélagið Goðinn, 23.2.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband