9.10.2009 | 11:19
Hvað þarf að byggja upp?
Ísland er með þróaðri ríkjum á jörðinni. Hér er allt til alls. Verðmætar náttúruauðlindir, vel menntað fólk, öll þau mannvirki sem nauðsynleg eru til þess að reka allra nútímalegasta og besta samfélag sem hugsast getur. Hér eru vegir, sjúkrahús, skólar og allt of margar íbúðir. Ef ekki væri fyrir allt of miklar skuldir þá væri hér allt í lagi og helsta ráð Ólafs Darra er að fá meira að láni.
Hvernig væri að við lækkuðum aðeins í okkur rostann tækjum okkur saman í andlitinu og hæfumst handa við að byggja upp nýtt samfélag á nýjum forsendum. Við þurfum ekkert nýtt, við þurfum bara að fara betur með það sem við nú þegar eigum. Hér er allt til alls. Það er einnig orðið þreitandi að það má ekki hagfræðingur opna munninn og þá er það orðið frétt. Sú hagfræði sem við búum við, sú hagfræði sem hagfræðingarnir þekkja byggir á röngum grunni enda hefur hún leitt okkur í þær ógöngur sem við nú stöndum frammi fyrir.
Munið að það er í heild sinni það kerfi sem við búum enn við sem hefur leitt okkur í þessar ógöngur eða öllu heldur það fólk sem bjó til og stuðlaði að framgangi kerfisins.
Þurfum aðgang að lánsfé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.