Vita börnin hans þetta

Ég fór ásamt 9 ára dóttur minni á mótmæli á Austurvelli í fyrravetur. Vorum að mótmæla öllu óréttlætinu sem ríkisstjórnin var þá búin að vinna og það sem dreif fólk af stað þennan daginn var niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu og ástandið á Landspítalanum. Dóttir mín var með mér í vinnunni þennann daginn og við gerðum skilti sem stóð á „burt með vonda fólkið“. þegar við gengum niður laugarveginn með skiltið spurði dóttir mín mig frekar út í mótmælin. Vegna umræðna sem eiga sér stað á heimilinu var hún meðvituð um að þessi ríkisstjórn væri ekki á vegum réttlætisins en vildi vita frekar hverju væri nákvæmlega verið að mótmæla þennann daginn. Ég sagði henni eins og er að Bjarni Ben vill ekki setja peninga í spítalann, heldur vill hann að fyrirtæki reki heilbrigðisþjónustuna til þess að græða á veika fólkinu og að það sé ekki gott því það leiði til þess að þeir sem eigi ekki næga peninga hafi þá ekki efni á því að láta lækna sig. Hún þagði um stund, sem gerist ekki mjög oft, leit upp til mín greinilega djúpt hugsi og spurði: veit konan hans af þessu? Ég beygði mig niður og hún settist á lærið á mér og ég sagði: já konan hans veit af þessu. Þá kom nokkur þögn og hún spurði: vita börnin hans þetta?
Þarna varð mér svara fátt og hef hugsað um það síðan hvernig í ósköpunum innrætir maður barni að það sé rétt að mismuna fólki og græða á veikindum annarra.

Gott að Gunnar Nelson tapaði

Ég var í smá veislu fyrir um ári síðan og þegar við vorum rétt að ljúka við miðdegiskaffið þá byrjar bardagi með Gunnari Nelsyni í sjónvarpinu og fólkið þyrptist inn í stofu. Ég fór með af forvitni en bannaði þó börnunum mínum að horfa sem þá voru 9,11 og 13 ára. Svo byrjaði bardaginn og Gunnar lúbarði einhvern pannsóðann og allir voða glaðir nema sá lúbarði og kannski ég. Mér fannst þetta ógeðslegt, en þarna sat ég í stórum hópi fólks frá 7 ára aldri og upp úr því ég var sá eini í boðinu sem hafði bannað börnunum mínum að horfa á þetta ógeð. Hinum virtist bara alveg sama, bara voða glaðir að Gunnar barði einhvern í klessu.
Þegar ég vaknaði á Sunnudagsmorguninn eftir bardaga Gunnars nú um helgina var forsíða visir.is full af myndum af berum karlmönnum mis mikið blóðugum. Nú var það Gunnar sem var blóðugur.
Ég ákvað að skrifa pistil um efnið og fanns ég því verða að horfa á bardagann nú í dag. Mikið var þetta sorglegt að sjá. Gunnar átti aldrei séns. Hann var barinn alveg í klessu. Fékk 193 högg á rétt rúmum 10 mínútum og þar af 124 högg í höfuðið. Kannski býður hann þess aldrei bætur. Og fólkið fagnaði í salnum. Já fólkið fagnaði. Að verða glaður yfir svona löguðu og telja það til skemmtunar, það er sannarlega aumkunarvert og ömurlegt.
En til þess að taka eitthvað jákvætt frá þessum viðburði þá var ég er alveg svakalega ánægður með það að Gunnar Nelson hafi tapað þessum bardaga og vona svo að honum gangi sem verst í þessu „sporti“ þangað til hann hættir þessari vitleysu. Ég vona samt svo sannarlega að hann komist sem minnst skaddaður frá þessu.
Ég er ánægður vegna þess að ef Gunnari gengur illa munu vinsældirnar minnka og þessi viðbjóður þá minna fyrir augum og eyrum barnanna okkar.
Gunnar er væntanlega vænsti drengur fyrir utan bardagahringinn en hann er hræðileg fyrirmynd.

Náungakærleikurinn og Fjármálafrumvarpið

Enn og aftur stökkva íhaldsmenn upp á nef sér þegar þeim er bent á að Þjóðkirkjan sé ekki kirkja allra landsmanna en að það séu skólarnir. Líf Magneudóttir benti á þetta á dögunum„Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ Þetta benti hún á í sambandi við árlega kirkjuheimsókn Langholtsskóla.

Þessi ummæli hennar vöktu þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ásmund Friðrisson, af værum blundi við samþykkt fjárlagafrumvarpsins."Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur."

Þetta eru í raun stór skondin ummæli því að það er akkúrat ekkert rétt við þau. Þetta er alger vitleysa. Það er alger fjarstæða að kristin trú sé einn af hornsteinum samfélagsins þótt mörg þeirra gilda sem Jesú er látinn boða í nýja testamentinu geti talist til hornsteina samfélagsins en hafa í raun ekkert með trú að gera. Og þetta með sameiningu þjóðarinnar ég ætla ekkert út í það, því lík froða, ég og mín fjölskylda erum þá alla vega ekki talinn til þeirrar þjóðar.

En það er nokk skondið að þessi þingmaður sem pretikar um góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi hefur ekkert látið á sér kræla varðandi bágt ástand heilbrigðiskerfisins eða niðurskurðar í menntakerfinu ofl sem betur mætti fara í okkar samfélagi.

Maður skildi ætla að Ásmundur og hans flokksfélagar sem vilja halda í heiðri kristnum gildum myndu sýna slíkt í verki í störfum sínu td við fjárlagagerðina og móta þannig samfélag okkar með "kristilegum kærleika". Nei það ætla þeir alls ekki að gera, þeir ætla í staðinn að svelta heilbrigðis- og menntakerfið til einkavinavæðingar,rukka okkur fyrir að njóta náttúrunnar, einkavinavæða sjávarauðlindina og rústa ríkisútvarpinu. Það er eins og þeir ætli nánast að eyðileggja allt það sem við höfum byggt upp sem þjóð....nei kannski ekki allt, þeir ætla að passa upp á ríkiskirkjuna......hægri mennirnir.

Ætla að láta fylgja hér í restina texta sem fenginn er að láni af vísindavefnum þar sem fjallað er um fasisma:

Í upphafi 20. aldar skírskotuðu fasistar mjög til ótta fólks við byltingar og óstöðugleika. Þeir álitu sig vera brjóstvörn laga og reglu, kristilegs siðgæðis og einkaeignarréttar. Jafnframt höfðuðu þeir til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem gyðingum.


Ég ætla að brjóta lög um náttúrupassa

Þótt mér hafi fundist núverandi ríkisstjórn oft hafa tekið skrítnar og vitlausar ákvarðandir þá er þessi klárlega sú allra vitlausasta. Að ætla sér að láta íslendinga borga fyrir að fara um og skoða landið sitt.

Ef náttúrupassinn verður lögleiddur verð ég væntanlega glæpamaður því ég ætla ekki að borga fyrir skoða landið okkar. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt sig sem boðbera frelsis einstaklingsins, minnka ríkisbáknið og einfalda skattkerfið. Þessi aðgerð skerðir frelsi einstaklingsins, stækkar ríkisbáknið og flækir skattkerfið. Það kemur mér reyndar ekkert á óvart að þessi flokkur vinni gegn yfirlýstri stefnu en nú er komið miklu meira en nóg. það þarf ekkert að minnast á fylgjuna þeirra Framsóknarflokkinn í þessu samhengi,ég nenni því ekki.

Ég skora hér með á alla landsmenn að ferðast sem mest um landið okkar og sameinast um að borga ekki fyrir þann sjálfsagða rétt.


Þigg ekki "leiðréttinguna"

Fyrir einskæra forvittni sótti ég um "skuldaleiðréttingu" ríkisstjórnarinnar og þar sem ég hafði greitt upp ansi mikið af skuldum fyrir þann tíma sem "leiðréttingin" tekur yfir þá var meint niðurfelling okkar hjóna aðeins upp á tæp fjögurhundruð þúsund eða um tvöhundruð þúsund á kjaft.

Ég ætla að hafna þessum peningum á þeim forsendum að þeim sé betur komið annarsstaðar, ég ætla að hafna þeim af sanngirnisástæðum. Mér finnst í raun einstaklega ósmekklegt þegar vel stætt eignafólk er framar í "leiðréttingarröðinni" en þeir sem hafa það ver og sumir hverjir bara ansi skítt. Og ég hef í raun skömm á fólki sem finnst í lagi að forgangsraða á þennan hátt. Það er einnig svo margt svona grátbroslegt við þetta eins og ég sá einhversstaðar að það ríkið verði að láta tvo og hálfan milljarð í Íbúðalánasjóð vegna skuldaniðurfellingarinnar, þetta er bara fíflalegt.

Svo er önnur ástæða fyrir því að ég ætla ekki að þyggja þessa peninga og í raun gæti ég ekki nálgast þá þótt ég vildi því ég ætla ekki að taka þátt í þeirri niðurlagingu að fá mér rafræn skilríki.

Hve lágt ætlar fólk að leggjast. Að láta skilda sig að fá sér rafræn skilríki hjá einkavinafyrirtæki sem hefur Árna Þór Sigfúson sem verkefnastjóra. Þarna er spillingin í sinni tærustu mynd. Ég læt ekki kaupa mig til þess.


Lygin um jólasveinana

 Ég slökkti á Kastljósinu í gær svo að 7 ára dóttir mín sem ég hef logið að undanfarin ár um að jólasveinarnir séu til þyrfti ekki að hlusta á umræðuna um réttmæti eða ranglæti lygarinnar um tilvist jólasveinana. Hún á nú tvo eldri bræður sem eru búnir færa henni sannleikann um sveinana en hún er á því stigi að hún talar ekkert um það hvort þeir séu til eða ekki og lætur bara skóinn út í glugga og hlakkar til.
Gaman gaman, og á næsta ári geri ég ráð fyrir að hún geri minna út þessu en mun ábyggilega halda áfram að setja skóinn út í glugga svo lengi sem von er á einhverju í hann, sama hver setur í skóinn. Ég hef alla vega engar áhyggjur að þetta muni skaða hana á nokkurn hátt, þetta er glens sem flestir njóta.Ég verð að taka fram að ég missti af kastljósumræðunni um tilvist jólasveinanna af fyrgreindum ástæðum.
En ástæða þess að ég skrifa um þetta er sú að ég furða mig aðeins á því að Kastljósið skuli ræða um þetta en ekki aðra og stærri lygi sem við búum við í okkar samfélagi en það er lygin um tilvist guðs.
Sú lygi er viðurkennd í samfélaginu nær gagnrýnislaust. Það er meira að segja heil starfstétt sem fær greitt fyrir að viðhalda lyginni og það sem meira er, fær laun sín greidd úr ríkissjóði. Nú hefur Ólína Þorvarðardóttir ofl. sett fram frumvarp um að niðurgreiða eigi óhefðbundnar lækningar og hefur hún hlotið háð og spott fyrir af sumum samstarfsmönnum sínum á þingi. En þeir sömu og gagnrýna Ólínu láta óáreitt að gríðarlegar upphæðir renni til kirkjunnar sem byggir tilvist sína á gömlum þjóðsögum sem byggja ekki á vísindalegri grunni en óhefðbundnar lækningar.
Ég vil taka fram að sú gagnrýni sem kemur hér fram gagnvart prestum á ekki við um öll störf þeirra sem ég tel nauðsynleg í samfélaginu td sálusorg og praktísk verk eins og jarðafarir heldur trúarlega grunninn sem liggur þar að baki.

 


Hver lifir og hver deyr

Í gærkveldi var þáttur á RÚV um fátækt í sjónvarpinu sem var ansi áhrifaríkur. Þarna var manni sýnt inn í nöturlegan veröld þeirra sem minna meiga sín víðsvegar um heiminn.
Í kjölfar myndarinnar koma upp í hugan tvær spurningar.
Hvers vegna er þetta svona?
Af hverju hjálpum við ekki?
Þetta er svona af því það er ákveðið að hafa þetta svona. Á fundum nokkurra alþjóðlegra stofnanna, WTO, AGS og leiðtogafundum G20 ríkjanna er ákveðið hver lifir og hver deyr. Þar eru línurnar lagðar um hvað má og hvað ekki í heimsviðskiptunum og furðulegt en satt þá eru reglurnar sniðnar að hagsmunum þeirra ríku og stundum þykir það ekki nóg svo farið er í stríð til þess að tryggja enn frekar hagsmuni þeirra ríku. Okkar. Við erum þessi ríku og við þessi ríku erum þau einu sem eitthvað geta gert til þess að breyta þessu.
Ég ræði stundum pólitík við félaga minn sem er ansi hægri sinnaður og eftir eina slíka rimmu þá sagðist hann vera kominn með samviskubit yfir því að vera vesturlandabúi. Við eigum líka að hafa samviskubit því okkar ríkidæmi byggir að mörgu leiti á fátækt annarra.
Hvers vegna hjálpum við ekki? Er það vegna þess að við eigum það meira skilið en þau að hafa það gott og ekki bara gott heldur súper gott? Viljum við ekki deila með okkur? Eða er þetta af hugsunarleysi, það er svo gott að búa í LA LA landi og hugsa sem minnst.
Ástæðurnar eru sjálfsag margar en ég held að flest vildum við hjálpa ef við gætum. Við verðum þess vegna að búa okkur aðstæður til þess að geta hjálpað og til þess verðum við að byrja á breyta okkur sjálfum.
Kannski er ég ósanngjarn að segja að „við“ almenningur sé þessi ríku því aðeins lítil elíta í hinum vestræna heimi hirðir mestann gróðann. En það er í það minnsta á okkar ábyrgð því við búum við lýðræði og höfum tækifæri til þess að breyta þessu. Því í ósköpunum breytum við þessu ekki, þó ekki væri nema okkar sjálfra vegna? Við hvað erum við hrædd?
Nú er mikil hætta á að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn komist aftur til valda eftir næstu kosningar, þeir sömu flokkar og skipulega hafa byggt upp misskiptingu á Íslandi og komu okkur á hausinn. Takið eftir, komu okkur á hausinn, ekki þeim. Ekki þeim sem fara fyrir og stjórna þessum flokkum, þeir fóru ekki á hausinn. Erum við virkilega svo vitlaus að við ætlum enn og aftur að kjósa þetta yfir okkur, gulldrengina og millana Bjarna Ben og Sigmund Davíð. Þetta eru ekki fulltrúar okkar almennings, þetta eru fulltrúar þeirrar elítu sem ræður hverjir lifa og hverjir Deyja.


Þá fór ég að gráta

Ég var í traktornum um daginn að gefa útigangshrossunum og hafði það bara nokkuð gott. Það var vægt frost, logn og stjörnubjartur himinn sem sést svo vel í myrkrinu í sveitinni. Kveikt var á útvarpinu og þulirnir voru að tala um átökin í Palestínu. Það var verið að segja frá árásum ísraela á palestínumenn sem lokaðir eru í búri, geta hvorki varið sig né flúið.  Á örfáum dögum voru þeir búnir að drepa á annað hundrað manns og limlesta nokkur hundruð. Stór hluti hinna myrtu voru börn.
Eftir þessa umræðu var spilað lagið One með U2 og þegar ég keyrði niður afleggjarann með rúlluna framan á traktornum þá fór ég að gráta. Ég fór að gráta yfir mannvonnskunni. Ekki bara þeirri mannvonsku sem tekur í gikkinn og drepur heldur mannvonnskunni sem felst í því að gera ekki neitt og drepa. Ég fór að gráta yfir eigin vanmætti að geta ekkert gert og reiði minni í garð þeirra sem geta gert eitthvað en láta það vera vegna einhverra hagsmuna eða þá bara aumingjaskapar. Forgangsröðunin felst í einhverju allt öðru en manngæsku.
Við lifum í samfélagi þar sem pólitíkusar slá um sig þegar á bjátar en gera svo ekki neitt. Össur Skarphéðinsson og Árni þór þöndu sig eitthvað í tvo daga en grípa ekki til neinna aðgerða. Ungliðahreyfing VG krafðist stjórnmálaslita við Ísrael en fór svo í partý og ekkert heyrist í þeim meir. Bjarna Ben fannst að gyðingar ættu að gæta meðalhófs í slátrun sinni á palestínumönnum. Það er eins og að hafa mælt fyrir meðalhófi nasista þriðja ríkisins í helförinni. Munurinn er að flestir þeir sem studdu nasista í stríðinu vissu ekki af þjóðarmorði þeirra á gyðingum fyr en eftir á en Bjarni Ben og hans kumpánar í Sjálfstæðisflokknum vita nú þegar af þjóðarmorði gyðinga á palestínumönnum en styðja þá samt. Þriðjungur þjóðarinnar ætlar samt að kjósa þá.
Ef dugur væri í íslenskum stjórnmálamönnum væri búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael, setja á þá viðskiptabann og aðstoða íbúa palestínu eftir megni. Það er hægt að gera með matarsendingum, læknisaðstoð, heimsóknum íslenskra stjórnmálamanna í fangabúðirnar á Gasa og ýmsan annan hátt ef vilji og þor eru fyrir hendi.
Við getum hjálpað ef við viljum því við eigum allt en þau ekkert.



Firring í atvinnumálum

Hún er endalaus umræðan um að efla verði atvinnulíf á Íslandi og oft á tíðum er umræðan á þann veg að hvert mál sé upp á líf og dauða. Við könnumst öll við hvernig umræðan um virkjanir og stóriðju hefur verið. Þeir sem vilja fara sér hægar, leifa náttúrunni að njóta vafans eða þó ekki væri nema hugsa málin til enda hafa verið úthrópaðir úrtölumenn og afturhaldsseggir.Nýjasta æðið er fyrirhuguð uppbygging Huang Nubo á Grýmsstöðum á Fjöllum þar sem sveitarfélög víðsvegar á norðurlandi hafa stofnað einkahlutafélagið GáF ehf. Til þess að liðka fyrir fyriráætlunum Nubo á Grýmsstöðum. Þetta gera sveitafélögin í þeim tilgangi að efla atvinnulíf á svæðinu.Nú eru hafnar framkvæmdir í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Hugmyndin er að gera þar jarðvarmavirkun til raforkuframleiðslu fyrir stóriðju. Nýleg vitneskja sem fengin er með reynslu af Hellisheiðavirkjun að slíkar virkjanir séu mun skaðlegri heilsu manna og hafi neikvæðari áhrif á náttúruna en talið var þegar leifi fyrir virkjun í Bjarnarflagi var heimiluð.
Líkur eru jafnvel á að fyrirhuguð virkjun muni hafa áhrif á neðanjarðarvatnskerfi sem rennur út í Mývatn, helsta atvinnuveitanda í Mývatnssveit.
Hvers vegna eru ekki sveitafélög á norðurlandi að tengjast böndum um að koma í veg fyrir að Mývatni sé stofnað í voða og þar með atvinnu á svæðinu. Það verður ekki alltaf bæði sleppt og haldið.

Fjöldi ferðamanna

Þór Saari hefur valdið fjaðrafoki hjá ýmsum með umræðu sinni um að ferðamenn væru orðnir of margir á Íslandi. Sitt sýnist hverjum og er pistlahöfundi Viðskiptablaðsins mjög svo ósáttur við þessi ummæli Þórs http://www.vb.is/skodun/77056/.

Þar hjólar pistlahöfundur frekar í Þór sjálfan og reynir að draga úr trúverðuleika hans eins mikið og hann getur. Einnig fer hann út í að tala um peningalegt verðgildi ferðaþjónustunnar fyrir land og þjóð. Er í raun að segja að ekki megi gagnrýna fjölda ferðamanna vegna þess hve miklu þeir skili í ríkiskassann. Þessu er eins farið með stóryðjuna og nánast hverja þá auðlind sem við eigum. Peningarnir fyrst svo förum við að spá hverju við höfum kostað til til þess að öðlast þá.

En jæja. Fjöldi ferðamanna. Er hann of mikill? Ef ekki, hvenær er hann orðinn of mikill? Í einni milljón, tveimur eða tíu? Það hlýtur að mega velta þessu fyrir sér og í raun nauðsynlegt.

Nær allir eru þó sammála um að bæta verði aðstöðu við ákveðna staði á landinu til þess að þeir skemmist ekki og þar með viðurkennt að ferðamenn séu orðnir of margir við núverandi aðstæður á þessum stöðum.

Varðandi hækkun virðisauka í greininni væri að mínu mati hyggilegra að framkvæma hana í þrepum eða með meiri fyrirvara en það er samt engin ástæða til þess að ein af mikilvægustu atvinnugreinum samfélagsins, sú grein sem vex hvað hraðast og með hvað mesta vaxtarmöguleika greiði ekki skatt á við aðrar atvinnugreinar.

Gæti kannski verið ágætis leið til þess að hægja aðeins á vextinum til þess að undirbúa landið betur fyrir æ meiri fjölda ferðamanna.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband