Hvaða lýðræði

Ég skildi mótmælin á Austurvelli þannig að ein helsta krafan væri bætt lýðræði á Íslandi. Nú kvaddi fyrverandi sjávarútvegsráðherra Einar K.Guðfinnsson embætti sitt með því að leyfa hvaðveiðar til næstu fimm ára. Er þetta ekki Sjálfstæðisflokkurinn í hvotskurn. Hugsa eingöngu um eigin hag.

Einar vissi upp á hár að þessi ákvörðun hans yrði að pólutísku bitbeini næstu ríkisstjórnar. Maðurinn tók þessa ákvörðun algerlega umboðslaus hvað þjóðina varðar. Ríkisstjórnin var að fara frá og var hann í reynd bara starfandi ráðherra án umboðs.

Eru þetta þau vinnubrögð sem við viljum sjá. Sjálfstæðisflokkurinn er búin að koma þjóðfélaginu á hvolf og kvaddi með þessari umdeildu framkvæmd en er samt orðinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Ef að þetta er vilji fólksins fer ég að efast stórlega um dómgreind og sjálfsbjargarvilja Íslendinga. Það er kanski ósangjarnt að segja Ílslendinga, frekar að segja þess hluta Íslendinga sem aðhyllast Sjálfstæðisflokkinn.

Ég vona að Steingrímur bíti ekki á agnið og afnemi leyfi til hvalveiða. Hann ætti frekar að fresta henni og láta næstu ríkisstjórn ráða úr málinu.

Í von um betri tíð og blóm í haga

Áfram Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband