23.1.2009 | 11:58
Samgönguráðherra í kosningarbaráttu
Samfylkingin heldur fund um Evrópmál á Akureyri kl.17 í dag. Á þessum fundi verður samgönguráðherrann Kristján L. Möller fundarstjóri. Neró spilaði á hörpu á meðan Róm brann en Samgönguráðherra ríkisstjórnar Íslands er í kosningarbaráttu á meðan Ísland sekkur.
Þetta er dæmigert fyrir stjórnmálamenn þessa lands. Því er róið öllum árum að halda völdum, vinna fyrir flokkinn í stað þess að hugsa um almannahag. Og þvílík ósvífni að sýna sig á Akureyri þessum mikkla matvælaframleiðslubæ þegar ríkisstjórnin er nýbúin að leggja aftur fram matvælafrumvarpið.
Matvælafrumvarp sem ógnar heilu atvinnuvegunum og matvælaöryggi Íslands. Það þýðir varla að segja þessu fólki að skammast sín því sjálhverfan er svo mikil.
Höldum baráttunni áfram burt með stjórnina.
Áfram Ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann hefur öruglega talað um Vaðlaheiðagöngin og Héðinsfjarðagöng er það ekki?
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.1.2009 kl. 21:45
Nei það furðulega var að maðurinn lagði nánast ekkert til málanna nema einstaka upprópanir til þess að upphefja Evrópusambandið og einstaka aulabrandara. Hann var sem sagt að eiða tíma þessa vitleysu á meðan ríkisstjórnin var að liðast í sundur.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 27.1.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.