Brynjar Níelson í vitlausum flokki.

Nú ætlar einn af helstu varðhundum gamla Íslands að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Það sem helst vekur athygli mína eru þau mál sem Brynjar setur á oddinn.

"Þótt ég hafi ekki áður komið að pólitísku starfi innan Sjálfstæðisflokksins hafa skoðanir mína og flokksins jafnan farið saman í meginatriðum og mér er hugleikin baráttan fyrir réttarríkinu, frelsi einstaklingsins til orða og athafna, sem og hið opna frjálsa þjóðfélag. Að þessum grunnstoðum borgaralegs samfélags er vegið freklega nú á tímum."

Sjálfstæðisflokkurinn hefur byggt upp "réttarríkið" Ísland þar sem flokksgæðingar komast í stöður dómara og flokksgæðingar eins og Baldur greyið Guðlaugsson klaufast til þess að láta dæma sig er tekið með silkihönskum á meðan búðahnupplurum og göturæningjum er refsað af hörku.

Frelsi einstaklingsins eru settar skorður í stéttarskiptingu þar sem kostnaður einstaklinga til náms og heilsugæslu verður æ meiri og frelsi einstaklinga er njörvað niður í fátækt og umkomuleysi.

Hinu opna þjóðfélagi er stjórnað af fámennri elítu sem flokkurinn hefur valið til auðs og valda sem heldur aftur af frelsi hins almenna borgara.

Brynjar er þó í réttum flokki ef hann vill viðhalda óréttlætinu og halda bæði auð og völdum hjá sér og sínum líkum sem einokað hafa íslenskt samfélag frá lýðveldisstofnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband