1.5.2009 | 15:30
Umhverfiskreppa
Þær eru margvíslegar kreppurnar. Hér á Íslandi er fjámálakreppa eins og víðast hvar í heiminum en í bónus höfum við Íslendingar gjaldeyriskreppu.
En það er ein kreppa sem gleymist og það er umhverfiskreppan. Hlýnun jarðar og afleiðingar þess eru einkenni umhverfiskreppunnar. Aðalsteinn Árni virðist sleppa því að taka tillit til umhverfiskreppunnar. Hann er ekki einn með þá hugmynd að stóriðja myndi á þessu augnabliki vera okkar helsta von út úr kreppunni. En úrræði sem þessi auka á umhverfiskreppuna. Kreppuna sem er að skella yfir okkur smám saman og hún mun ekki gera neitt nema dýpka ef við mannfólkið höldum áfram á sömu braut.
Við þurfum að nýta efnahagskreppu Íslands til þess að breyta landi okkar og þjóð til betri vegar. Það gerum við ekki með mengandi stóriðju. Ég er hér með hugmynd fyrir Húsvíkinga um að byggja frekar upp grænmetis stóriðju. Markaðurinn er fyrir hendi hér innanlands og þetta væri sjálbær stóriðja sem myndi allt í senn auka fæðuöryggi okkar, skapa störf, spara gjaldeyri og draga úr mengun.
Önnur lögmál á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.