illa farið með tímann

Í stað þess að einbeita sér að því að takast á við þann vanda sem steðjar að Íslensku þjóðinni þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að eyða tíma og peningum í helsta gæluverkefni Samfylkingarinnar, það er að grafa undan sjálfstæði þjóðarinnar.
Sá þrýstingur sem Bretar og Hollendingar beita okkur í Icesave málinu ætti ekki að koma á óvart og það er hreinn barnaskapur að halda að veröldin virki á einhvern annan hátt. Sá sterki notar afl sitt til þess að koma vilja sínum fram.
Ein ömurleg hlið á þessu máli er að til þessa hefði ekki komið ef Já hluti þingmanna VG hefði ekki misnotað umboð sitt frá kjósendum og hleypt málinu í gegn. Þetta tónar óneytanlega við gjörning þeirra Davíðs og Halldórs þegar þeir settu Ísland á lista hinna viljugu þjóða algerlega umboðslaust og ég segi eins og svo margir í því máli: Ekki í mínu nafni.
Já hópur þingmanna VG sýndi landi og þjóð svívirðilega lítisvirðingu með með því að meta líf þessarar ríkisstjórnar meira virði en stjálfstæði þjóðarinnar.

mbl.is Ræðir við Bildt um ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband