15.9.2009 | 13:54
Draga á umsóknina til baka
Það er alveg ljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar vill halda sjálfstæði sínu og standa utan ESB. Það er langt síðan maður hefur séð svona jákvæða frétt. Nú er lag fyrir þingflokk VG að standa í lappirnar og leggja til að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Þjóðin vill ekki ganga í ESB, þjóðin vill ekki að stjórnsýslan sé að stórum hluta upptekin við að svara 2500 spurningum frá ESB og þjóðin vill ekki eyða peningum í þetta gæluverkefni Samfylkingarinnar.
Hverju lofaði Samfylkingin að kæmi í kjölfar aðildarumsókn að ESB. Jú hækkandi gengi krónunnar, aukinni trú erlendra fjárfesta á íslensku efnahagslífi og aukinni hjálp að utan. Hefur eitthvað af þessu gerst, NEI. Og hvernig er þá með öll loforðin um bættara Ísland þegar landið er orðið hluti af sambandinu, það er engin lausn að afsala sér sjálfsæðinu til ESB.
Svona í fram hjá hlaupi þá var ég á málþingi um norðurslóðir um síðustu helgi og ræddi þar við næstráðanda í hinu nýja utanríkisráðuneyti Grænlands og sagði hann mjólkurverð hafa lækkað þegar Grænlendingar sögðu skilið við Evrópusambandið.
Í samskonar frétt og þessari á Vísi.is þá er fyrirsögnin"andstaða við ESB í hámarki". Við skulum bara vona að andstaðan sé ekki búin að ná hámarki sínu og eigi eftir að aukast enn meira.
Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.