20.1.2009 | 14:44
Það er ekki oft að mann langar til Reykjarvíkur
Ég verð að viðurkenna þegar ég sit hér í stofunni heima hjá mér í sveitinni vildi ég geta tekið þátt í mótmælunum á Austurvelli. Maður er orðinn svo reiður og sár út í ástandið að það væri ágætt að geta fengið útrás fyrir þær tilfinningar með því að geta lagt eitthvað af mörkum.
Manni sínist eins og lögreglan sé farin að beyta meiri hörku og þá er hættan á því að sjóði enn frekar upp úr. Ekki vildi ég vera í lögreglunni núna, þeir eru ekki beint övundsverðir.
Það er víst kínversk bölbæn sem hljóðar svo "megir þú lifa áhugaverða tíma" það er víst að við erum að lifa áhugaverða tíma.
lifi byltingin
Áfram Ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessir tímar eru ekki sérstaklega skemmtilegir þetta eru skelfilegir tímar og ég vona bara að enginn fari sér að voða í þeim.
Það batnar ekki ástandið við það að eyðileggja og skemma ef fólk vill breytingar þá á fólkið að ganga í stjórnmálaflokkana og bylta þar með lýðræði ef samfylkingarfólk er búið að fá nóg þá seigir það sig frá stjórnarsetu svo einfalt er það . Er ekki fundur á morgun þá er tækifærið að samþykkja vantraust á stjórnina og ráðherrana. verum siðuð þjóð ekki í stríði við Lögregluna þar eru einstaklingar sem hafa það ekkert betra en mótmælendur og eru reiðir einnig og þá getur verið að þeir missi sig vegna þess að þeir eru ekki í betra jafnvægi en mótmælendur.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.1.2009 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.