2.9.2009 | 16:02
Ekki samkvæmur sjálfum sér
Ég man ekki betur en Ólafur hafi synjað fjölmyðlafrumvarpinu vegna mikils þrýstings frá almenningi og að þjóð og þing væru klofið í málinu. Neitunarákvæði forsetans á að vera öryggisventill þegar þingið ætlar gegn þjóðarvilja. Í þessu máli óháð hvort maður sé sammála samþykkt frumvarpsins eða ekki er óumdeilanlegt að vilji þings og þjóðar fara ekki saman í þessu máli.
Allt það tal um breytta stjórnarskrá til þess að kerfið virki betur er ekki til neins þegar þær reglur sem þó eru til eru að engu hafðar. Ef einhverntíman hefði átt að beita neitunarákvæði forseta þá var það í þessu máli. Máli þar sem auðvaldskerfið ætlar að láta almenning borga fyrir eigin vanhæfni.
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.