22.1.2009 | 14:01
Bjarni Benediktsson næsti formaður Sjálfstæðisflokksins
Ef að sá orðrómur reynist sannur að Bjarni Ben muni taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum á komandi landsfundi er það ekki mikil andlitslyfting á flokknum. Þarna er þá að taka við erfðarprins einnar helstu valdaklíku ættar landsins. Það er kanski ágætt að Sjálfstæðisflokkurinn sýni bara áfram sitt rétta andlit. Andlit flokksræðis og valdaklíku spillingar.
Það er samt með ólíkindum að fjórðungur þjóðarinnar stiðji enn flokkinn. Sumir segja þetta trúarbrögð en ég heyrði aðeins betri skýringu um daginn. Þetta er eins og að halda með fótboltaliði. Maður heldur alltaf með sama fótboltaliðinu sama hvaða leikaðferð er spiluð og sama hver þjálfarinn er. Eins er þetta með sjálfstæðisflokkinn. Það skiptir engu máli hvað flokkurinn gerir eða gerir ekki sumt fólk myndi styðja flokkinn út fyrir gröf og dauða.
Við skulum vona að sem flestir jafni sig á þessum kvilla því að það er ábyrgðarhluti að kjósa.
Áfram Ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vona bara að þeir kjósi yfir sig nógu leiðinlegan formann. Mega ekkert við vinsældum þessa daganna....
Elín Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.