27.1.2009 | 08:41
Að túlka málin sér í hag
Í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins um vilja Íslendinga varðandi Evrópusambandið kemur fram að rétt tæplega 60% landsmanna eru andvíg aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vonandi er fólk farið að gera sér grein fyrir því að Ísland er það ólíkt meginlandinu ekki er ráðlegt að steypa okkur í sama mót. Það er merkilegt að lesa útskýringar Evrópusinna á þessari skoðun landanns. Bent er á að fólk sé að einbeita sér að einhverju öðru en Evrópusambandinu þessa stundina og taki því ekki vitræna afstöðu, bent er á að umræðan sé ekki nógu góð. Sem betur fer eru Íslendingar að verða meðvitaðir um mikilvægi eigin sjálfsstæðis.
Nú er að harðna all verulega á dalnum um allan heim og spár virtra hagfræðinga og fleiri spekinga duga skammt þegar veröldin er að eiga við efnahagskrísu sem á sér ekkert fordæmi. Nú væri Íslendingum ráðlegast að þjappa sér saman og verða sjálfbjarga um allar helstu nauðsynjar. Ef við ættlum að auka matvælaframleiðsluna þá verður að hefjast handa strax því það tekur tíma að fjölga í dýrastofnunum.
Sem betur fer féll stjórnin og einhverjir með viti komnir að samningaborðinu um Icesave og edge reikningana. Það ætti öllum að vera ljóst að íslenskur almenningur getur og ætti ekki að borga þessa reikninga.
Baráttukveðjur
Áfram Ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.