30.4.2009 | 12:51
Lifandi markaður
Umtalið í þessari frétt er í raun í anda frjálshyggjunnar þar sem þarna er rætt um "Markaðinn" eins og lifandi manneskju. Það er búið að heilaþvo fólk á því að frelsi í viðskiptum sé það eina sem skiptir máli. En hvað er þá frelsi í viðskiptum? það væri gaman að fá góða skilgreiningu á því.
Er frelsi í viðskiptum t.d. réttur stjórnmálaafla og viðskiptablokka að setja eða afsetja reglur á þann hátt að smærri ríki geta ekki verið sjálfbær hvað fæðuöflun varðar. Sem dæmi að ef Ísland gengi í ESB þá tilheyrðum við innri markaði ESB þar sem frelsi til viðskipta er "frjálst". Þar með væru Íslenskar landbúnaðarafurðir ekki lengur samkeppnishæfar og Ísland þyrfti enn frekar að treysta á innflutta matvöru.
Hvað gefur okkur síðan hamingjunna er það hið svo kallaða frelsi í viðskiptum. Yrðum við hamingjusamari ef erlend fyrirtæki gætu eignast virkjanir landsins eða eignast íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, flutt inn erlenda fæðu hindrunarlaust?
Trú Íslendinga á virkni markaðarins hefur minnkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Facebook
Athugasemdir
Að mínu mati þarf að þrýsta verulega hart á stjórnvöld um þau beiti sér fyrir því að selja grænmetisbændum raforku á sama verði og stóriðju. Ég heyrði umræðu um þetta um daginn í einhverjum fjölmiðli þar sem einhver kall (forstjóri landsvirkjunar eða álíka týpa) var að tala um að það væru ekki forsendur fyrir því vegna þess að bændur væru ekki eins áreiðanlegir kaupendur og að notkun þeirra væri sveiflukennd og jadajada. Þetta sýnir að enn er það fjárhagslegur gróðinn einn sem skiptir mestu máli en ekki samfélagslegur gróði. Þessari hugsun verða stjórnvöld að breyta en þau munu ekki gera það nema með miklum þrýstingi.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 30.4.2009 kl. 18:36
Sammála Sóley og þá er bara að þrýsta.
Við byrjum strax á morgun í 1.maí göngunni.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 30.4.2009 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.