Varðhundar klíkusamfélagsins

Hin óútkomna skýrsla ríkisendurskoðunar er á allra vörum þessa dagana og hefur Kastljósið leitt umræðuna með afgerandi hætti. Í kastljósinu í gær komu tveir þingmenn í viðtal Margrét Tryggvadóttir og síðan gengt henni sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson. Ekki var þetta samtal þeirra upp á marga fiska en það sem vakti helst athygli mína var að Kristján virtist hafa það helst að markmiði að gera lítið úr venslum og tengslum þeirra sem að málinu komu og gekk meira að segja svo langt að reyna að taka á sig sök með þvi að segja að Alþingi hefði átt að standa sig betur í málinu.

Kristjáni virtist vera mest í mun að hrófla sem minnst við vinnubrögðunum, því skipulagi sem viðhaft er í útboðum ríkissins. Fyrir utan að koma sökinni á núverandi ríkisstjórn.

Að mínu viti hafa í raun allir þeir sem komið hafa að málinu brugðist, fyrst þeir sem sáu um útboðið hjá ríkinu, Alþingi að skapa ekki betri regluramma og eftirfylgni með málinu, hvort sem það er fyrverandi eða núverandi ríkisstjórn.

Þetta er fjórflokkurinn í hnotskurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband