Matvælaöryggi

Nú er WHO búin að hækka viðbúnaðarstigið í 5 ef 6. stigi verður lýst yfir þá er búið að skilgreina veikina sem heimsfaraldur og þá gæti komið til þess að landinu yrði lokað. Hvernig bregst þá landinn við.

Við framleiðum nú ekki nema sem nemur tæpum helmingi þess matar sem neitt er á landinu og við inngöngu í ESB myndi matvælaframleiðsla okkar klárlega dragast saman um þriðjung ef ekki meira. Að halda öðru fram er einfeldings háttur og í versta falli visvítandi blekking. Eins og sakir standa endast matarbyrgðir Íslendinga í um tvo og hálfan mánuð ef innfluttningur stöðvast.

Þessi staða sýnir í raun hve veruleikafirtir aðildarsinnar ESB eru. Þeir ætla að semja frá okkur möguleikann á því að sjá okkur farborða bæði með því að stórskerða matvælaöryggið og taka sénsinn á því að við höldum áfram rétti okkar á fiskimiðunum.

Álíka mikil firring er skýrsla forsætisráðuneytisins frá árinu 2003 um efnahagsleg áhrif alheimsfaraldurs. Þar er tekið fram að matvælaframleiðla dragist ekki saman. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir því að bændur og starfsfólk matvælafyrirtækja veikist.

 


mbl.is Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig tekst þér að blanda ESB umræðu inní þetta?

Það er nóg til að matarbirgðum. Útgerðir hafa ekki selt flak af frystum fiski í marga mánuði. Liggur allt í frystigeymslum. Síðan þarf ekki nema nokkra togara til að fæða alla íslensku þjóðina - tala nú ekki um öll húsdýrin hér á landi sem hægt er að éta. Og ekki vantar okkur vatn. Hvar éturu upp þessa vitleysu?

nafni (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: GunniS

mig svona grunar að þeir sem heyrist hæst í , þá útgerðarmenn , þegar kemur að esb umræðu sé vegna þess að þeir ótast að missa gulleggið, sem þeir eiga ekkert í raun, það er til gamalt orðatiltæki sem segir, það er gott að eiga það sem guð gefur.  og það sem guð gefur eiga allir að eiga aðgang að.

GunniS, 29.4.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Samkvæmt fyrnefndri skýrslu um efnahagsleg áhrif heimsfaraldurs er sagt frá því að matarbirgðir séu að jafnaði til rúmlega tveggja mánaða og er þá gert ráð fyrir þeirm fiski sem er að jafnaði í frystihúsunum, öllum húsdýrunum, birgðum í verslunum, lagerum og jafnvel hreindýrunum á austurlandi. En það er rétt að nú eru allar frystigeimslur með fullar og því meira af honum en venjulega.
Hvernig dreg ég ESB uræðu inn í þetta? Það er einfalt. Ef við værum í ESB þá væri hér opinn markaður fyrir allar vörur og þar með landbúnaðarvörur. Okkar landbúnaður er ekki samkeppnishæfur við landbúnað framleiddan á hagstæðari svæðum í Evrópu og því væri hér framleiddur minni matur og við enn háðari innfluttningi. Þar af leiðir minna matvælaöryggi.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 29.4.2009 kl. 21:51

4 identicon

Það getur verið rétt að við framleiðum nú ekki nema sem nemur tæpum helmingi þess matar sem neitt er á landinu, en ekki gleyma því að við framleiðum mat sem er fluttur út, þannig að ég held að við íslendingar séum vel sjálfbær í matvælaframleiðslu og gott betur.

Jón (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Rétt er það að ef við tökum fisinn með en ef fluttningur stöðvast til landsins þá kemur olía ekki heldur og ekki veiðum við neitt án olíu og ekki heyjum við neitt án hennar heldur. Varðandi útfluttninginn er það nánast eingöngu fiskur sem við flytjum út, kjötmetið er alveg sáralítið.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 29.4.2009 kl. 21:58

6 Smámynd: Sylvester

Þú sem sagt vilt meina það að ef við værum í ESB þá myndi allt fara til fjandans því allt væri innflutt og bændastéttin myndi eyðast? Hvað með þá staðreynd að það hefur sýnt sig í þeim löndum sem gengu í ESB, t.d. Finnland, að finnskur almenningur sniðgengur innflutt matvæli og kaupir Finnska framleiðslu?

Sylvester, 29.4.2009 kl. 22:06

7 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Finnskir neytendur eru ekki tryggari en það að landbúnaðarframleiðsa í Finnlandi hefur dregist saman frá inngöngu þeirra í ESB. Bendi þér á að fara inn á bondi.is og finna linkinn inn á bændablaðið. Þar geturðu lesið Bændablaðið í pdf. Í síðustu blöðum hefur verið mikið ritað um finnskann landbúnað, bæði rætt við bændur og fólk tengt finnskum landbúnaði.
Það er einnig sérkennilegt í því ástandi sem við erum núna. Það vantar atvinnu og við inngöngu í ESB myndu tapast fjölmörg störf í landbúnaði og matvælaframleiðslu.
Er það ekki evran sem við erum á eftir? Ef við færum inn núna fengjum við allar kvaðir ESB stax en evruna ekki fyrr en eftir mörg ár.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 29.4.2009 kl. 22:15

8 identicon

Olíuvinnslu og olíuhreinsistöð og matvælaöryggi er eitthvað sem við þurfum aldrei að hugsa um framar...

Bjarni (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband