27.9.2012 | 13:45
Hagur hverra?
Allir vernda eigin hagsmuni og þegar talað er um hagsmuni fólks er ekki alltaf á hreinu um hvaða fólk er verið að tala um. David Miliband fyrverandi utanríkisráðherra Bretlands talar um að hagsmunum Evrópusambandsins yrði best borgið með meiri samruna ríkjanna innan sambandsins.
Vandamálið væri að pólitíkin stæði í vegi fyrir meiri efnahagslegum samruna. Ég túlka þetta þannig að þeir sem fara með völdin í viðskiptalífinu vilji meiri samruna og meira valdaafsal ríkjanna og þar með þegna aðildarlandanna til stofnanna ESB. Þar með er verið að færa völd frá þjóðkjörnum fulltrúum yfir til embættismanna sem valdir eru til starfa af elítunni. Það á að fara sömu leið og á Íslandi fyrir hrun, að færa völd frá þjóðkjörnum fulltrúum yfir til viðskiptalífs og embættismanna.
Hagsmuni hverra er verið að verja, fjármagnseigenda eða almennings. Í mínum huga er það ekki spurning, það er verið að verja þá ríkustu á kostnað almennings.
Þegar ég var að velta þessu fyrir mér datt mér í hug viðtal á RUV um daginn þar sem verið var að spyrja ónefndann hagfræðing út í gjaldeyrishöftin. Sagði hann þau hin mesta skaðvald, heftandi fjármagnsflæði og þess háttar. Mér að óvörum spurði fréttamaðurinn gagnrýnnar spurningar, sem gerist ekki oft, sem var á þá leið hvort gjaldeyrishöftin væru slæm fyrir almenning í landinu. Það var eins og hagfræðningurinn skipti um gír því nú svaraði hann að gjaldeyrishöftin væru lífsnauðsynleg fyrir almenning í landinu vegna þess að þau héldu gengi krónunnar nokkuð stöðugu og kæmu í veg fyrir verðbólgu.
Það er kominn tími á að setja hagsmuni almennings ofar hagsmunum fjármálaelítunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.